Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 34
Tískuvikunni á Indlandi lauk í
Nýju-Delí í fyrradag. Tískan
einkenndist af þjóðlegum og
vestrænum áhrifum með mik-
illi litadýrð. Hver veit nema
Nýja-Delí skipi sér á
næstu árum í raðir
tískuhöfuðborga
heimsins eins og New
York og Parísar.
Alls sýndi 61 hönnuð-
ur listir sínar á tísku-
pallinum og gætti þjóð-
legra áhrifa í bland við
strauma hins vestræna
heims. Indland hefur lengi ver-
ið þekkt á heimsvísu fyrir
textílarfleifð sína en tíska í
formi iðnaðar hefur enn ekki
rutt sér til rúms og Nýja-Delí
því ekki orðin ein af tísku-
borgum heimsins.
Þar til fyrir stuttu ein-
beindu indverskir hönnuðir
sér að hátísku og brúðar-
klæðum en síðustu fimm
árin hefur orðið breyting á
og fólki í tískuiðnaði hefur
fjölgað gríðarlega.
Árið 1998 ákvað tísku-
ráð Indlands, FDCI, að
styrkja samband milli
hönnuða í landinu og
setja á laggirnar tísku-
viku sem ætti að þjóna
sem staður þar sem selj-
endur og kaupendur í
tískuiðnaðinum gætu
haft samskipti.
Stærsta tískuvikan
fram til þessa var sú
fimmta árið 2000, þar
sem rúmlega fjögur hundruð
kaupendur létu sjá sig, en vikan
náði gríðarlega mikilli fjölmiðla-
athygli. Verslanirnar Browns og
Saks Fifth Avenue í Bandaríkjun-
um sáu þar upprennandi hönnuði
og fengu þá til liðs við sig.
Árið 2004 var mikil breidd á
tískuvikunni og sýndu hönnuðir
annars vegar hátísku og hins
vegar fatnað til daglegra nota sem
hafði vantað á markaðinn. Í ár er
þema vikunnar „Gangið til liðs við
tískuhreyfinguna“ en allra augu
beindust að hönnuðum eins og
Sabyasachi Mukherjee, Rathore
og Rohit Bal, sem eru þekktastir
fyrir stílhreina hönnun sem heill-
ar bæði Indverja og heimsbyggð-
ina.
Tískuvikan í fyrra skapaði við-
skipti upp á 250 milljónir rúpíur,
eða tæplega 363 milljónir ís-
lenskra króna. Áætlað er að þau
viðskipti aukist um 25 til 30 pró-
sent á þessu ári en indversk tíska
er vinsælust í Mið-Austurlöndum
þar sem olíubarónar og aðrir auð-
menn eyða gjarnan sem samsvar-
ar tugum milljóna íslenskra króna
á einum degi í tískuvarning.
lilja@frettabladid.is
8 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR
Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is
Ný sending
af fatnaði
frá
Opið mán-fös 11-18
laugardaga 12-16
Vertu þú sjálf
– vertu Bella donna
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10
sími 561 1300
30-50% afsláttur
af völdum vörum
Glæsilegt úrval af
skartgripum
Útsölunni er að ljúka
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P„Gangið til liðs við
tískuhreyfinguna“
Ashima-Leena sýndi einstaklega skemmti-
lega hönnun úr fallegu indversku efni.
Rohit Bal er einn sá besti í bransanum og
sýndi það í vikunni.
Það var mikið líf og fjör hjá fyrirsætunum
á tískusýningu Arjun Khanna.
Indland og Spánn í sömu sæng hjá Tarun
Tahiliani.
Þjóðlegt í þýðum
litum frá Tarun
Tahiliani.