Fréttablaðið - 28.04.2005, Side 38

Fréttablaðið - 28.04.2005, Side 38
4 ■■■ { LANDBÚNAÐUR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■                            „Sveitalífið í Eyjafirði er gott,“ segir Gunnar Gíslason, forstöðumaður Vélatorgs við Glerártorg á Akureyri. Vélatorg er ungt fyrirtæki, stofnað árið 2003 gagngert til að taka við Caese-umboðinu. „Vélatorg er lítið fyrirtæki og boðleiðirnar því stuttar. Það gerir það að verkum að við erum í meiri nánd við viðskiptavini og suma þekkjum við persónulega,“ segir hann. „Viðskiptin hafa verið að aukast smátt og smátt en góðir hlutir gerast hægt.“ Þó fyrirtækið sé staðsett norður í landi veitir það þjónustu um allt land. Bændur geta pantað dráttar- vélar í gegnum síma og þær eru síðan fluttar landleiðina. „Við erum með viðskiptavini um allt land,“ segir Gunnar. Caese-dráttarvélarnar hafa hlotið góðar viðtökur enda segir hann þetta vera nýjar vélar byggðar á gömlum merg. „Þær hafa reynst vel og eru hagstæðu verði.“ Caese-dráttarvélarnar eru til í fjórum gerðum, frá 85 hestöflum til 190 hestafla. „Tvær eru fram- leiddar í Austurríki og svo fáum við vél frá Ítalíu og Bretlandi.“ Ending dráttarvéla er ekki um margt ólík endingartíma bíla en það fer allt eftir umhirðu. „Það eru Caese-vélar í notkun hér á landi sem voru framleiddar á átt- unda áratugnum. Bóndi sem er með sæmilega stórt bú er hins vegar að endurnýja aðalvélina sína á fimm ára fresti,“ segir Gunnar. „Ég hef áhuga á öllu mögulegu og þetta hentar mér ágætlega því hér er fullt af ögrandi verkefnum,“ segir Ingi- björg brosandi. Hún kennir viðskipta- og rekstrargreinar við skólann og stýr- ir tveimur kúrsum við ferðamálabraut- ina sem heita Framreiðsla og veitingar og Matur og menning. Auk þess vinn- ur hún að rannsóknarverkefni í hesta- tengdri ferðaþjónustu. Ingibjörg segir hrossaræktarbrautina standa á göml- um merg því tamning og þjálfun hesta hafi verið stór hluti af búfræðináminu sem var við lýði á Hólum til 1996. „Hrossaræktarbrautin er sívinsæl og alltaf þarf að vísa frá því aðstaðan tak- markar fjöldann,“ segir hún. Námið við brautina skiptist í þrjú ár og hvert ár gefur vissar gráður. Hestafræðingur og leiðbeinandi verður sá sem stenst próf fyrsta árs. FT prófið er tekið eftir annað árið. Það gefur réttindi inn í félag tamningamanna og eftir þriðja árið verða menn reiðkennarar og þjálf- arar. „Það getur verið ágætt að vinna við hestamennsku um tíma á milli annars og þriðja árs því það þarf dá- litla reynslu til að komast gegnum lokaáfangann,“ segir Ingibjörg. Fiskeldisbrautin er að mestu leyti á Sauðárkróki í nýju 1.500 fermetra húsnæði. „Mér skilst á þeim sem til þekkja að það sé stærsta og fjöl- breyttasta rannsóknarrými sem til sé í fiskeldi í heiminum,“ segir Ingi- björg stolt. Brautin útskrifar fisk- eldisfræðinga eftir eins árs nám og nú er að bætast við meira líffræði- tengt nám til BS-prófs. Svo er það ferðafræðinámið á Hólum, sem var það fyrsta sem kennt var á háskólastigi árið 1996. Nú er hægt að ljúka BA-námi í greininni. Staðar- varðanám er líka ein af nýjungunum. „Það er fyrir starfsfólk staða sem þarfnast umsjónar og leiðsagnar um,“ útskýrir Ingibjörg og nefnir Hóla, Gásir og hin ýmsu minjasöfn sem dæmi um slíka staði. Af ferðamála- braut útskrifast fólk með diplóma í ferðamálum dreifbýlis og fær land- varðaréttindi líka. „Það þarf fullt af landvörðum til starfa yfir sumarið,“ bendir Ingibjörg á. „Þjóðgörðum er að fjölga og það er aukinn áhugi á umhverfismálum meðal þjóðarinnar. Hún segir marga læra ferðafræðina í fjarnámi og vinna ýmis verkefni út frá sinni eigin ferðaþjónustu. „Þá fær fólk álit sérfræðinga á því hvað það er að gera vel og hvað mætti bæta og þetta hefur mörgum þótt góð leið til að taka eigið fyrirtæki í gegn. Svo er líka þroskandi fyrir okkur kennarana að kynnast þessu,“ segir hún að lokum. gun@frettabladid.is Caese-dráttarvélarnar eru til í fjórum gerðum og því ættu allir bændur að finna eitthvað við sitt hæfi. Lítið en persónu- legt fyrirtæki Ending dráttarvéla er í kringum fimm ár en það veltur að sjálfsögðu á umhirðu. Þau Sara Arnbro, Ísólfur Líndal, Birna Tryggvadóttir og Filippa Motan eru öll á þriðja ári hrossaræktarbrautar og eru því verðandi reiðkennarar. Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal stendur á gömlum merg en er í stöðugri þróun. Fagnám á gömlu frægðarsetri Margur bóndinn hefur sótt menntun sína heim að Hólum. Þar skiptist kennslan nú í þrjár brautir: hrossarækt, fiskeldi og ferðamál í dreifbýli. Ingibjörg Sigurðardóttir í Víðinesi í Hjaltadal starfar bæði við kennslu og rannsóknir á Hólum. „Hrossaræktarbrautin er sívinsæl og alltaf þarf að vísa frá því aðstaðan tak- markar fjöldann.“ Ingibjörg þekkir bæði hvernig er að vera nemandi og kennari á Hólum auk þess sem hún veitti mötuneytinu forstöðu um tíma.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.