Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 8
28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR
Ofbeldi í íslensku samfélagi:
Akureyringum ofboðið
OFBELDI Ungt fólk á Akureyri hef-
ur boðað til þögullar mótmæla-
stöðu gegn ofbeldi á Ráðhústorgi
klukkan 17 á morgun. Kornið sem
fyllti mælinn hjá ungum Akureyr-
ingum var að 17 ára piltur í bæn-
um var fyrir hálfum mánuði skot-
inn 11 skotum með loftskamm-
byssu vegna fíkniefnaskuldar.
Birting, hópur ungs fólks á Ak-
ureyri sem vill stuðla að betra
samfélagi og betri ímynd ungs
fólks, stendur að mótmælunum og
segir Valdís Anna Jónsdóttir að
Akureyringar verði að spyrna
strax gegn auknu ofbeldi. „Við
viljum senda skýr skilaboð til
stjórnvalda og almennings og
vekja landsmenn til umhugsunar
um hve stórt vandamálið er. Sak-
laust fólk hefur ítrekað orðið fyr-
ir barðinu á ofbeldismönnum sem
virðast geta vaðið uppi í samfé-
laginu án þess að gripið sé til
nokkurra aðgerða. Þetta viljum
við stöðva,“ segir Valdís.
Birting hvetur almenning á Ak-
ureyri til að fjölmenna á Ráðhús-
torg á morgun, taka þátt í mót-
mælastöðunni og hlýða á tónlistar-
manninn KK leika nokkur lög. - kk
Tillögur stjórnvalda um aðlögun innflytjenda.
Setja innflytjendaráð á fót
INNFLYTJENDUR Innflytjendaráð
verður sett á fót verði nýjar tillög-
ur nefndar um aðlögun innflytj-
enda að íslensku samfélagi að
veruleika. Árni Magnússon fé-
lagsmálaráðherra lagði fram ítar-
lega skýrslu nefndarinnar á ríkis-
stjórnarfundi á þriðjudag. Nefnd-
in leggur til að innflytjendaráðið
hafi aðsetur í félagsmálaráðu-
neytinu og hafi það hlutverk að
móta tillögur um stefnu stjórn-
valda í málefnum innflytjenda og
hafa umsjón með framkvæmd
hennar.
Meginniðurstaða nefndarinn-
ar er að brýnt sé að móta heild-
stæða stefnu í málefnum inn-
flytjenda. Lagt er til að ráðuneyti
menntamála, félagsmála, dóms-
mála, heilbrigðis- og tryggingar-
mála og Samband íslenskra sveit-
arfélaga tilnefni fulltrúa í inn-
flytjendaráðið.
Í lokaorðum skýrslunnar segir
að þótt útlendingar komi til þess
að vinna þurfi að sinna aðlögun.
Gæta þurfi þess að misrétti skap-
ist ekki milli fólks eftir því hvað-
an það komi eða eftir útliti og trú-
arbrögðum. Loks segir, að festist
misrétti í sessi ýti það undir að-
skilnað og einangrun og þar með
fordóma. Því sé gagnkvæm aðlög-
un lausnarorðið.
- jh
Samherji í fisk-
eldi í Færeyjum
Hundruð þúsunda laxaseiða og 35 þúsund lúðuseiði flutt frá Íslandi til
Færeyja. Eldistíminn er styttri í Færeyjum en á Íslandi og í Færeyjum er
hagkvæmt að kaupa eða leigja eldisstöðvar sem farið hafa í þrot.
ÚTRÁS Á undanförnum dögum hefur
hátt í hálf milljón laxaseiða verið
flutt frá Íslandi til Færeyja þar sem
ætlunin er að rækta þau í slátur-
stærð í eldisstöð sem félag í eigu
Samherja hefur tekið á leigu af
Færeyjarbanka. Í fyrradag fóru 35
þúsund lúðuseiði utan þar sem þau
verða alin í sömu fiskeldisstöð. Jón
Kjartan Jónsson, framkvæmda-
stjóri fiskeldis Samherja, segir
þetta lið í útrás Samherja auk þess
sem minni kostnaður er við eldið í
Færeyjum en á Íslandi.
Norskur brunnbátur, Kristine,
er notaður við seiðaflutningana og
alls voru flutt með honum 450 þús-
und laxaseiði, í þremur ferðum, en
seiðin komu frá Íslandslaxi og voru
70 til 90 grömm að þyngd. Jón
Kjartan segir að það taki 15 til 20
mánuði að ala þau í sláturstærð í
Færeyjum en um tvö ár á Íslandi.
„Sjávarhiti er hærri við Færeyjar
og því er eldistíminn styttri sem
gerir eldið hagkvæmara. Seiðin
voru flutt í ferskvatni og sett í
ferskvatn í Færeyjum þar sem þau
verða næstu 50 dagana en fara þá í
sjókvíar. Flutningurinn gekk mjög
vel; engin afföll urðu á leiðinni og
erfiðasti hjallinn að baki,“ segir Jón
Kjartan.
Fyrirtækið sem stendur að eld-
inu í Færeyjum heitir North
Salmon og er í eigu Samherja og
Framherja en Samherji á tæplega
þriðjung í Framherja á móti fær-
eyskum aðilum. North Salmon leig-
ir fiskeldisstöð af Færeyjarbanka
en bankinn eignaðist stöðina eftir
að Vestlax lenti í rekstrarerfiðleik-
um. „Með því sparast miklir fjár-
munir sem ella hefðu farið í kostn-
aðarsamar fjárfestingar,“ segir Jón
Kjartan en hann vill ekki gefa upp
hversu miklir fjármunir sparast.
Norski brunnbáturinn lagði af
stað til Færeyja á þriðjudag með 35
þúsund lúðuseiði sem framleidd
voru hjá Fiskeldi Eyjafjarðar á
Hjalteyri en alin í eldisstöð félags-
ins í Þorláksshöfn. Hvert lúðuseiði
er 300 til 500 grömm að þyngd og er
ekki áformað að flytja fleiri lúðu-
seiði að sinni til Færeyja.
kk@frettabladid.is
INNFLYTJENDUR
Heilstæð stefna verður mótuð.
LÚÐUELDI Starfsmenn Fiskeldis Eyja-
fjarðar í Þorlákshöfn vigta eldislúðu.
VALDÍS ANNA JÓNSDÓTTIR
„Mótmælunum er ekki bara beint gegn of-
beldi í fjölskyldubænum Akureyri heldur á
landinu í heild,“ segir Valdís.