Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 16
16 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Lítill skóli með stórt hjarta Tjarnarskóli hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt á föstudag. Róðurinn hefur verið þungur fjárhags- lega síðustu ár en bjart- ari tímar eru framundan fyrir einkarekna skóla. Fyrir tuttugu árum stofnuðu tvær bráðungar kennslukonur, Margrét Theodórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir, einkaskóla og nefndu hann eftir tjörninni sem hann stendur við. „Okkur langaði til að stofna skóla þar sem meira væri hlúð að hverjum og einum,“ segir Margrét sem er skólastjóri Tjarnarskóla enn í dag en María hefur nýverið dregið sig í hlé. Þær kenndu báðar í stórum unglingaskóla og söknuðu þess að hafa ekki meira af krökkunum að segja auk þess sem þeim fannst margt brenna á unglingunum sem laut að þessu stóra þroskaskeiði. Margrét segir fjárhagslegan róður skólans hafa verið erfiðan síðustu ár. Hins vegar finnist henni gæta töluverðrar viðhorfs- breytingar hjá borgaryfirvöldum og nágrannasveitarfélögum. Auk- inn skilningur sé á því að skólaflóran þurfi að vera fjöl- breytileg. Skemmst er að minnast að Reykjavíkurborg ákvað að hækka rekstrarframlag á hvern nemanda í einkaskólum um 25 prósent. „Það hleypir kappi í kinn,“ segir Margrét og bætir við að Tjarnarskóli sé lítill unglinga- skóli með rólegu og yndislegu yf- irbragði, en einkunnarorð skólans eru „Allir eru einstakir“ og „Tjarnarskóli er lítill skóli með stórt hjarta.“ Margrét segir margt hafa breyst á starfstíma skólans. „Við erum mjög stoltar af því að okkar hugmyndir hafa smám saman sí- ast inn í almenna skólakerfið,“ segir Margrét en Tjarnarskóli hefur kennt mannrækt og boðið upp á heimanám frá upphafi. Hún segir að kennarar í skólan- um bindist krökkunum sterkari böndum en gerist í venjulegum skóla. Þá haldi nemendurnir sam- bandi, sendi jólakort og kíki í heimsókn. „Okkur finnst þetta hafa verið ómetanlegur tími. Það gefur manni gildi að vinna með svona ungu fólki og heldur manni síung- um,“ segir Margrét sem er ánægð með hve margir fyrrverandi nem- endur og foreldrar litu inn eða sendu skeyti á afmælisdegi skól- ans. solveig@frettabladid.is Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar efna til sumarfagnaðar í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 4. maí. Dagskráin hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Á fjölbreyttri skemmtidagskrá koma m.a. fram: • Jóhann Friðgeir Valdimarsson • Vox femine undir stjórn Margrétar Pálmadóttur • Halldóra Geirharðsdóttir • Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð • Tómas R. Einarsson og Havanabandið • Slagverkshópurinn Parabóla Ávörp flytja: • Halldór Guðmundsson, rithöfundur • Margrét Gauja Magnúsdóttir, háskólanemi • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kynnar: • Jóhanna Vigdís Arnardóttir • Árni Gunnarsson Að lokinni skemmtidagskrá verður húsið opið áfram til kl. 23.30. Við vonumst til að sem flestir komi og eigi með okkur skemmtilega kvöldstund. S U M A R F A G N A Ð U R Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar 4. maí 1.307 ÍSLENDINGAR, FJÖRUTÍU ÁRA OG ELDRI, STUNDA NÁM Á FRAM- HALDSSKÓLASTIGI. Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ Í lok árs 2003 voru fimm þúsund manns án heimilislæknis í Reykja- vík og nágrenni. Flestir þeirra bjuggu í Vogahverfinu í Reykjavík en ætlunin var að reisa þar heilsu- gæslu í lok árs 2004. Vandinn er enn óleystur þar sem tæplega fjög- ur þúsund manns voru enn án heimilislæknis í nóvember síðast- liðnum. Hins vegar segir Guð- mundur Einarsson, forstjóri Heilsu- gæslunnar í Reykjavík, tölur um þá sem eru án heimilislæknis óná- kvæmar. Ástandið standi allt til bóta þegar hin langþráða heilsu- gæslustöð fyrir Vogahverfi opnar í Glæsibæ í haust. Þá hafi ný heilsu- gæslustöð opnað í Kópavogi snemma árs 2004 og ætlunin sé að opna heilsugæslu í Hafnarfirði á þessu ári. Guðmundur telur því að í haust geti allir íbúar Stór-Reykjavíkur- svæðisins verið með eiginn heim- ilislækni. Hins vegar sé ólíklegt að allir geti verið með heimilislækni í sínu hverfi. Til dæmis séu heilsu- gæslur í Árbæ og víðar orðnar of litlar. Hann vonast þó til að hægt verði að stækka við heilsugæsluna í Árbænum áður en líður á löngu. Í öðrum fréttum segir Guðmundur að opnuð hafi verið upplýsinga- miðstöð fyrir þá sem ekki viti hvert þeir eigi að snú sér í heil- brigðiskerfinu. Upplýsingar verða veittar í gegnum síma og er núm- erið 1700. Ástandið enn slæmt EFTIRMÁL: LÆKNASKORTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU VERÐLAUNUM HAMPAÐ Grétar Ingi og bróðir hans, sem lék undir á gítar, hampa hér farandbikar Söngvarakeppni fyrirtækja í Ölfusi. SÖNGVARAKEPPNI Í ÞORLÁKSHÖFN: Máninn vann Starfsmaður pizzahússins Mán- ans bar sigur úr býtum í Söngv- arakeppni fyrirtækja í Ölfusi sem haldið var á stútfullu Ráð- húskaffi í Þorlákshöfn á laugar- dag. Um 300 gestir lögðu leið sína á kaffihúsið til að hlýða á kepp- endurna og má það teljast nokk- uð gott hlutfall af hinum 1400 manna bæ. Jóhannes Bjarnason sem rekur Ráðhúskaffi segist alls ekki hafa búist við slíkri mætingu og allar líkur séu á að keppnin verði haldin aftur. Segja má að Grétar Ingi stigi með þessu sín fyrstu skref til frægðar þar sem verðlaunin voru stúdíótímar í Tónkjallaranum í Þorlákshöfn. Í öðru sæti var starfsmaður Frostfisks, Alexand- er Axel Andrésson ættaður frá Filipseyjum, sem heillaði með tónmikilli rödd sem hann þandi í kraftmiklum ballöðum. Þriðja sætið hrepptu vaskir drengir frá Rafgulli rafverkstæði sem spil- uðu og sungu á gítara, bongó- trommur, tómar bjórdósir og skeiðar. sumar gjafir skipta öll börn máli! BEÐIÐ EFTIR LÆKNINUM Ný heilsugæslustöð var opn- uð í Salahverfi í Kópavogi á síðasta ári. AFMÆLI Á TJARNARBAKKANUM Tuttugu ára afmæli Tjarnarskóla var fagnað með við- eigandi hætti á föstudag. Gestum og gangandi var boðið upp á pylsu og gos og þáði fjöldi borgarbúa boðið í blíðunni sem þá ríkti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.