Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 20
28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Blað var brotið í sögu farþegaflugs heimsins í gær þegar hin nýja ofurþota Airbus A380 fór í sitt fyrsta flug. Þessi stærsta farþegaþota heims ber hvorki fleiri né færri en 800 farþega þegar mest lætur en það samsvarar öllum íbúum Seyðisfjarðar og gott betur. Fyrsta farþegaþotan 1952 Fyrstu farþegaflugvélarnar tóku aðeins nokkra farþega en um 1930 voru komnar fram á sjónarsviðið vélar sem gátu tekið allt að 13 farþega. Ein þekktasta og öruggasta farþegavél sög- unnar, Douglas DC-3 eða þristurinn, kom á markað 1936 en sú vél tók 21 farþega og náði 270 km hraða á klukkustund. Í síðari heimsstyrjöldinni þróuðust flug- vélar ört og þotuhreyfillinn kom til sög- unnar. Fyrsta farþegaflugið í flugvél knú- inni þotuhreyflum var á milli London og Jóhannesarborgar árið 1952. Um var að ræða vél af gerðinni De Havilland sem tók 36 farþega. Í kjölfarið fylgdu far- þegaþotur á borð við Boeing 707, Con- vair 880. Douglas DC-8 og Lockheed Electra. Um 1960 voru farþegaþotur orðnar nánast allsráðandi á öllum helstu milli- landaflugleiðum heims og Bandaríkja- menn voru leiðandi í framleiðslu stórra farþegaþotna. Bylting í lok sjöunda áratugarins Í lok sjöunda áratugarins varð algjör bylting í sögu farþegaflugs þegar júm- bóþotan Boeing 747 var tekin í notkun en hún gat flutt allt að 500 farþega í einu. Keppinautar Boeing svöruðu þessu með vélum eins og Lockheed 1011 og McDonnell Douglas DC-10 sem gátu flutt allt að 400 farþega. Önnur bylting í farþegaflugi átti sér stað á sama tíma eða 1969 þegar Bretar og Frakkar kynntu hljóðfráu farþegaþotuna Concorde. Með henni náðu Evrópu- menn að rétta hlut sinn nokkuð í smíði farþegaþotna en Concorde var tekin í almenna notkun 1976. Síðan hafa ekki gerst stórtíðindi í sögu farþegaflugs fyrr en í gær eins og áður segir þegar Air- bus A380 hóf sig til flugs frá Toulouse í Frakklandi. Þróunin gerist í stökkum FBL-GREINING: SAGA FARÞEGAFLUGS Aðalmeðferð í einum anga eins stærsta fíkni- efnamáls síðustu ára fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjórir ungir menn eru þar sak- aðir um stórfelldan fíkni- efnainnflutning. Tveir sakborningar af fjórum ját- uðu á sig stærstan hluta sakar- gifta í einum anga stóra Dettifoss- málsins svokallaða. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dettifossmálið er eitt umfangsmesta fíkniefna- mál síðustu ára. Sá angi málsins sem fjallað var um í gær snýst að mestu um tæp þrjú kíló af amfetamíni og tæp 600 grömm af kókaíni sem reynt var að smygla með Dettifossi frá Rotterdam um miðjan mars í fyrra, en efnin voru haldlögð við komu skipsins til Reykjavíkur. Þá var ákært fyrir tilraun til smygls á að minnsta kosti 400 grömmum af amfetamíni frá Danmörku í júní sama ár. Tveir játa mest Hinrik Jóhannsson og Jón Arn- ar Reynisson, fyrrum skipverji á Dettifossi, játuðu á sig þennan hluta málsins að mestu, þó með þeim fyrirvara að Hinrik sagðist bara eiga kíló af efnunum sem fundust um borð í skipinu. Einnig var ákærður annar skipverji af Dettifossi fyrir aðild, en hann að- stoðaði Jón Arnar við að koma efn- unum um borð í Rotterdam og varð honum annað hvort úti um innsigli, eða innsiglaði sjálfur gáminn sem efnin voru falin í um borð. 400 grömmin frá Danmörku bárust aldrei til landsins, en Jón Arnar kvaðst hafa óttast að upp um sig kæmist og því hent efnunum í ruslið. Skipverjinn sem aðstoðaði var einnig ákærður fyrir smygl á munntóbaki og fínkorna neftóbaki. Þá var Jóhanni Einari Björns- syni gefið að sök að hafa keypt am- fetamínið sem hent var. Eins var hann sakfelldur fyrir tæp 17 grömm af kókaíni sem fundust við húsleit heima hjá honum og fyrir anabólíska stera sem þar voru gerðir upptækir. Hinrik og Jón Arnar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Stóra Dettifossmálið er þó held- ur umfangsmeira í heild sinni, því alls snýst það um innflutning á um 11 kílóum af amfetamíni, því átta kíló til vibótar fundust í vörusend- ingu í júlí, auk þess sem gerð var tilraun til að smygla til landsins í pósti tvö þúsund skömmtum af LSD. Hinrik Jóhannsson breytti í gær fyrir dómi fyrri framburði sínum varðandi þátt Jóhanns Ein- ars Björnssonar og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt í Kaupmannahöfn amfetamín- grömmin 400 sem hann svo fól Jóni Arnari að smygla til landsins í lítilli flösku. „Mér þykir leitt að segja það, en ég ætlaði að koma þessu á Jóhann Einar. Ég vissi að hann var úti á sama tíma,“ sagði Hinrik fyrir dómi. Daði Kristjáns- son, fulltrúi Lögreglustjórans í Reykjavík, sem sótti málið, tók þessa breytingu þó lítt trúanlega og taldi „blasa við“ að Hinrik og Jóhann Einar hefðu getað talað sig saman um að Hinrik tæki á sig sök- ina, eftir að hann var fluttur í óbundið gæsluvarðhald. Hann vís- að jafnframt til símtala milli þeirra félaga morguninn sem Jó- hann Einar flaug til Kaupmanna- hafnar, en Hilmar starfaði á bón- stöð hjá Jóhanni. „Það er fjar- stæðukennt að menn séu að sækja bíla til að bóna eldsnemma að morgni, tveimur tímum áður en annar á að fara í flug,“ sagði hann. Hinrik sagði aðspurður um hvort illt hafi verið á milli hans og Jó- hanns Einars: „Ég bara þoldi hann ekki ....á tímabili.“ Jóhann Einar flaug til Kaupmannahafnar að morgni, en Hinrik að kvöldi. „Eyvi“ er ófundinn Sakborningum bar að mestu sam- an um atburðarás í Rotterdam í mars þegar sótt voru tæp þrjú kíló af amfetamíni og tæp 600 grömm af kókaíni. Þó bar þeim ekki saman um hversu mikið skipverjinn sem aðstoðaði Jóhann kom að málum. Jón Arnar og skipverjinn fóru að hitta Hinrik fyrir utan sjómanna- heimilið í Rotterdam, en þar kveðst skipverjinn hafa farið inn og pantað bjór og hitt svo Jón Arn- ar eftir að hann var búinn að sækja efni hjá Hinriki. Þeir hafi svo farið út og grafið upp plastpoka með meira amfetamíni sem var undir tré í grenndinni. Þau efni munu hafa verið komin frá þriðja aðila, „Eyva“, en hann hefur ekki fund- ist. Jón Arnar og Hinrik bera hins vegar að skipverjinn hafi beðið álengdar meðan þeir funduðu og hann hafi svo grafið upp efnin und- ir trénu eftir ábendingu Jóns. Þá vill Jón Arnar meina að skipverj- inn hafi aðstoðað við að koma efn- unum fyrir um borð og hafi inn- siglað gáminn þar sem efnin voru falin. Þessu neitar skipverjinn þó staðfastlega, hann kveðst bara hafa aðstoðað við að koma efnun- um um borð í skipið og svo útveg- að Jóni innsigli til að innsigla gám- inn. Jón Arnar sýndi mikla eftirsjá í máli sínu í gær og kvaðst hafa skammast sín mikið „enda búinn að vera 13 ár til sjós.“ Hann skýrir hegðun sína með því að hann hafi verið langt leiddur í fíkniefna- neyslu og hann hafi leiðst út í smyglið til að fá niðurfellda hálfr- ar milljón króna fíkniefnaskuld við Hinrik. Þetta staðfesti Hinrik í Héraðsdómi. Jón Arnar sagði jafn- framt að hann hefði litla fyri- hyggju sýnt í gjörðum sínum. Til að mynda hafi hann rofið innsiglið á gáminum þar sem amfetamíninu hafði verið komið fyrir til að stel- ast í efnið á leiðinni yfir hafið. Hann lét svo hjá líða að innsigla gáminn aftur. ■ CONCORDE Hljóðfráa farþegaþotan Concorde var tímamótaflugvél í sögu farþegaflugsins. Tveir játa obbann af sakargiftunum MÆTTIR Í HÉRAÐSDÓM Hinrik Jó- hannsson og Jón Arnar Reynisson, sak- borningarnir tveir sem enn eru í gæslu- varðahaldi og játað hafa á sig bróðurpart sakargiftanna í einum anga stóra Dettifoss- málsins, mæta hér í Héraðsdóm í gær í fylgd gæslumanna af Litla-Hrauni. – hefur þú séð DV í dag? LINDA P. KOMIN HEIM TIL AÐ FÆÐA ÓLÉTT EFTIR KANADÍSKAN LÆKNI Á sjöunda mánuði og í sjöunda himni MÁLFLUTNINGAR AÐ HEFJAST Sakborningar og verjendur í einum anga Dettifossmálsins, einhvers stærsta fíkniefnamáls síðustu ára, koma sér fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR Í DÓMSALNUM MÁLFLUTNINGUR Í DETTIFOSSMÁLINU FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Einstakt verkefni VETNISSTRÆTISVAGNAR SPURT & SVARAÐ Þriggja ára tilraunaverkefni NýOrku og aðildarfyrirtækja um rekstur vetnisknú- inna strætisvagna er að ljúka. Þor- steinn Sigfússon er ráðgjafi NýOrku. Heppnaðist verkefnið vel? Þetta hefur tekist betur en nokkur þorði að vona og sem dæmi hafa er- lendir aðilar hrósað okkur mikið fyrir hvernig til hefur tekist. Þetta var ein- stakt verkefni þegar það hófst fyrir nokkrum árum og skömmu síðar hófust svipuð verkefni í öðrum borgum Evrópu en ekkert þeirra jafnast á við íslenska verkefnið. Af hverju lýkur því nú Daimler Chrysler, framleiðandi þeirra vagna sem við höfum notað hingað til, eru ekki tilbúnir með næstu kynslóð vetnisvagna. Þessum sem nú eru í um- ferð var ekki ætlað að vera mjög lengi starfandi en þeim vögnum sem hér eru hefur verið ekið mun meira en sambærilegum vögnum annars staðar. Hvenær verða vetnisbílar algengir? Við erum þegar búnir að óska eftir að hingað verði fengnir 50 vetnisknúnir bílar til almenningsnota á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.