Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 60
32 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI „Það er ekki hægt annað en að líta á þessa fjárfestingu sem slæma þar sem hún hefur ekki gefið neinn arð. Þetta er lélegasta fjárfesting sem ég hef farið í síð- ustu tíu árin,“ sagði Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og stjórnarfor- maður Stoke Holding, í samtali við Fréttablaðið í gær. Auk þess að vera sá aðili sem sett hefur mestan pening í Stoke City á síðustu árum sá Magnús um að koma á laggirnir fjárfestingar- fyrirtækinu Stoke Holding, sem stofnað var árið 1999 í þeim til- gangi að hafa umsjón með yfir- töku íslenskra fjárfesta á enska knattspyrnufélaginu Stoke City. Nú, sex árum síðar, hefur Magnús misst áhugann á félaginu og hefur hann auglýst félagið til sölu. „Ég mun ekki eyða meiri pening í þetta félag á meðan Tony Pulis er við stjórn,“ seg- ir Magnús en Pul- is var endurráð- inn sem stjóri fé- lagsins til eins árs í síðustu viku. Í viðtali við staðarblaðið í Stoke, The Sentinel, sem birtist í gær- morgun lýsir Magnús yfir megnri óánægju yfir þeirri ákvörðun ís- lensku stjórnarinnar að endur- ráða Pulis. „Pulis hefur ekki verið að vinna með okkur og hefur alltaf lýst því yfir að hann ætli sér að nota sína leikmenn,“ sagði Magn- ús við blaðið og vísar þar til stöðu Þórðar Guðjónssonar hjá félaginu en hann fær nánast engin tæki- færi hjá Pulis þar sem einu hald- bæru rökin virðast vera þau að Þórður sé Íslendingur. „Öll ánægjan af þessu starfi mínu er horfin. Ástríðan er ekki fyrir hendi lengur,“ sagði Magnús en ítrekaði að hann væri að tala fyrir sjálfan sig en ekki fyrir hönd annarra stjórnarmanna í Stoke Holding. Ævintýrið senn á enda Þrátt fyrir að vera ósammála stjórn félagsins um að ráða Tony Pulis ber Magnús stjórnarfor- manninum Gunnari Þór Gíslasyni vel söguna og segir Magnús hann hafa lagt hjarta sitt og sál í félag- ið á undanförnum árum. Gunnar Þór sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Magnús hefði heilmikið fyrir sér í þessu máli og kveðst hann virða skoðun hans. „Hans hugsjón um að Stoke sé stökkpallur fyrir íslenska knatt- spyrnumenn í ensku knattspyrn- una er ekki að rætast og það er því fullkomlega eðlilegt að hann sé óánægður. Það er hans réttur að ákveða að setja ekki meiri pen- ing í félagið og auðvitað setur sú ákvörðun Stoke í mikinn vanda. Ef ekki finnst einhver annar til að setja pening í félagið er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ sagði Gunnar Þór. Ekki er hægt að lesa annað af orðum beggja en að hin íslensku tengsl við félagið séu senn að rofna. Aðalfundur Stoke fer fram á Britt- ania-vellinum í Stoke á laugar- daginn og mun Gunnar Þór þá til- kynna stuðningsmönnum og öðr- um sem koma að félaginu að Stoke City sé til sölu. Má gera ráð fyrir að þær fréttir muni vekja tölu- verða athygli í breska knatt- spyrnuheiminum enda þykja það ávallt mikil tíðindi þegar hátt skrifað knattspyrnufélag hefur hug á að breyta eignarhaldinu. Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki vita hvort bréf- in væru söluvara eða ekki en Stoke væri mjög spennandi félag fyrir góða fjárfesta. „Þetta er fé- lag sem er betur rekið en mörg önnur í Englandi,“ segir hann. Án þess að nefna nokkrar tölur segist Magnús hafa sett mikinn pening í félagið á þessum sex árum. Spurður um hvort hann sjái eftir þeim peningum segir Magn- ús ekki svo vera. „Nei, nei. Ég reyni alltaf að hafa gaman af líf- inu.“ vignir@frettabladid.is Mín versta fjárfesting í tíu ár Úkraínski framherjinn AndriyShevchenko hjá AC Milan, segir sína menn vera komna með annan fótinn í úrslitaleikinn í meistara- deildinni eftir 2-0 sigurinn á PSV Eindhoven. „PSV léku vel á móti okkur og það var mjög erfitt að brjóta þá á bak aft- ur. Seinna markið sem við skoruðum á hins vegar eftir að vega mjög þungt í síðari leiknum og ég held að við förum áfram í úrslitin á mark- inu sem Tomasson skoraði í lokin,“ sagði Shevchenko, en það er ljóst að hollenska liðið mun ekki gefast upp, enda á það síðari leikinn eftir á heimavelli. Vandræðagemlingurinn CraigBellamy hjá Newcastle, hefur tryggt það að hann muni aldrei aft- ur leika fyrir félagið, eftir að hann sendi fyrirliða liðs- ins, Alan Shearer, móðgandi sms- skilaboð eftir að lið- ið tapaði í undanúr- slitum bikarkeppn- innar fyrir Manchester United á dögunum. Í skila- boðunum sagði Bellamy að Shear- er væri orðinn of gamall og seinn til að leika knattspyrnu og sagðist hlakka til að taka sæti hans í liði Newcastle. Shearer var ekki lengi að svara og sagðist berja hann ef hann stigi fæti til Newcastle aftur. Stuart Pearce knattspyrnustjóriManchester City hefur látið í ljós áhyggjur sínar yfir þátttöku Shaun Wright-Phillips í fyrirhuguðum landsleikjum Englands í Bandaríkj- unum á næstunni, þar sem liðið mætir heimamönn- um og Kólumbíu. Phillips hefur verið mikið meiddur upp á síðkastið og stjóri hans hefur áhyggj- ur af að hann þoli ekki álagið í fleiri leikjum. Fleiri stjór- ar hafa hótað að láta leikmenn sína ekki lausa og einn þeirra er Alex Ferguson hjá Manchester United, sem segist ekki sjá tilganginn í leikj- unum á þessum tíma. Er það ekki í fyrsta sinn sem Skotinn síungi kvartar undan álagi hjá lærisveinum sínum. Lið BAR Honda í formúlu eitt held-ur ákveðið fram sakleysi sínu, eft- ir að í ljós kom að bíll þeirra var of léttur við viktun eftir keppnina á Imola um helgina. Stjóri liðsins, Nick Fry, heldur því fram að liðið myndi aldrei reyna að brjóta keppnisregl- ur. „Við komum til leiks með lið frá tveimur vel virtum bílaframleiðendum og að halda því fram að við myndum reyna að svindla er hrein fásinna,“ sagði Fry og bætti við að lið hans myndi takast á við hverja þá refsingu sem þeim yrði gert að lúta í málinu. „Við erum stórir strákar, við getum tekið dálitlu mótlæti.“ ÚR SPORTINU Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og hluthafi í Stoke City, hefur auglýst félagið til sölu. Hann lýsir íslensku yfirtökunni á félaginu árið 1999 sem lélegustu fjárfestingu sem hann hafi tekið þátt í síðustu tíu árin. DRAUMURINN ÚTI Íslendingarnir voru stórhuga þegar þeir kynntu Guðjón Þórðarson til leiks sem knattspyrnustjóra Stoke í nóvember árið 1999. Nú hafa þeir sömu gefist upp og vilja út. MAGNÚS KRISTINSSON GUNNAR ÞÓR GÍSLASON KÖRFUBOLTI Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson náði þeim merka áfanga að komast í úrslit Evrópukeppninnar í körfuknatt- leik þegar Dynamo St. Petersburg bar sigurorð af BC Khimki frá Rússlandi í undanúrslitum Evr- ópukeppni FIBA Europe sem fram fóru í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Lokatölur urðu 92-81. Jón skoraði 14 stig, tók 4 frá- köst og nýtti 4 af 6 tveggja stiga skotum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur tilheyrir körfuknattleiksliði sem kemst í úrslit í Evrópukeppni. Úrslitaleik- urinn fer fram í dag en Dynamo mætir úkraínska liðinu BC Kyiv í úrslitum en liðið lagði Fenerbahe SK, 88-72, og tryggði sér þar með þátttökurétt í úrslitaleiknum. -sj Meistarar Detroit Pistons í NBAkörfuboltanum stefna hraðbyri að því að slá út lið Philadelphia í úr- slitakeppninni eftir að þeir komust í 2-0 í einvígi liðanna í fyrrakvöld með auðveldum 99-84 sigri. Rip Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði meistaranna með 23 stig og Chauncey Billups bætti við 20 stig- um og 8 stoðsendingum. Allen Iverson náði sér ekki á strik í liði Philadelphia og hitti afar illa. Seattle Supersonics unnu 105-103sigur á Sacramento Kings í fyrr- inótt og komust þar með í 2-0 í viðureign liðanna í Vesturdeildinni. Ray Allen var að venju stigahæstur í liði Seattle og skoraði 28 stig. Miami Heat er sömuleiðis komið í 2-0 gegn New Jersey Nets, eftir að vara- miðherji þeirra Alonzo Mourning fór á kostum í 104-87 sigri Heat í fyrrinótt. ÚR SPORTINUEvrópukeppnin í körfu: Jón í úrslitin Haukar og ÍBV mætast í þriðja úrslitaleiknum í kvöld: Verða að stöðva Ramune HANDBOLTI Lið Hauka í DHL- deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn með sigri á ÍBV á Ás- völlum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eft- ir sigur í fyrstu tveimur leikjun- um og unnu að auki báðar viður- eignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garð- arsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. „Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0,“ sagði Kári. „Það hefur komið mér á óvart að leik- irnir hafa verið slakir og sér- staklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kost- aði það leikinn.“ Kári telur það lykilatriði fyr- ir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. „Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörn- inni.“ Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. „ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöll- um og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mik- ill. Ég vona bara að við fáum góðan leik,“ sagði Kári Garðars- son, þjálfari Gróttu/KR, að lokum. smari@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.