Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 26
Sögusamkeppni
SAFT hafin
KRAKKAR Á ALDRINUM 9 TIL 16
ÁRA ERU HVATTIR TIL AÐ SENDA
INN SÖGU.
Sögusamkeppni SAFT stendur nú yfir
og er síðasti skiladagur 17. maí
næstkomandi. Keppt er í tveimur
aldurshópum, 9 til 12 ára og 13 til
16 ára. Keppendum er boðið í
„ferðalag á netinu“ þar sem ferðafé-
lagarnir eru hundurinn Alpha ásamst
netverði og stelpu sem heitir Mata.
Þau elska ævintýri og eru krakkarnir
beðnir að skrifa sögu þeirra. Hægt er
að kynna sér keppnisreglurnar á
heimasíðu saft.is en þess má geta
að vegleg verðlaun verða veitt fyrir
bestu sögurnar.
SAFT stendur fyrir „Samfélag, fjöl-
skyldu og tækni“ og er vakningar-
átak um örugga netnotkun barna og
unglinga.
Augu
Augu nýfæddra barna geta ekki framleitt tár fyrr en börnin
eru á milli þriggja og sex vikna gömul.[ ]
Laugavegi 51 • s: 552 2201
Falleg föt
á konur og börn
Opið á laugardaginn til kl 17
Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Hjá okkur fáið þið falleg rimlarúm í úrvali fyrir börnin.
RIMLARÚM Í ÚRVALI
Smáralind
Flott föt
fyrir
flotta
krakka
www.adams.is
Fátækt barn í dag
verður fátækt foreldri
Lára Björnsdóttir segir mikil-
vægt að útrýma barnafátækt
á Íslandi, því ef búið er vel
um börnin verði þau yfirleitt
vel sett á efri árum. Börn fá-
tækra foreldra verða yfirleitt
fátæk á efri árum og því
nauðsynlegt að rjúfa víta-
hringinn.
„Fátækt barn í dag verður fátækt
foreldri framtíðarinnar og þess
vegna er mikilvægt að vinna að
því að útrýma barnafátækt,“ seg-
ir Lára
Björnsdóttir,
s v i ð s s t j ó r i
v e l f e r ð a r -
sviðs Reykja-
víkurborgar.
H u g t a k i ð
barnafátækt
er frekar nýtt
af nálinni en
er farið að
vekja athygli
víða um heim.
Aðeins þrjú
lönd í heimin-
um eru talin
hafa útrýmt
barnafátækt, en það eru Dan-
mörk, Noregur og Svíþjóð og seg-
ir Lára mikilvægt að við reynum
að feta í fótspor þeirra.
„Ef fólk ætlar að tryggja eftir-
launastöðu þá þarf að hugsa fyrst
um börnin. Framfærsla aldraða
er kostnaðarsöm og þótt það sé
ekki áhugavert að vera alltaf að
velta kostnaði fyrir sér, er það
eitthvað sem við þurfum ekki að
hafa áhyggjur af sé búið vel um
fólk í bernsku,“ segir Lára og
bætir við að börn sem búið er vel
að í æsku séu yfirleitt betur sett
síðar á ævinni.
„Við höfum séð það hjá okkur
að besta leiðin til að útrýma
barnafátækt sé með fjárfestingu í
mæðrum barnanna og þá einkum
þeim sem eru fátækar og lítið
menntaðar, en það hefur sýnt sig
að það ber mestan ávöxt,“ segir
Lára en hún hefur ásamt sam-
starfsfólki sínu verið að vinna í
þeim málum, til dæmis með því
að veita konum námsaðstoð með
því að hjálpa þeim í nám upp að
lánshæfu námi.
„Við veitum nokkrum hópum
þessa námsaðstoð og sjálfstyrk-
ingu og höfum meðal annars lagt
áherslu á að hjálpa einstæðum
mæðrum sem eru ómenntaðar og
eiga í fjárhagslegum og jafnvel
félagslegum vanda,“ segir Lára.
Námsaðstoðin breytir gífurlega
miklu í lífi þessara kvenna, en
margar þeirra eiga annars á
hættu að verða öryrkjar fyrir lífs-
tíð þar sem vonleysið yfirbugar
þær.
„Verkefnið hefur verið gífur-
lega spennandi og árangursríkt til
að koma þeim af stað. Þær upp-
götva á þessum tíma að ef þær
halda þetta út þá geta þær fengið
aukið sjálfstraust,“ segir Lára og
tekur fram að það sé ofboðslega
gaman að fylgjast með konunum
og sjá hvernig þær breytast til
hins betra.
„Þetta er hluti af því að fjár-
festa í mannauðnum sem annars
fer til spillis ef ekkert er að gert,
og auk þess er það mikill ávinn-
ingur að þetta flyst yfir á börnin,“
segir Lára. kristineva@frettabladid.is
Lára Björnsdóttir.
Hressir krakkar leika sér í Nauthólsvík. Myndin er úr safni.
Saumagalleríið
jbj flytur úr
miðbænum
Jóna Björg Jónasdóttir hefur rekið
Saumagallerí jbj í nær 20 ár. Hér
er hún ásamt dóttur sinni Guð-
rúnu Rögnu Yngvarsdóttur sem
aðstoðar við reksturinn.
Saumagallerí jbj hefur opnað versl-
un í Kópavoginum og er með því
verið að flytja hönnun, framleiðslu
og sölu undir sama þak en verslunin
var áður að Laugavegi 8. Í verslun-
inni er seldur handgerður og vand-
aður barnafatnaður fyrir börn upp
að 4 ára aldri auk ungbarnasundfata
og fatnaðar fyrir fyrirbura.
Jóna Björg Jónasdóttir sem rekur
saumagalleríið hannar öll fötin sjálf
og leitast hún við að nota aðeins
mjúk efni og ekkert sem veldur of-
næmi eða óþægindum. Sundfötin
hannaði hún í samastarfi við sund-
kennara og hefur Útilíf nú ákveðið
að taka sundfötin til sölu í verslun-
um sínum. Rammagerðin hefur
einnig sýnt framleiðslu Saumagaller-
ísins jbj áhuga og ætlar að selja svo-
kallaða ferðamannalínu frá
Saumagalleríinu jbj. Nýja verslunin
er staðsett við Skólagerði 5 í Kópa-
vogi og hægt er að skoða vöruúrval-
ið á www.islanda.is/jbj á netinu.
Börn sýna hvað í þeim býr
SÝNINGUNNI ÚLFASTUBBI LÝKUR Í RÁÐHÚSINU NÆSTKOMANDI FÖSTUDAG.
Sýningin Úlfastubbur er framtak
leikskólans Sæborgar í Reykja-
vík. Verkin á sýningunni voru
unnin eftir uppeldisstefnu sem
kennd er við borgina Reggio
Emilia á Norður-Ítalíu og felur í
sér að lögð er áhersla á skap-
andi starf með börnum.
Helstu einkenni stefnunnar er
sýnin á einstaklinginn og að
hann hafi mikið fram að færa.
Kennarinn fylgist með vinnunni
og skráir niður hugmyndir og
hvetur barnið áfram og fær
barnið því tækifæri til að kafa
djúpt í efnið.
Verkin á sýningunni eru að
mestu unnin úr endurvinnan-
legu efni og sýnir hún vel
barnamenningu á Íslandi eins
og hún gerist best.
Leiðsögn um sýninguna er virka
daga á milli klukkan 10.00 og
14.30. Listmunir barnanna eru litríkir og fallegir.
Jóna Björg Jónasdóttir hefur rekið
Saumagallerí jbj í nær 20 ár.