Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 35
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 7
Ú T L Ö N D
Danska konungsfjölskyldan tap-
aði 185 milljónum íslenskra
króna í fyrra. Stærsti útgjalda-
liðurinn var brúðkaup krón-
prinsins og hinnar áströlsku
Mary Donaldson. Tekjur kon-
ungsfjölskyldunnar koma að
langstærstum hluta frá ríkinu
og kostaði konungsfjölskyldan
Dani hátt í 900 milljónir íslenska
króna á síðustu níu mánuðum
ársins.
Annar kostnaður sem talinn
er til er viðhaldskostnaður á
Fredensborgarhöllinni sem og
nýr bíll krónprinsins.
Í dönskum fjölmiðlun er
spurt að því hvort konungsfjöl-
skyldan sé peningana virði.
Er þetta í fyrsta skipti sem
konungsfjölskyldan birtir árs-
reikning sinn en hann nær að-
eins yfir níu mánuði ársins því
að rekstrarárinu hefur verið
breytt. Rekstrarárið er nú al-
manaksárið. Ársreikningurinn
er prýddur margvíslegum upp-
lýsingum um konungsfjölskyld-
una og með myndum af fjöl-
skyldunni og helstu starfsemi
líkt og um venjulegt fyrirtæki sé
að ræða. Uppgjöri konungsfjöl-
skyldunnar er skipt í tvennt,
annars vegar í rekstur krón-
prinsins og hins vegar í rekstur
konungsfjölskyldunar. - dh
Tap á rekstri konungsfjölskyldunnar
Kostar danska
ríkið hátt í milljarð
BRÚÐHJÓNIN Mary Donaldson og Friðrik krónprins Dana.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/N
or
di
cP
ho
to
s/
G
et
ty
Im
ag
es
USA Today
í flestum
eintökum
USA Today er það dagblað í
Bandaríkjunum sem hefur hvað
mesta útbreiðslu. Í lok síðasta
mánaðar hafði meðalupplag
blaðsins verið 2,3 milljón eintök
síðastliðna sex mánuði. Þar á eft-
ir er The Wall Street Journal
mest lesið og hafa þessi tvö blöð
yfirburði hvað varðar daglega
dreifingu.
Í þriðja sæti er New York
Times með rúmlega milljón ein-
tök að meðaltali í hverju upplagi.
Önnur blöð eru prentuð í færri
eintökum.
Samdráttur í dreifingu dag-
blaða í Bandaríkjunum var 1,9
prósent yfir sex mánaða tímabil.
Er það einn mesti samdráttur
undanfarin ár. – bg
1. USA Today 2.300
2. The Wall Street Journal 2.100
3. The New York Times 1.100
4. Los Angeles Times 908
5. The Washington Post 752
6. New York Daily News 736
7. New York Post 678
8. Chicago Tribune 574
9. Houston Chronicle 528
10. San Francisco Chronicle 469
*Í þúsundum eintaka
T Í U S T Æ R S T U D A G B L Ö Ð
B A N D A R Í K J A N N A *
Barist um
háloftin
Hörð barátta Boeing
og Airbus.
Helstu framleiðendur farþega-
flugvéla í heiminum, evrópska
Airbus fyrirtækið, og bandaríska
fyrirtækið Boeing, standa nú í
hatrammri bar-
áttu um við-
skipti við flug-
félög heims.
Í síðustu
viku tókst A380 vélin, stærsta
farþegaflugvél heims, á loft í
fyrsta sinn. Á sama tíma til-
kynnti Boeing um þrjár risastór-
ar vélapantanir. Boeing hefur
lagt áherslu á að framleiða lang-
drægar vélar á meðan Airbus
veðjar á að á næstu áratugum
verði meiri þörf á vélum sem
taka mikinn fjölda farþega.
Ljóst er að bæði félög hafa
lagt í miklar fjárfestingar og öllu
er tjaldað til í því skyni að selja
sem flestar pantanir.
Í nýjasta tölublaði Economist
segir að þrjár stjórar pantanir á
nýjustu vélum Boeing ættu að
vekja ugg hjá stjórnendum Air-
bus enda eru Boeing pantanirnar
frá fyrirtækjum sem hingað til
hafi valið Airbus. - þk
Statoil:
65 prósent í skatt
Norski olíurisinn Statoil hagn-
aðist um 200 milljarða króna
fyrir skatta á fyrstu þremur
mánuðum ársins. Hagnaður
tímabilsins eftir skatta var um
68 milljarðar króna og jókst um
44 prósent frá sama tíma í
fyrra. Félagið greiðir um 130
milljarða í skatta til norska
ríksins. Meginástæða góðrar af-
komu er hátt heimsmarkaðs-
verð á eldsneyti.
Norska ríkið er langstærsti
eigandi Statoil með 70 prósenta
hlut. Hlutabréf Statoil hækkuðu
við tíðindin, enda var uppgjörið
betra en búist var við. - eþa