Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 16
16 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Stungið í samband eins og gsm-síma Steinar Sörensson og Sig- urður Finnsson hefja í haust innflutning á raf- magnsbílum frá Indlandi. Þeir reikna með að bíl- arnir kosti í kringum eina milljón og nái um 120 kílómetra hraða. „Í þessu felst fyrst og fremst mikill sparnaður. Það er dýrt að reka hefðbundinn bíl og þess vegna held ég að það sé stór markaður fyrir rafmagnsbíla,“ segir Steinar Sörensson sem um nokkurt skeið hefur unnið að markaðs- og viðskiptaáætlun ásamt Sigurði Finnssyni félaga sínum. Stefna þeir á innflutning indverskra rafmagnsbíla af Reva gerð og eiga von á fyrsta bílnum með haustinu. „Indverjarnir hafa hingað til aðeins framleitt bíla með stýrinu hægra megin en eru að koma með bíla fyrir hægri umferð,“ segir Steinar og á von á fyrsta rafmagnsbílnum til landsins í haust. Bílarnir hafa tekið miklum framförum, fyrsta útgáfa þeirra náði 65 kílómetra hraða á klukkustund og komst 80 kíló- metra vegalengd á einni hleðslu. Nýjasta týpan kemst hins vegar upp í 120 og fer 200 kílómetra á hleðslunni. Steinari reiknast til að ind- versku rafmagnsbílarnir frá Reva kosti í kringum eina millj- ón króna komnir á götuna á Ís- landi. „Það þarf ekki að greiða af þeim tolla og í gangi eru viðræð- ur um að fella niður hluta virðis- aukaskatts. Fari svo býst ég við að verðið verði innan við millj- ón.“ Og rekstur rafmagnsbílsins ætti ekki að koma illilega við pyngju eigendanna, Steinar tel- ur hann verða um 25 þúsund krónur á ári. „Bílnum er bara stungið í samband eins og gsm- síma. Og markaðssetningin er þeg- ar hafin. „Við finnum þegar fyr- ir talsverðum áhuga og höfum heyrt hljóðið í fólki og fyrirtækj- um. Margir sjá fyrir sér að nota rafmagnsbílinn í fyrirtækja- snatt og svo er hann tilvalinn sem annar bíll á heimili.“ Að auki nefnir Steinar að rafmagns- bíll henti vel námsmönnum og þeim sem hafa minna milli hand- anna. bjorn@frettabladid.is 16.710 BÖRN ERU Á LEIKSKÓLUM LANDSINS Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ „Ég var að koma heim frá Turku í Finn- landi þar sem ég var að kenna í tónlist- arakademíunni,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari, sem fannst ferðin geysilega áhugaverð þar sem nemendurnir voru mjög agaðir en samt galopnir fyrir nýj- um hugmyndum sem þeir tileinkuðu sér strax og án mótstöðu. Gunnar segir Finna vera mjög framarlega í öllu sem lítur að menntun, þeir séu metnaðar- fullir og leggi fjármuni og orku í að mennta sitt fólk. Það hafi skilað sér í því að þessi fimm milljón manna þjóð eigi fjöldann allan af heimsnöfnum í tónlist- arheiminum. „Ég tel að það sé eitthvað sem Íslendingar ættu að læra og taka eftir,“ segir Gunnar sem fór í þriggja daga frí til Kaupmannahafnar eftir Finn- landsferðina. Þar tóku börnin hans á móti honum á flugvellinum en þau eru búsett í Danmörku. „Það var ljúf og góð tilfinning,“ segir Gunnar sem er þó alltaf feginn að koma heim. „Ég er óforbetranlegur Íslendingur og þegar ég kom út úr Leifsstöð og sá í fjarska fjöllin og birtu hafs og himins varð ég gagntekinn eins og alltaf þegar ég kem heim frá útlöndum. Það eru einhverjir töfrar við Ísland sem hitta mig alltaf í hjartastað.“ Sumarið verður allsérstakt hjá Gunnari. Hann þarf að gangast undir uppskurð á öxl og má ekki snerta hljóðfærið í fimm vikur. „Ég held ég hafi aldrei þurft að taka jafn langt frí frá sellóinu,“ segir Gunnar sem telur þó að þetta gefi góða möguleika fyrir hann til að opna sig fyrir öðrum hlutum. Í frí frá hljóðfærinu í sumar HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUNNAR KVARAN SELLÓLEIKARI „Þetta er bara dauði og djöfull rétt eins og allt annað sem þessi ríkisstjórn hef- ur gert í mannréttindamálum og öðru,“ segir Kormákur Geirharðsson veitinga- maður, en framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands sér fram á að loka þurfi skrifstofunni eftir að ríkis- stjórnin ákvað að skerða styrki til hennar. Hingað til hefur skrifstofunni verið skammtað fé í fjárlögum, en nú ákvað ríkisstjórnin að hverfa frá því fyrir- komulagi og útdeila styrkjum til ein- stakra verkefna. Í ár fær staða sérfræð- ings í mannréttindum hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu styrk. Kor- máki finnst þetta afleitt. „Þessi ríkis- stjórn hefur enga tilfinningu fyrir því hvað á að vera forgangsverkefni og hvað ekki.“ Kormákur prísar sig þó sælan að Ís- lendingar séu ágætlega staddir hvað mannréttindi varðar en segir brýnt að sofna ekki á verðinum. KORMÁKUR GEIRHARÐSSON Ósáttur við forgangsröðun FRAMLÖG TIL MANNRÉTTINDA- SKRIFSTOFUNNAR SJÓNARHÓLL Söngur Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur og Jónas Ingimundarson leikur á píanó Ársreikningar LSH Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Ávörp Birna Kr. Svavarsdóttir formaður stjórnarnefndar LSH Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Erindi Magnús Pétursson forstjóri LSH: Samfélagslegt gildi heilbrigðisþjónustu Vi›urkenningar Afhending verðlauna fyrir vísindastörf Starfsmenn á LSH heiðraðir fyrir vel unnin störf Framtí›arspítalinn Jóhannes M. Gunnarsson settur forstjóri LSH: Nýtt sjúkrahús, ný hugsun Susan Frampton forseti Planetree samtakanna í Bandaríkjunum og einn af höfundum bókarinnar „Putting Patients First: Designing and Practicing Patient-Centered Care” flytur erindi um nýjustu strauma í hönnun sjúkrahúsa og sjúklingamiðaða heilbrigðisþjónustu Allir velkomnir Ársfundur Landspítala - háskólasjúkrahúss 29. apríl 2005 í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 - 16:30 Mannlíf er nú með öðru móti en vanalega í Vík í Mýrdal því Raul- arinn 2005 fer fram á laugardag. Raularinn er söngvakeppni þar sem keppt er um besta söngvar- ann, bestu sviðsframkomuna og besta umboðsmanninn og eru skil- yrði um sönghæfileika keppenda ekki í forgrunni. „Þetta gengur út á að umboðs- menn keppenda auglýsa sinn um- bjóðanda vikuna fyrir keppni og hefur bærinn tekið stakkaskipt- um þessa daga fyrir keppni,“ seg- ir Sædís Ína Elíasdóttir skipu- leggjandi Raularans. Því til sönnunar má nefna að starfsemi KB banka í bænum lam- ast degi fyrir mót því þar er sleg- ið upp Raularakaffi sem starfs- fólkið sér um. Ku baksturinn vera eins og í meðal fermingar- veislu og allir velkomnir. Sjö atriði eru skráð til keppni þetta árið en mismarg- ir taka þátt í hverju atriði. All- ir syngja við undirleik h l j ó m s v e i t a r i n n a r Granít en þar fer fremstur í flokki g í t a r l e i k a r i n n Sveinn Pálsson sem auk þess er sveitarstjóri í Mýrdalnum. R a u l a r i n n varð til þegar Sædís Ína var í fæðingarorlofi fyrir níu árum og langaði að brydda upp á ein- hverju skemmtilegu. Hún hafði numið við Samvinnuhá- skólann á Bifröst þar sem hin þekkta keppni Bifrovi- sjón er haldin ár hvert. Sædís Ína sendi bréf til fólks og fyrirtækja í Vík og kynnti hugmyndina og fékk slík viðbrögð að Raularan- um var komið á fót. Hann er nú haldinn í níunda sinn og er löngu orðinn að há- punkti skemmtana- lífsins í Vík og ná- grenni. - bþs Raularinn 2005: Allt vitlaust í Vík í Mýrdal SVEINN SVEITARTJÓRI Leikur á gítar í hljómsveit- inni Granít. REVA Svona lítur nýjasta gerðin af hinum indverska Reva rafmagnsbíl út. STEINAR SÖRENSSON Hyggur á innflutning Reva rafmagnsbíla og segir þá henta vel námsmönnum og þeim sem hafa lítið milli handanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.