Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 72
44 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Fyrirspurnum um Selmu Björns- dóttir, fulltrúa Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í ár, og lagið If I Had Your Love hefur rignt inn til Sjónvarpsins síðustu vikur. Það eru bæði fjölmiðl- ar sem og æstir aðdáendur sem vilja fá upplýsingar, myndir og lagið sjálft sent til sín enda er búist við miklu af Selmu þegar keppnin í Kænugarði hefst um miðjan maí. „Það er fólk alls staðar að sem hringir inn og er að spyrjast fyrir um Selmu og lagið,“ segir Jónatan Garðarsson hjá Sjónvarpinu. „Við erum búin að senda hátt í tvö hund- ruð diska út og það er eitthvað sem á eftir að bætast við.“ Jónatan segir að það sé aðallega fólk og fjölmiðlar frá þeim löndum sem keppnin er hvað vinsælust í sem hringi inn en einnig sé töluvert hringt frá löndum í Austur-Evrópu. „Það er mjög jákvætt að það séu svona margir að forvitnast um Selmu. Við finnum fyrir sterkum straumum hvað svo sem það þýðir,“ segir Jónatan hlæjandi. Starfsfólk Sjónvarpsins er ekki óvant því að svara fyrirspurnum um keppendur Íslands í söngvakeppn- inni. „Síðustu ár hafa margir að- dáendur hringt inn til að sníkja efni en nú er meira um að fag- fólk og fjölmiðlar séu að biðja um gögn,“ segir Jónatan. „Við fáum líka alltaf töluvert af að- dáendapósti.“ Venja er að keppendur frá Ís- landi taki með sér kynningar- efni í keppnina og svo verður einnig í ár. „Það er verið að út- búa „presskitið“ núna en við erum ekki eins stórtæk og margir. Sumir koma með húf- ur, nælur og trefla með sér en við erum ekki svoleið- is. Við látum myndir og upplýsingar duga,“ segir Jónatan. Selma og hið fríða föruneyti legg- ur af stað til Kænugarðs þann 10. maí en fyrsta æfingin verður morg- uninn eftir. „Þetta verður ansi langt ferðalag hjá okkur. Það er mæting klukkan fimm að morgni upp í Sjónvarp og flogið til Kaupmannahafnar rétt fyrir átta. Síðan þurfum við að skipta um vél í Kaup- mannahöfn til Berlínar og svo aftur til Kænugarðs. Ég held að við verðum ekki komin þangað fyrr en um hálflellefu um kvöldið,“ seg- ir Jónatan sem fær það erfiða hlutverk að leiða föruneyt- ið alla leið til Kænugarðs og aftur heim. ■ BÍLSKÚRS- HURÐAOPNARI MOTORLIFT 4000 19.999 kr. Öll helstu merkin í verkfærum. Ótrúlegt úrval af BMF festingum, boltum, skúfum og saum. Sjón er sögu ríkari. Súperbygg, þar sem þú færð meira fyrir minna. Opið mán-fös 8-18 og lau 9-15 Bæjarhaun 8 Hafnarfjörður Sími: 414-6080 NÝTT Á ÍSLANDI HJÓLSÖG 185 M/LEISER 4.990 kr. 20.990 kr. METABO sds 650w POWER CRAFT BÚTSÖG TIFSÖG 7.990 kr. HÖGGBORVÉL ZEMA 1050w 3.490 kr. GASHITIARI 13kw hæð 220cm 15.600 kr. HRÍFA BEÐAKLÓRA BEÐASKAFA 690 kr. pr.stk REGNGALLASETT LUXUS STÆRÐIR S,M,L,XL,XXL 3.900 kr. 5.990 kr. DEWALT BORVÉL 12 VOLT 2 RAFHLÖÐUR 12.990 kr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ú V ÍSLENSKA EUROVISIONLAGIÐ: VINSÆLT ÚT UM ALLAN HEIM Æstir aðdáendur vilja Selmu SELMA BJÖRNSDÓTTIR Selma virðist vera að slá í gegn út um allan heim enda margir sem spá henni góðu gengi í Eurovision. Forkeppnin fer fram þann 19. maí en að- alkeppnin tveimur dögum seinna. JÓNATAN GARÐ- ARSSON Fararstjóri íslenska hópsins til Kænugarðs. Útgáfutónleikar Úlpu Hafnfirska rokksveitin Úlpa heldur útgáfutónleika á Nasa á morgun í tilefni af útkomu smá- skífunnar Attempted Flight. Lag- ið verður að finna á annarri plötu sveitarinnar, sem kemur út síðla sumars. Á smáskífunni verða þrjú aukalög, þar af eitt tónleikalag og eitt raftónlistarlag án söngs. Skífan verður gefin með hverj- um keyptum aðgöngumiða á tón- leikana en ekki verður hægt að kaupa hana í hljómplötubúðum. Aðgangseyrir er 500 krónur. Þess má geta að myndband við nýja lagið er komið í spilun en það var tekið upp í Barcelona. ■ Lögga skýtur tvisvar á klósetti Lögreglumaðurinn Craig Clancy var heldur óhepp- inn þegar hann skaust á bílauppboð heima í San Antonio á frívakt. Honum varð mál að gera númer tvö á klósetti uppboðs- haldarans, en ekki vildi betur til þegar hann girti niður um sig buxurnar að byssa sem hann geymdi utan á belti sínu féll úr hulstrinu og hleypti af tveimur skotum þegar Clancy lögreglumaður reyndi að bjarga málum en greip óvart í gikkinn. Eftir því sem talsmað- ur lögreglunnar í San Ant- onio segir fór fyrsta byssukúlan í gegnum hurðina á klósettinu og djúpt í fótlegg manns sem stóð í sakleysi sínu og þvoði á sér hendurnar. Sá var umsvifalaust fluttur blæðandi á sjúkrahús, en innra eftirlit lögreglunn- ar í Texas rannsakar mál- ið. ■ LÖGREGLU- SKJÖLDUR TEXAS Lögreglumaður á frí- vakt skaut mann óvart á klósetti. ÚLPA Hljómsveitin Úlpa gefur út sína aðra plötu í sumar. Fyrst kemur þó út smáskífan Attempted Flight. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.