Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 13

Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2005 FLUTNINGUR Undanfarna daga hafa tvær stórar rússneskar fragtflug- vélar verið í tíðum ferðum til og frá Akureyrarflugvelli. Friðrik Adolfs- son, deildarstjóri hjá Flugfélagi Ís- lands, segir að vélarnar séu af Ant- onov 12 gerð og hafi upphaflega verið smíðaðar fyrir rússneska her- inn. „Vélarnar eru að flytja þrjá bora og mikinn búnað frá Akureyri til Meistaravíkur á Grænlandi fyrir kanadískt málmleitarfyrirtæki. Samtals eru þetta um 400 tonn og við reiknum með að vélarnar fari um 30 ferðir frá Akureyri.” Búnaðurinn er fluttur landleið- ina frá Reykjavík til Akureyrar en Friðrik segir að það sé hag- kvæmara en að fljúga frá Reykja- vík til Grænlands, því flugtíminn frá Akureyri sé hálfri klukkustund styttri. „Ef tíðarfar verður okkur hag- stætt reiknum við með að ljúka þessum flutningum 12. maí. Flug- völlurinn á Grænlandi er malar- völlur og hann er að byrja að þiðna en ef völlurinn er of blautur geta vélarnar ekki lent,” segir Friðrik. - kk Rússneskar fragtflugvélar á Akureyrarflugvelli: Flytja 400 tonn til Grænlands LENT Á AKUREYRARFLUGVELLI Vélar af Antonov 12 gerð bera allt að 13 tonn en sjö manns eru í áhöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.