Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 34
Tískuvikunni á Indlandi lauk í Nýju-Delí í fyrradag. Tískan einkenndist af þjóðlegum og vestrænum áhrifum með mik- illi litadýrð. Hver veit nema Nýja-Delí skipi sér á næstu árum í raðir tískuhöfuðborga heimsins eins og New York og Parísar. Alls sýndi 61 hönnuð- ur listir sínar á tísku- pallinum og gætti þjóð- legra áhrifa í bland við strauma hins vestræna heims. Indland hefur lengi ver- ið þekkt á heimsvísu fyrir textílarfleifð sína en tíska í formi iðnaðar hefur enn ekki rutt sér til rúms og Nýja-Delí því ekki orðin ein af tísku- borgum heimsins. Þar til fyrir stuttu ein- beindu indverskir hönnuðir sér að hátísku og brúðar- klæðum en síðustu fimm árin hefur orðið breyting á og fólki í tískuiðnaði hefur fjölgað gríðarlega. Árið 1998 ákvað tísku- ráð Indlands, FDCI, að styrkja samband milli hönnuða í landinu og setja á laggirnar tísku- viku sem ætti að þjóna sem staður þar sem selj- endur og kaupendur í tískuiðnaðinum gætu haft samskipti. Stærsta tískuvikan fram til þessa var sú fimmta árið 2000, þar sem rúmlega fjögur hundruð kaupendur létu sjá sig, en vikan náði gríðarlega mikilli fjölmiðla- athygli. Verslanirnar Browns og Saks Fifth Avenue í Bandaríkjun- um sáu þar upprennandi hönnuði og fengu þá til liðs við sig. Árið 2004 var mikil breidd á tískuvikunni og sýndu hönnuðir annars vegar hátísku og hins vegar fatnað til daglegra nota sem hafði vantað á markaðinn. Í ár er þema vikunnar „Gangið til liðs við tískuhreyfinguna“ en allra augu beindust að hönnuðum eins og Sabyasachi Mukherjee, Rathore og Rohit Bal, sem eru þekktastir fyrir stílhreina hönnun sem heill- ar bæði Indverja og heimsbyggð- ina. Tískuvikan í fyrra skapaði við- skipti upp á 250 milljónir rúpíur, eða tæplega 363 milljónir ís- lenskra króna. Áætlað er að þau viðskipti aukist um 25 til 30 pró- sent á þessu ári en indversk tíska er vinsælust í Mið-Austurlöndum þar sem olíubarónar og aðrir auð- menn eyða gjarnan sem samsvar- ar tugum milljóna íslenskra króna á einum degi í tískuvarning. lilja@frettabladid.is 8 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Ný sending af fatnaði frá Opið mán-fös 11-18 laugardaga 12-16 Vertu þú sjálf – vertu Bella donna SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 30-50% afsláttur af völdum vörum Glæsilegt úrval af skartgripum Útsölunni er að ljúka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P„Gangið til liðs við tískuhreyfinguna“ Ashima-Leena sýndi einstaklega skemmti- lega hönnun úr fallegu indversku efni. Rohit Bal er einn sá besti í bransanum og sýndi það í vikunni. Það var mikið líf og fjör hjá fyrirsætunum á tískusýningu Arjun Khanna. Indland og Spánn í sömu sæng hjá Tarun Tahiliani. Þjóðlegt í þýðum litum frá Tarun Tahiliani.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.