Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 25
3MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2005 „Eitt af þeim tækjum sem við höfum til að skilja betur líðan okkar er alltaf með okkur. Það er öndunin,“ segir Guðrún Arnalds sem stendur fyrir nám- skeiðinu í Lótus Jógasetrinu í Borgartúni 20. Það hefst á föstudagskvöldið kl. 19 og stendur til sunnudagskvölds. En hvað er líföndun? Guðrún svarar því. „Líföndun er leið til að losa um spennu og finna hvað er að gerast innra með okkur. Nú er vorið komið en sumir eru dálítið seinni að vakna af vetrardvalan- um en blómin og trén. Það getur verið vegna uppsafnaðra tilfinninga sem við náðum ekki að vinna úr eða streitu eftir langvarandi álag. Þá er mjög gott að kunna leiðir til að tengjast sjálfum sér og þegar við öndum meðvitað þá erum við meðvitaðri um líðan okkar og hugsanir.“ Guðrún segir Kundalini jóga byggt á aldagamalli þekkingu og vera mjög mark- visst tæki sem hjálpi okkur að vakna til meðvitundar um æðri vitund. „Verald- leg velgengni er ekki allt og veitir okkur ekki fullnægju nema við kunnum að njóta lífsins, sættast við það eins og það er og gefa okkur tíma til að rækta andann,“ segir hún að lokum. Guðrún segir eitt djúpt andartak geta breytt heilmiklu. Að rækta andann og upplifa vorið NÁMSKEIÐ Í LÍFÖNDUN OG KUNDALINI JÓGA VERÐUR HALDIÐ UM NÆSTU HELGI FYRIR ÞÁ SEM VILJA TENGJAST SJÁLFUM SÉR OG UPPLIFA VORIÐ INNRA MEÐ SÉR. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Dans hefur aldrei verið vin- sælli en einmitt nú um helg- ina 7. og 8. maí verður haldið dansnámskeið í Contempor- ary Urban dansi í Kramhús- inu. Námskeiðið er sett upp af Evu Rós Guðmundsdóttur og er hluti af verkefni hennar fyrir kúrs sem heitir Negoti- ated Studies en hún er við dansnám í De Montfort há- skólanum í Bretlandi. Á námskeiðinu verður kennd ný stefna þar sem blandað er saman hip hop, street og jazz funk með hefðbundnum dansi við nútíma tónlist. „Ég veit ekki hvort ég hef einhvern tímann séð einhvern blanda þessum stílum saman, sem sagt Contemporary og Urban. Þetta eru uppáhaldsstílarnir mínir og ég hef áhuga á að prófa eitthvað nýtt. Ég held að þessir stílar séu ekki til á sjónvarpsstöðvum eins og MTV þó að sum sporin eða hreyf- ingarnar séu líkar og það sem sést þar,“ segir Eva Rós. Eva Rós er 23 ára en hún hefur verið að dansa síðan hún var fjög- urra ára. „Ég byrjaði að læra dans hjá Eddu Scheving þegar ég var fjögurra ára og var þar í ballett í fjögur ár. Svo var ég í jazzballett hjá Sóleyju í nokkur ár og með því í fimleikum hjá Gerplu. Ég flutti til Þýskalands þegar ég var ellefu ára og var þar fyrst hjá mömmu minni, Þorgerði Gunnarsdóttur, í danstím- um þar sem hún er líka lærður dansari og var að kenna þar í nokk- ur ár,“ segir Eva Rós sem hefur sótt danstíma í Ameríku, Þýska- landi og Englandi og lært ýmsa stíla síðan hún var lítil stelpa. Eva Rós fylgist líka vel með því sem er að gerast í dansheiminum eins og danskennarar þurfa að gera. „Í gegnum háskólanum þarf ég alltaf að vera að fylgjast með dansheiminum og kennararnir benda okkur á það sem er að gerast í bransanum. Annars fer ég líka oft á netið að leita að danskúrsum. Hluti af náminu er að læra um danshöfunda og dansverk. Við þurfum að lesa mikið af danstíma- ritum, dansbókum og horfa á víd- eó,“ segir Eva Rós sem er fullviss um að allir geti dansað. „Eitt sem við erum að læra í háskólanum er Alexander-tækni. Þar lærum við um samhæfingu, jafnvægi og að nota líkamann. Ég held ef maður lærir að nota líkamann rétt þá geti maður lært að dansa. Ég vil að fólk geti tekið þátt í tímum hjá mér og sé alltaf meðvitað um það sem það er að gera til að koma í veg fyrir meiðsli. Ég vil að fólk sé opið fyrir nýjungum og sé tilbúið að gera eitt- hvað skapandi. Ég vona að fólk komi á námskeiðið með opinn huga og tilbúið að prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikinn áhuga á dansi þar sem tveir eða fleiri búa til dans saman og ég vil kynna það á námskeið- inu.“ Kennt verður í tveimur hópum á námskeiðinu; annars vegar í yngri hópi fyrir fólk með litla dans- reynslu og hins vegar fyrir eldra fólk og lengra komið. Hvor hópur fær fimm til sex tíma kennslu. Verð er 4.500 krónur fyrir nemendur Kramhússins en 5.500 krónur fyrir aðra en námskeiðið er að sjálf- sögðu opið öllum. Eva Rós er nú við nám í dansi í Englandi. Vonar að fólk komi í tíma með opinn huga Eva Rós hefur verið að dansa síðan hún var fjögurra ára gömul.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.