Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 6
6 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR
Landspítali-háskólasjúkrahús:
Minni samdráttur í sumar
HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að sam-
dráttur í starfsemi Landspítala-
háskólasjúkrahúss í sumar verði
heldur minni en undanfarin sum-
ur eða 13 prósent af mögulegum
legudögum. Á síðasta ári var hann
15 prósent og 16 prósent árið
2003, að því er fram kemur í upp-
lýsingum frá spítalanum.
Minni samdráttur verður á
öldrunarsviði nú heldur en undan-
gengin ár. Hann var 26 prósent
sumarið 2004 en er nú áætlaður 15
prósent. Einnig verður minni
samdráttur á skurðlækningasviði.
Hann var 28 prósent á síðasta ári
en er áætlaður 21 prósent í sumar.
Á lyflækningasviði I er áætlaður
meiri samdráttur í ár en undan-
farin sumur eða 14 prósent nú en
var 5 prósent sumarið 2004.
Ákveðið hefur verið að fjölga dag-
deildarrýmum á lyflækningasviði
I til að mæta, að hluta, meiri sam-
drætti í starfseminni í sumar.
„Það er skortur á hjúkrunar-
fræðingum og samdrátturinn er
einkum tilkominn af því að við
höfum ekki mann í manns stað,“
sagði Eydís Sveinbjarnardóttir,
starfandi hjúkrunarforstjóri á
LSH. Hún sagði að skýringin á
miklum samdrætti í starfsemi lyf-
læknissviðs I væri sú að þar yrðu
viðgerðir á húsnæðinu í sumar.
-jss
Stuðningsyfirlýsingar embættismanna:
Borgarkerfið notað til
stuðnings Ingibjörgu
STJÓRNMÁL „Afskipti æðstu emb-
ættismanna af innanflokksátök-
um í ákveðnum stjórnmálaflokki
með svona áberandi hætti hafa
ekki tíðkast til þessa,“ segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
Sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
vegna stuðningsyfirlýsingar
þriggja af æðstu embættismönn-
um borgarinnar, sviðsstjóranna
Láru Björnsdóttur og Gerðar G.
Óskarsdóttur auk Hildar Jóns-
dóttur jafnréttisráðgjafa, við
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í
formannskjöri Samfylkingar.
„Þarna er litla ljóta klíkan í
ráðhúsinu, eins og Helgi Hjörvar
kallaði hana, að nota sína aðstöðu
til stuðnings fyrrverandi borgar-
stjóra, segir Vilhjálmur. Hann
segir að þó fólki megi taka af-
stöðu verði æðstu embættismenn
að muna að þeir vinni fyrir alla
borgarfulltrúa og borgarbúa og
verði að kappkosta að njóta
trausts þeirra allra. Hann segist
þess fullviss að ef Sjálfstæðis-
maður í sömu stöðu beitti sér með
svipuðum hætti yrði hann kallað-
ur á teppið og dregið úr áhrifum
hans eins og kostur er. „Enginn
embættismaður þorir að tjá sig
nema vera í náðinni hjá ráðhús-
stjórninni.“ - bþg
Áfengisneysla ógnar
heilsu landans
Lýðheilsustofnun varar við auknu aðgengi almennings að áfengi þrátt
fyrir að nýleg könnun sýni að Íslendingar drekki mun minna af áfengi en
aðrar þjóðir Evrópu. Neysla ungs fólks er þó að aukast.
LÝÐHEILSUMÁL „Það sem er mesta
áhyggjuefnið eru þær hugmyndir
sem uppi eru um að auka aðgengi
að áfengum drykkjum,“ segir Rafn
M. Jónsson, verkefnisstjóri áfeng-
is og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð.
Niðurstöður könnunar um áfengis-
neyslu Íslendinga sem kynntar
voru í gær benda meðal annars til
að ungt fólki drekki oftar en áður
og meira magn í hvert sinn.
Sams konar könnun var gerð
fyrir fjórum árum og þrátt fyrir
að um frumniðurstöður sé að
ræða telja forsvarsmenn Lýð-
heilsustöðvar ljóst að vaxandi
áfengisneysla ógni lýðheilsu Ís-
lendinga. Fram kemur að þó að
fjöldi þeirra sem neyta áfengis
standi nokkuð í stað á þessu tíma-
bili hefur magnið aukist og sér-
staklega á það við um unga karl-
menn. Drekka þeir að meðaltali
tæpa tvo lítra af bjór meðan kon-
urnar láta 1.3 lítra duga í hvert
sinn. Bæði kyn hafa þó aukið
neysluna síðan 2001.
Hlutfall sterkra drykkja í
neyslumynstrinu heldur áfram að
minnka og fleiri drekka léttvín
eða bjór í staðinn. Þó ber að taka
fram að í þeim niðurstöðum sem
birtar voru eru ekki tölur yfir
drykkju heimabruggs né heldur
drykkju svokallaðra blandaðra
drykkja en slíkir drykkir eru afar
vinsælir meðal ungs fólks.
Ýmsir aðilar á borð við Sam-
tök verslunarinnar og Samtök
ferðaþjónustunnar hafa barist
fyrir auðveldara aðgengi og
lækkun gjalda á áfengi hér á
landi og segist Rafn hafa af því
vissar áhyggjur. „Þrátt fyrir að
hugmyndin sé ekki að vera með
neina forræðishyggju þá hefur
það ítrekað sýnt sig að auðveld-
ara aðgengi að áfengi, til að
mynda í matvöruverslunum, eyk-
ur neyslu þegar í stað og það
þrátt fyrir að eftirlit hafi verið
aukið til muna á sama tíma. Við
óttumst að hið sama verði hér
uppi á teningnum en aukinni
drykkju fylgir svo margt annað
óæskilegt eins og heilsukvillar,
ölvunarakstur og þar fram eftir
götunum.“
albert@frettabladid.is
Bætur vegna vinnuslyss:
Fékk rúma
milljón
DÓMSMÁL Grandi var í gær dæmdur
til að greiða 33 ára manni rúma
milljón ásamt vöxtum auk 250 þús-
und króna í málskostnað. Dómurinn
var kveðinn upp í Héraðsdómi
Reykjavíkur en málið höfðaði mað-
urinn á hendur Granda og Sjóva-Al-
mennum tryggingum.
Maðurinn krafðist tæplega 62
milljóna í bætur fyrir vinnuslys sem
hann varð fyrir við störf í einum
togara Granda í apríl árið 2002. Á
manninn hrapaði tómt fiskikar þar
sem hann var að störfum í lest skips-
ins. Varanleg örorka mannsins af
slysinu er talin 50 prósent og hann
framvegis ófær til starfa á sjó. - óká
Eiga allir þingmenn að upp-
lýsa um eigna- og hagsmuna-
tengsl sín?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að afnema fyrningu kynferð-
isbrota gegn börnum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
14%
86%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
flugfelag.is | 570 3075
Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er
heillandi heimur fyrir þá sem vilja njóta stórkost-
legrar náttúrufegurðar á sólríkum sumardögum.
Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til
gönguferða.
Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði
á Suður-Grænlandi, ferðamöguleika, skipulagðar
ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu
á www.flugfelag.is
Suður
Grænland
Narsarsuaq við Eiríksfjörð
í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (17. júní til 2. sept.),
á þriðjudögum og föstudögum.
Sumartilboð á netinu:
Frá aðeins 13.500 kr.*
flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað
er á netinu – takmarkaður sætafjöldi
Þessi auglýsing er styrkt af SAMIK - samstarfi Íslands
og Grænlands um ferðamál.
*Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
FL
U
2
82
05
04
/2
00
5
- paradís útivistarmannsins
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
„Mikil reiði og óánægja ríkir hjá fjölmörg-
um starfsmönnum borgarinnar vegna rugl-
ingslegra stjórnsýslubreytinga. Embættis-
menn þora ekki að tjá sig nema nema í
leyni við borgarfulltrúa þar sem óttast þeir
um stöðu sína.“
MEIRI DRYKKJA Í HVERT SINN
Karlmenn drekka að meðaltali 52 sinnum á ári en konur bragða áfengi 40 sinnum að
meðaltali á sama tímabili.
NEYSLA SÍÐUSTU ÁRA
Línuritið sýnir þróun drykkju síðustu árin en neysla bjórs og léttvína hefur aukist til muna
á kostnað sterkra drykkja.
LANDSPÍTALINN
Minni samdráttur verður á starfsemi spítal-
ans í sumar heldur en undangengin ár.