Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 44
Á undanförnum misserum hafa
afskráningar fyrirtækja af hluta-
bréfamarkaði verið áberandi í
fréttum. Fyrirsagnir eins og
„Flóttinn úr Kauphöllinni“ hafa
vakið upp ýmsar spurningar sem
fróðlegt væri að staldra aðeins
við. Hvernig hefur íslenskur
hlutabréfamarkaður þróast og
hvernig stendur hann í dag?
Saga íslensks hlutabréfamark-
aðar er stutt, en árið 1990 voru
fyrstu hlutabréfin skráð. Til
gamans má geta þess að sænski
hlutabréfamarkaðurinn á sér um
150 ára sögu. Skráningar fyrir-
tækja á markað fóru fremur
hægt af stað en í árslok 1996
höfðu alls 32 fyrirtæki verið
skráð. Fjöldi skráðra félaga jókst
síðan jafnt og þétt og voru félög-
in orðin 75 í lok ársins 1999. Árið
2000 gerðist það í fyrsta sinn að
félögum fjölgaði ekki, þrátt fyrir
nýskráningar, þar sem nokkuð
var um sameiningar fyrirtækja.
Sú þróun hélt áfram en einnig má
rekja afskráningar af markaði til
yfirtöku stórra hluthafa. Í dag er
31 félag skráð á innlendum hluta-
bréfamarkaði. Fjöldi félaga á
markaði segir þó ekki nema hálfa
söguna. Verðmæti þessara félaga
gefur gleggri mynd af stöðu
markaðarins. Heildarmark-
aðsvirði félaganna í árslok 1999
þegar 75 félög voru skráð var 370
milljónir á meðan verðmæti fé-
laganna 31 sem skráð eru í dag er
1.337 milljarðar króna. Ein meg-
inástæða þess að markaðsvirðið
hefur hækkað svo mikið sem
raun ber vitni er sú að við marg-
ar af fyrrnefndum afskráningum
er ekki um að ræða félög sem
hverfa alfarið af markaðnum
heldur eru þau rekin sem dóttur-
félög skráðra félaga. Þá er rétt að
ítreka að fjölmörg dæmi eru um
sameiningu skráðra félaga og
jafnframt hafa skráð félög keypt
óskráð félög, bæði innlend og er-
lend. Félögin hafa stækkað mikið
og því eflst og innviðir markað-
arins verið styrktir með stöðugri
þróun í uppbyggingu og eftirliti.
Það eru áreiðanlega ekki mörg
dæmi þess að tekist hafi að full-
móta verðbréfamarkað í heimin-
um á jafn skömmum tíma og hér
hefur verið gert. Stærsta skrefið
var eflaust stigið þegar Kaup-
höllin gekk inn í NOREX-sam-
starfið á árinu 2000 og tók upp
nýtt og öflugt viðskiptakerfi síð-
ar sama ár. NOREX er samstarf
kauphallanna í Ósló, OMX (sem
rekur kauphallirnar í Stokk-
hólmi, Helsinki, Kaupmanna-
höfn, Riga, Tallinn og Vilnius) og
Kauphallar Íslands. Tilgangur
samstarfsins er að auka gæði og
hagkvæmni á norrænum verð-
bréfamarkaði með náinni sam-
vinnu á ýmsum sviðum. Eins og
áður segir eiga sumir þessara
verðbréfamarkaða sér miklu
lengri sögu en sá íslenski. Því
gefur auga leið að íslenski mark-
aðurinn hefur hagnast mikið á
samvinnu á þessum vettvangi
sem hefur tvímælalaust flýtt fyr-
ir þeirri uppbyggingu sem hér
hefur farið fram á svo skömmum
tíma.
Í dag hefur Ísland upp á að
bjóða öflugan hlutabréfamarkað
sem styður vel við sín félög og
hefur leikið veigamikið hlutverk
í sókn íslenskra fyrirtækja á er-
lendri grund. Skráð félög sóttu
alls um 170 milljarða króna á
hlutabréfamarkaðinn á síðasta
ári eða sem nemur um 16% af
virði skráðra fyrirtækja í árslok.
Hvergi í Evrópu aflaðist meira
fjármagn í hlutfalli við markaðs-
stærð en fjárhæðin sjálf er þre-
falt hærri en skráð fyrirtæki í
Ósló sóttu á markað á síðasta ári.
Þess má geta að í mörgum þeim
útboðum sem fóru fram var um
umframeftirspurn að ræða. Ann-
að sem gefur góða mynd af stærð
hlutabréfamarkaðarins er að
bera hann saman við landsfram-
leiðslu en þá kemur í ljós að
markaðurinn er yfir 120% af
landsframleiðslu þjóðarinnar.
Það gerðist reyndar í fyrsta sinn
hér á Íslandi á síðasta ári að þetta
hlutfall fór yfir 100% og er það
hvergi hærra á Norðurlöndun-
um.
Ljóst er að fjöldi hlutafélaga á
markaði hefur dregist verulega
saman en þau félög sem nú eru á
markaði eru mun stærri og við-
skipti með þau tíðari en áður var,
en meðalmarkaðsvirði skráðs fé-
lags í dag er um 30 milljarðar.
Fjárfestingar í hlutabréfum á Ís-
landi hafa reynst gjöfular og
hækkaði Úrvalsvísitalan um 59%
á síðasta ári. Þessi þróun hefur
vakið athygli erlendra fjárfesta
en þátttaka þeirra hefur aukist á
undanförnum misserum. Einnig
hefur markaðurinn náð eyrum
erlendra félaga og nú þegar hef-
ur erlent félag lýst yfir áformum
um skráningu á íslenskan mark-
að. Það er því ljóst að staða ís-
lensks hlutabréfamarkaðar er
traust. Slíkt er mikilvægt því öfl-
ugur hlutabréfamarkaður er einn
af drifkröftum efnahagslífsins.
Brýnt er að hlúa að þeim góða
grunni sem þegar hefur verið
lagður og nýta þá sérstöðu sem
hér hefur skapast í framtíðinni.
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN16
S K O Ð U N
Skráning Mosaic Fashons á Íslandi er góð frétt
Kveikir áhuga
erlendra fjárfesta
Hafliði Helgason
Fyrirhuguð skráning bresku tískukeðjunnar Mosaic Fashions er
fagnaðarefni af ýmsum sökum. Gaman er að sjá eitt af fjárfesting-
arverkefnum Íslendinga í útlöndum skila sér sem fjárfestingar-
tækifæri fyrir innlenda fjárfesta. Skráningin er líka sérstakt gleði-
efni fyrir Kauphöll Íslands þar sem nýir sprotar hafa ekki verið
áberandi á þeim akri undanfarin misseri.
Verðmæti skráðra félaga í Kauphöllinni hefur vaxið verulega að
undanförnu og þau félög sem þegar eru skráð hafa nýtt góð skilyrði
á markaði til þess að sækja sér hlutafé. Kauphöllin hefur því ekki
þurft að bera kinnroða gagnvart kollegum sínum ef horft er til
heildarverðmætis fyrirtækja í sam-
hengi við landsframleiðsluna.
Hinu verður ekki neitað að óheppi-
legt er að ein atvinnugrein sé margfalt
stærri en aðrar í Kauphöllinni. Fjár-
málafyrirtæki eru yfirgnæfandi þegar
horft er til heildarverðmætis. Það er
því fagnaðarefni þegar fjölbreytnin
eykst og áhættan í vísitölu Kauphallar-
innar dreifist.
Önnur hlið á teningnum er að með
því að skrá erlent félag í Kauphöllina,
jafnvel þótt það sé að stórum hluta til í
íslenskri eigu, beinist athygli erlendra
fjárfesta að íslenskum hlutabréfa-
markaði. Verði þeim áhuga fylgt eftir
með kaupum er það til þess fallið að
dýpka markaðinn og gera verðmyndun
skilvirkari. Íslendingar safna á hverju
ári miklum fjármunum í gegnum líf-
eyrissjóðakerfið sem að hluta til fara í
fjárfestingar á innlendum hlutabréfa-
markaði. Fækkun félaga í Kauphöllinni
gerir það að verkum að þessir peningar
keppast um sífellt færri fjárfestingar-
kosti. Slíkt er óheppilegt og til þess fall-
ið að skekkja verðmyndun á markaði.
Þegar er ljóst að fleiri fyrirtæki
hyggja á skráningu á næstunni. Ís-
lenska flugfélagið Avion Group hefur
boðað skráningu í Kauphöllina, auk
þess sem færeyskt olíuleitarfélag hyggur á skráningu. Einnig hafa
verið í umræðunni innlend félög í smásölu og erlend sjávarútvegs-
fyrirtæki.
Skráning Mosaic Fashions á markað er spennandi verkefni.
Gangi skráningin vel gæti það orðið hvati smærri fyrirtækjum í
Bretlandi að leita skráninga hér á landi. Gangi áætlanir Mosaic eft-
ir og ef rekstur þess gengur vel yrði það einnig lyftistöng fyrir ís-
lenskan markað. Áhætta er ævinlega fólgin í fjárfestingum, en um
leið tækifæri. Öflugur hlutabréfamarkaður býr til ótal tækifæri.
Kynni erlendra fjárfesta af íslenskum markaði í gegnum fjárfest-
ingar í skráðum félögum geta einnig vakið áhuga þeirra á öðrum
innlendum fjárfestingum. Íslendingum hefur gengið erfiðlega að
laða til sín erlenda fjárfesta, ef frá eru taldar fjárfestingar í stór-
iðju. Takist að vekja áhuga erlendra fjárfesta gæti það styrkt ís-
lenskt efnahagslíf og örvað nýsköpun og atvinnuuppbyggingu til
framtíðar.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína
Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF-
FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim-
ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi
og í gagnabönkum án endurgjalds.
Einkavæðing í Kína
Financial Times | Stjórnvöld í Kína hafa gefið grænt
ljós á að halda áfram að selja hlut í fyrirtækjum
sem eru í eigu ríkisins. Tveir þriðju hlutafjár í
skráðum fyrirtækjum í Kína er í eigu stjórnvalda
og því er hluta-
bréfamarkað-
urinn þar mjög
óvirkur. Verðmæti eignarhluta stjórnvalda eru
metinn á um 400 milljarða dollara eða tæpa 25 þús-
und milljarða króna. Hlutir ríkisins verður seldur í
fáum fyrirtækjum til að byrja með, undir því yfir-
skini að um tilraunasölu sé að ræða. Ekki hefur
verið gefið út hvaða fyrirtæki verða seld. Engar yf-
irlýsingar hafa heldur verið gefnar um hvaða iðnað
áhersla verður lögð á að einkavæða.
Gamanópera á Ítalíu
The Economist | Ítölskum stjórmálum er líkt við
gamanóperu í The Economist og kemur það ekki á
óvart eftir atburði síðustu vikna. Silvio Berlusconi
sagði af sér í síð-
ustu viku og lauk
þar með lengstu
setu ríkisstjórn-
ar á Ítalíu síðan árið 1945. Í kjölfarið myndaði hann
nýja ríkisstjórn.
The Economist segir að þrátt fyrir að það sé
ekki augljóst í fyrstu þá sé stjórnarkreppan á Ítal-
íu lýsandi fyrir baráttuna á milli jafnaðarstefnu
Evrópu og markaðshyggju Bandaríkjamanna. Ítal-
ir viti einfaldlega ekki hversu langt þeir eigi að
fara í því að innleiða markaðshyggjuna á kostnað
jafnaðarstefnunnar.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Önnur hlið á teningn-
um er að með því að
skrá erlent félag í
Kauphöllina, jafnvel
þótt það sé að
stórum hluta til í ís-
lenskri eigu, beinist
athygli erlendra fjár-
festa að íslenskum
hlutabréfamarkaði.
Verði þeim áhuga
fylgt eftir með kaup-
um er það til þess
fallið að dýpka mark-
aðinn og gera verð-
myndun skilvirkari.
bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is
Hrefna Ösp
Sigfinnsdóttir
forstöðumaður
skráningarsviðs
Kauphallar Íslands
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Öflugri hlutabréfamarkaður –
þrátt fyrir afskráningar
„Skráð félög sóttu alls um 170 milljarða króna á hlutabréfamarkaðinn á síðasta
ári eða sem nemur um 16 prósent af virði skráðra fyrirtækja í árslok. Hvergi í
Evrópu aflaðist meira fjármagn í hlutfalli við markaðsstærð en fjárhæðin sjálf
er þrefalt hærri en skráð fyrirtæki í Ósló sóttu á markað á síðasta ári.“