Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 63
MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2005 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 82 56 05 /2 00 5 Fljúgðu fyrir klink! Nú er tækifæri til að bregða sér í heimsókn til vina eða ættingja eða einfaldlega skreppa eitthvert út á land að spígspora í vorlitunum. Þú getur flogið fyrir aðeins 999 krónur, með sköttum, aðra leiðina milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar frá 9. til 12. maí, ef þú bókar á netinu á flugfelag.is Það eru 299 sæti í boði svo nú er um að gera að drífa sig á netið og hreinsa klinkið úr vösunum í leiðinni. www.flugfelag.is | 570 3030 KLINK T I L B O Ð 999kr. frá 9. til 12. maí 299 sæti í boði Aðeins bókanlegt í dag Ólafur Ingi Skúlason á ferð og flugi næstu vikurnar: Fimm félög í þrem löndum vilja skoða Ólaf Inga FÓTBOLTI Fyrirliði íslenska U-21 árs liðsins, Ólafur Ingi Skúlason, verður á ferð og flugi næstu vik- urnar. Hann er að losna undan samningi við Arsenal í sumar og þarf því að finna sér nýtt félag hið fyrsta. Honum ætti að reynast það auðvelt því eftirspurnin er mikil en hann mun heimsækja fimm fé- lög sem hafa lýst yfir áhuga á honum á næstu vikum. Fyrsta stopp er í Skotlandi en þangað hélt Ólafur Ingi í morgun en hann verður næstu daga til reynslu hjá Hjálmari Þórarins- syni og félögum í Hearts. Þaðan heldur hann til Hollands þar sem hann mun verða við æf- ingar hjá Groningen og einnig hugsanlega hjá Feyenoord. Að lokum mun Ólafur Ingi væntan- lega halda til Ítalíu en Torino og Perugia vilja ólm skoða Árbæing- inn efnilega. „Þetta verður mikil reisa og gæti tekið allt í fjórar vikur. Þetta er hið besta mál enda þarf maður að halda sér við fyrir landsleikina með unglingalandsliðinu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það er búið að spyrj- ast töluvert mikið um mig og það er mjög ánægjulegt.“ Ólafur Ingi á ekki von á því að hann komi heim og leiki með Fylki í sumar. Hann ætlar sér að finna lið áður en hann heldur í frí. „Nú er þetta undir manni sjálf- um komið og maður verður að gjöra svo vel að geta eitthvað hjá þessum liðum ef maður ætlar að vera áfram í atvinnumennsku. Ég hef ekkert spáð í hvar ég vilji helst spila. Það sem skiptir mig mestu máli er að fá að spila með aðalliði og að liðið leggi mikla áherslu á að fá mig. Maður vill finna fyrir áhuganum hjá liðun- um. Ég vil spila með liði sem hef- ur alvöru áhuga á að fá mann til sín,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason. henry@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu: Kemst Milan í úrslit? FÓTBOLTI Síðasti leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í Hollandi í kvöld þegar PSV Eindhoven tekur á móti AC Milan. Ítalska liðið er með vænlega stöðu en þeir unnu heimaleik sinn, 2–0. Mikil meiðsl herja á herbúðir PSV þessa dagana og ástandið versnaði mikið um helgina þegar framherjarnir DaMarcus Beasley og Jefferson Farfán meiddust. Fyrir voru á sjúkralistanum ekki lakari menn en Wilfrde Bouma og Kóreubúinn Park. „Við þurfum að tefla djarft og það er aldrei að vita hverju við tökum upp á,“ sagði töframaðurinn Guus Hiddink, þjálfari PSV. „Það er ljóst að við verðum að sækja og ég er alvarlega að skoða þann möguleika að fækka í vörninni hjá mér.“ AC Milan mætir með sitt sterkasta lið til Hollands en ástand liðsins er svo gott að þjálfari liðsins, Carlo Ancelotti, gat leyft sér að hvíla lykilmenn um síðustu helgi er Milan sigraði Fiorentina, 2-1. Andriy Shevchenko skoraði bæði mörk Milan í leiknum og hann verður með í kvöld. - hbg SJÓÐHEITUR Andriy Shevchenko hefur farið á kostum með Milan í vetur. EFTIRSÓTTUR Fjölmörg félög vilja skoða Ólaf Inga Skúlason næstu vikurnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.