Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 27
Leikkonan Courteney Cox,
sem leikur ekki lengur í Vin-
um, hefur fengið nýtt starf en
það felst í að vera andlit húð-
vörufyrirtækisins Kinerase.
Courteney tekur um þessar
mundir virkan þátt í stórri
auglýsingaherferð fyrir Kiner-
ase í Bandaríkjunum, Kanada
og Evrópu. Hún er andlit fyrir-
tækisins en Kinerase leggur
metnað í húðvörur af ýmsu
tagi – einkum krem og
smyrsl sem færa konum vel-
líðan og láta þær fá á tilfinn-
inguna að þær séu yngri en
kennitalan gefur til kynna.
„Ekki frekar en aðrar konur
sem stunda fulla vinnu og
reka heimili hef ég tíma né
þolinmæði til að fara í tíma-
frekar fegrunarmeðferðir.
Kinerase viðheldur að mínu
mati ljóma húðarinnar og
mér finnst ég hafa yngst,“
segir Courteney meðal ann-
ars á heimasíðu tískuritsins
Vogue. Courteney á eina
dóttur, Coco, með eigin-
manni sínum David Arquette.
Courteney Cox er
andlit Kinerase
BANDARÍSKA LEIKKONAN COURTENEY COX HEFUR SKRIFAÐ UNDIR
SAMNING VIÐ HÚÐVÖRURISANN KINERASE UM AÐ VERÐA ANDLIT
FYRIRTÆKISINS.
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 10
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 28. apríl,
118. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.10 13.25 21.43
AKUREYRI 4.43 13.10 21.39
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika
með Stjörnunni og veldur það henni
ansi miklum hausverk þegar hún er
beðin um að draga fram uppáhalds-
flíkina sína.
„Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna
eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fata-
skápnum mínum en fann loksins pils sem er
í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á
Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það
í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan
hring um miðstöðina áður en ég keypti það.
Mér fannst ekki mjög praktískt að labba
inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni
og kaupa eitthvað,“ segir Auður og hlær.
„Pilsið er svart með túrkísbláum blóm-
um á og missítt. Það er í sparilegri kantin-
um þannig að ég nota það þegar ég fer eitt-
hvað fínt út að skemmta mér,“ segir Auður
sem var aldeilis framsýn þar sem túrkís-
blár er aðaltískuliturinn í sumar. „Já, ég
hugsaði einmitt „þetta verður mjög fínt
árið 2005“,“ segir Auður og hlær dátt af
þessum praktísku pilsakaupum.
Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög
ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída
vera ansi lágt. „Það er voðalega gott að
kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt
þegar ég dett niður á eitthvað sem mér lík-
ar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég
á stúfana að kaupa – en ég er alls ekki alltaf
að kaupa mér föt.“ lilja@frettabladid.is
Gerði góð kaup á Flórída
ferdir@frettabladid.is
Þó að sumarið sé á næsta leiti
eru margir farnir að spá í
haust- og vetrarferðir. Heims-
ferðir eru með mikið úrval
ferða næsta haust, til dæmis til
Púertó Ríkó, Jamaíka, Sikileyjar,
Sardiníu, Barcelona, Búdapest,
Krakár, Ljubljana og Rómar svo
eitthvað sé nefnt. Einnig eru í
boði siglingar og nokkrar sér-
ferðir til Kína en nánari upplýs-
ingar eru á vefsíðu skrifstofunn-
ar, heimsferdir.is.
Síðasti stórleikur vetrarins í
boltanum er úrslitaleikur
meistaradeildarinnar 25. maí.
Ekki er komið í ljós hvaða lið
keppa í úrslitaleiknum en fjög-
ur lið keppa nú í undanúrslit-
um; Chelsea, Liverpool, AC Mil-
an og PSV Eindhoven. Ferða-
skrifstofan ÍT ferðir stefnir á
ferð á þennan stórleik og er
þegar byrjuð að skrá niður
þátttakendur. Ferðatilhögun
liggur ekki enn fyrir en hægt er
að senda póst á enskibolt-
inn@itferdir.is til að fá frekari
upplýsingar.
Ef viðskiptavinur bókar flug
á bilinu 15. maí til 15.
september fyrir 16. maí hjá
Iceland Express getur sá hinn
sami orðið einn af tíu við-
skiptavinum sem fá ferðina
endurgreidda og 100.000
krónur í farareyri. Þessir tíu
heppnu verða dregnir út á tíu
vikna tímabili í þættinum Fólk
með Sirrý á Skjá einum og
hringir Sirrý í þann heppna,
sem verður auðvitað að svara í
símann. Nánari upplýsingar er
að finna á icelandexpress.is.
Auður á voðalega fínan bol sem smellpassar einmitt við pilsið.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í ferðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Mamma fór
með bróður minn
til að skipta á
honum en ég vil
ekki fá neinn
annan í staðinn!
Litskrúðugir stólar
BLS. 3
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000