Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 57

Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 57
11 FASTEIGNIR/ATVINNA/TILKYNNINGAR Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18-64 ára til þátttöku í klínískri rannsókn á rannsókn- arlyfi sem verður prófað í fyrsta sinn við fótaóeirð. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiða- nefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Aðalrannsakandi er Þórður Sigmundsson læknir og meðrannsakendur hans eru læknarnir Albert Páll Sigurðsson og Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna öryggi og verkun rannsóknarlyfsins, SEP-226330, við fótaóeirð. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í læknisfræðilegum rannsóknum og meðferð fótaóeirðar. Um 120 einstaklingar með fótaóeirð munu taka þátt í rannsókninni sem verður framkvæmd á rannsóknarsetri Ís- lenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Rannsóknin tekur yfir 6 vikna tímabil og gert er ráð fyrir 6 heimsóknum á rannsóknarsetur. Þeir sem kynnu að hafa áhuga eru beðnir um að leita frekari upplýsinga um rannsóknina hjá Ragnheiði H. Friðriks- dóttur hjúkrunarfræðingi rannsóknarinnar í síma 664 9930 og 664 9904 eða hjá rannsakendum í síma 510 9900. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rann- sókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Ert þú með fótaóeirð? Klínísk lyfjarannsókn Stelkshólar 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ Um er að ræða stóra 76,3 fm. 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sér ver- önd. Komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Rúmgóð geymsla með hillum, inn af forstofu. Eldhús er með nýlegu parketi á gólfi, mosaíkflísar á milli innréttinga, borðkrókur við glugga. Ný eldavél og vifta. Stofan er með parketi á gólfi og útgengt út á hellulagða suður verönd og þaðan á lóðina sem er með leiktækjum. Gangur með parketi á gólfi. Bað- herbergi með flísum í hólf og gólf, steyptur stór sturtuklefi, tengt fyrir þvottavél. Mjög rúmgott svefnherbergi með spónarparketi á gólfi og skápum á heilum vegg. Sameign er öll nýtekin í gegn, ný teppi og máluð. Húsið hefur einnig verið klætt með steni plötum á framhlið hússins. Sam- eiginleg hjóla og vagnageymsla svo og þurrkherbergi. Snyrtileg eign sem vert er að skoða. Ásett verð: 13,9 milljónir Hátíðardagur í Háteigskirkju 7. maí kl. 14 – 18 Ókeypis skemmtun fyrir alla. Blaðberar óskast á Selfossi Vegna aukinna verkefna er Pósthúsið ehf. þessa dagana að byggja upp blaða- og bréfadreifingarkerfi á Selfossi. Dreifing mun fara fram á morgnana alla daga vikunnar og er gert ráð fyrir að útburði verði lokið í síðasta lagi klukkan 7.00. Gert er ráð fyrir að útburður taki rúman klukkutíma. Vegna þessa verkefnis vantar okkur duglegt og samviskusamt fólk í vinnu, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Áhugasamir hafi samband við dreifingardeild Pósthússins ehf. í síma 585 8340. Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða-, bréfa og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um eitt þúsund og þrjú hundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. Pósthúsið ehf. Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ, sími +354 585 8300, fax +354 585 8309 posthusid@posthusid.is Auglýsing Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Miðengis, Grímsnes og Grafningshreppi. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frístundabyggð- ar í landi Miðengis í Grímsnes og Grafningshreppi. Tillagan gerir ráð fyrir 60 lóðum og útivistarsvæði á um 63 ha. lands. Stærðir lóða eru frá 5.900 fm. til 15.100 fm. Skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu Grímsnes og Grafningshrepps, félagsheimilinu Borg og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni frá 4. maí til 25. maí 2005. Skriflegum athugasemdum við skipulagstillöguna skal senda til skipulagsfulltrúa fyrir 8. júní 2005. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Ársfundur Veiðimálastofnunar Haldinn föstudaginn 6. maí 2005 kl. 13.00 - 16.00 Fyrirlestrasal í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1. Fundarstjóri: Vífill Oddsson Starfsemi Veiðimálastofnunar Sigurður Guðjónsson Veiðin 2004, veiðihorfur í sumar Guðni Guðbergsson Mý- Menn- Matur Jón S. Ólafsson Veiða og sleppa, niðurstöður rannsókna Sigurður Már Einarsson Kaffihlé The system of compensating damages done to fish stocks by hydropower stations in Norway Stig Johansson. Náttúruverndarstofnun Noregs, Þrándheimi. Auglýsing um skipulagsmál á Hellissandi, Snæfellsbæ. Í samræmi við 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst- ar tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir Golfvöll á Hellis- sandi Snæfellsbæ.. Deiliskipulagssvæðið er sunnar útnesvegar á Hellis- sandi. Aðkoma er eftir núverandi vegi sem liggur að íbúðarhúsi og frístundarhús á svæðinu. Á svæðinu er gert ráð fyrir níu holu gólfvelli, golfskála og bílastæðum fyrir golfiðkendur og göngufólk. Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar, Snæfells- ási 2, 360 Snæfellsbæ frá 04. maí. 2005 til og með 01. júní. 2005. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdir er til 15. júní. 2004. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Snæfellsbær 27.04.2005 Smári Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar SNÆFELLSBÆR Móttöku-, flokkunar- og förgunar- stöð sorps á Húsavík, með brennslu- og orkunýtingarkerfi. Mat á umhverfisáhrifum – athugun Skipulagsstofnunar Sorpsamlag Þingeyinga ehf. hefur tilkynnt til athug- unar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um móttöku-, flokkunar- og förgunarstöð sorps á Húsavík, með brennslu- og orkunýtingarkerfi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 4. maí til 15. júní 2005 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu og bókasafni Húsavíkur í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Héraðs- nefndar Þingeyinga : www.tingey.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. júní 2005 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.