Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 4. maí, 124. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.49 13.24 22.02 AKUREYRI 4.20 13.09 22.01 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Nemendur á fyrsta ári hrossaræktar- brautar á Hólum ljúka prófum í þess- ari viku. Meðal þeirra er Guðrún Rut Hreiðarsdóttir úr Reykjavík. „Ég var búin að vera á leiðinni að Hólum í tíu ár og nú loksins lét ég verða af því. Það er eitt það besta sem fyrir mig hefur kom- ið,“ segir Guðrún Rut og býr sig undir að taka hestagullið Þokkabót frá Hólum til kostanna. Guðrún Rut er úr Reykjavík og er með börn sín tvö á Hólum, níu ára dóttur og sjö ára dreng. „Ég varð ólétt að dóttur- inni einmitt um það leyti sem ég ætlaði að drífa mig í bændaskólann. Þess vegna frestaðist það,“ segir hún hlæjandi. Hún segir mjög gott að vera með börn á Hólum og ber lof á grunnskólann þar. Hennar eigið nám segir hún afar lærdóms- ríkt líka. En hvenær smitaðist hún af hesta- bakteríunni? „Hún hefur blundað í mér frá því ég var krakki. Ég fór fyrst á bak þegar ég var þriggja ára. Það var á Hofsstöðum á Mýrum þar sem ég var síðar í sveit hjá langömmu minni og hún gaf mér fyrsta hestinn í fermingargjöf. Þá átti ég heima á Seltjarnarnesi og hélt hesta í Ráðagerði. Svo er ég búin að starfa við hestamennsku undanfarin sex ár, í Laxnesi, hjá Íshestum og við tamningar í Mosfellsbæ.“ Guðrún Rut er búin að skrá sig í áfram- haldandi nám á Hólum næsta vetur og ætl- ar að vinna þar í sumar við tamningar og fleira. „Ég nældi mér í kærasta hér í ná- grenninu sem er hestamaður líka,“ segir hún brosandi og bendir innar í Hjaltadal- inn. Hann býr þarna inni á Hvammi.“ gun@frettabladid.is Var í tíu ár á leiðinni til Hóla nam@frettabladid.is Vorsýning kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 8. maí klukkan 12 til 17 í Snælands- skóla við Furugrund. Á sýning- unni verður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri. Nemend- ur sýna til dæmis bók- band, búta- saum, leir- mótun, fata- saum, frí- stundamál- un, glerlist, hurðakransa úr birki og íkona. Námskeið í skjalastjórnun verður haldið 23. og 24. maí í Hamraborg 10, annarri hæð, í kennslusal Kven- félags Kópavogs. Kennt er frá 13 til 16.30 báða dagana. Leið- beinandi á námskeiðinu er Sig- mar Þormar, framkvæmdastjóri Skipulags og skjala ehf. Skrán- ing fer fram á tölvupóstfanginu stjornandinn@stjornandinn.is. Námskeiðsgjald er þrjátíu þúsund krónur en námskeiðsgögn ásamt kaffi báða dagana og meðlæti eru innifalin í námskeiðsgjaldinu. Námskeið í notkun á matstækinu Sensory Profile verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands mánudaginn 6. og þriðjudaginn 7. júní. Kennari á námskeiðinu er Winnie Dunn, iðjuþjálfi og prófessor við háskólann í Kansas í Bandaríkjunum. Matstækið er markbundið og er tilgangur með notkun þess að meta hvernig einstaklingurinn túlkar og vinnur úr skynáreitum í sínu umhverfi og áhrif þess á færni við daglega iðju. Skráningarfrestur er til 9. maí en verð er 25.500 krónur. Guðrún Rut með hryssuna Þokkabót frá Hólum Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BÖRN FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég hélt að ég kynni þetta alveg. Mamma er allavega alltaf glöð þegar ég kyssi hana! Ræktun sumarbústaðalóða BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að taka upp rafræna innritun í fram- haldsskólum. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla nú í vor munu sækja um á netinu. Aðrir umsækjendur sækja um á eyðublaði sem sent er útfyllt til viðkomandi skóla ásamt afritum af einkunum úr fyrra námi. Ráðuneytið telur að rafræn innritun muni auðvelda framhaldsskólunum að hafa yfirsýn yfir eftirspurn eftir skólum og námsbrautum. Forráðamenn nemenda í 10. bekk munu fá bréf frá ráðuneytinu fyrri hluta maímánaðar þar sem fyrirkomulag innritunarinnar verður kynnt nánar. Að- koma foreldra/forráðamanna ólögráða unglinga er skilyrði fyrir skráningu þeirra til náms í framhaldsskóla. Nemendur 10. bekkjar fá lykilorð sem veitir þeim persónulegan aðgang að innritun á netinu ásamt leiðbeiningum um hvernig sækja skal um. Um- sóknarkerfið verður opnað um miðjan maí og verður opið til 14. júní. Á þeim tíma geta umsækjendur hvenær sem er unnið með umsóknir sínar og breytt vali á skóla og námsbraut. Á miðnætti þann 14. júní lýkur um- sóknarfresti og skólarnir hefja úrvinnslu umsókna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N . Nemendur sem ljúka grunnskólaprófi í vor munu skrá sig í framhalds- skóla á netinu. Myndin er tekin í Háteigsskóla. NÝIR NEMAR INNRITA SIG Á NETINU Aðsókn að framhaldsskólum landsins hefur aukist jafnt og þétt og nú er svo komið að síðasta haust hófu 93% sextán ára unglinga fram- haldsskólanám. Listin að kyssa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.