Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 70
34 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
VEITINGASTAÐURINN
KÍNA HÚSIÐ
LÆKJARGÖTU 8, 101 REYKJAVÍK
Ragna Ingimundardóttir leirlista-
kona er mikill matgæðingur.
Mataráhugi hennar kviknaði á
námsárunum þegar hún stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands. „Í skólanum var
alltaf verið að tala um mat. Ég
held að allir sem fara í gegnum
myndlistarskóla séu duglegir að
elda. Samnemendur mínir voru
líka óhræddir við að prófa eitt-
hvað nýtt. Á þessum árum var ég í
stanslausum matarboðum,“ segir
Ragna. Þegar hún fór í framhalds-
nám í Listaháskóla í Amsterdam
héldu matarveislurnar áfram. Í
hennar bekk var jafn vinsælt að
skiptast á mataruppskriftum og
glerúngsuppskriftum. Áhugi á
eldamennsku endurspeglast í list-
sköpun hennar. Ragna er fræg
fyrir fallegu leirskálarnar sínar
sem eru allar eldfastar og því afar
hentugar ef þarf að stinga réttum
inn í ofn. Þó hún eldi mikið dags-
daglega finnst henni alltaf jafn
skemmtilegt að bjóða fólki í mat.
Uppáhaldsmaturinn hennar er góð
lambasteik með öllu tilheyrandi.
Ragna er ekki bara góður kokkur
heldur bakar hún heimsins bestu
tertur og brauð. Í stað þess að fara
með vinkonum sínum á kaffihús
bakar hún með þeim bollur og
ýmsar kræsingar. Þær eiga það til
að taka heilan dag frá, baka, tala
og hlusta á Megas.
Aðspurð um að því hvað hún
þurfi að eiga í eldhússkápunum til
að geta búið til góða máltíð er
svarið einfalt.
„Ég þarf ekki að eiga neitt. Það
er alltaf hægt að búa til eitthvað
úr engu,“ segir hún og brosir. Upp-
skriftin af ístertunni er ættuð frá
Danmörku. Fyrir nokkrum árum
var Ragna stödd í brúðkaupi hjá
vinkonu sinni þar sem þessi
ísterta var í desert.
„Ég var svo heppin að sitja við
hlið mannsins sem bjó til desert-
inn og linnti ekki látum fyrr en
hann lét mig fá uppskriftina,“ seg-
ir hún.
BOTNINN
300 gr hýðislausar möndlur
200 gr flórsykur
5 eggjahvítur
1/2 teskeið lyftiduft
Möndlurnar eru hakkaðar í
blandara. Flórsykri og lyftidufti
er síðan blandað við möndlukurlið.
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og
þeim blandað varlega út í möndlu-
hræruna. Klæðið tvö smelluform
með smjörpappír og hellið deiginu
út í. Botnarnir eru bakaðir í 20-25
mínútur við 190˚, fylgist vel með
botnunum meðan þeir eru í ofnin-
um.
MARSÍPANÍS
3 eggjarauður
50 gr sykur
80 gr marsípan
4 dl rjómi
Eggjarauður þeyttar með
sykrinum. Rjóminn er þeyttur og
settur útí. Marsípanið er rifið og
sett út í hræruna.
SÚKKULAÐIÍS
3 eggjarauður
50 gr sykur
200 gr suðusúkkulaði
4 dl rjómi
Nota skal sömu aðferð og með
marsípanísinn.
Möndlubotnar eru kældir og
smurðir með þunnu lagi af bróm-
berjamarmelaði eða góðri sultu.
Annar botninn er lagður í smellu-
form án botns, gott er að setja það
á kökudisk sem kakan verður bor-
in fram á. Marsípanísinn er settur
ofan á og hinn botninn þar ofan á
og súkkulaðiísinn efst. Þetta er
fryst yfir nótt. Best er að láta
ískökuna standa í 20 mínútur áður
en hún er borin fram. Það má setja
rjóma yfir hana þegar hún kemur
úr frystinum ef maður vill og
skreyta með jarðaberjum eða
kiwi.
Ískaka með dönsku ívafi
Glerfínar gluggafilmur
– aukin vellíðan á vinnustað
R
V
20
39
Rekst
rarvö
rulist
inn
er ko
minn
út
Hvaða matar gætir þú síst verið
án? Ég gæti síst verið án ávaxta, sér-
staklega vínberja því mér finnst þau
svo góð. Þetta ástfóstur á vínberjum
gerir það að verkum að mér finnst
rúsínur mjög góðar og þar af leiðandi
finnst mér rauðvín mjög gott.
Er einhver matur sem þér finnst
vondur? Ég hef ekki komist inn í
þetta sushi dæmi, mér finnst það hálf
ógeðslegt. Í mínum huga er sushi í
sama flokki og þorramatur.
Fyrsta minningin um mat? Ég
man vel eftir því hvað mér fannst
gaman að kaupa nammisígarettur. Ég
hef áreiðanlega verið fimm eða sex
ára en bróðir minn fór með mér út í
sjoppu. Við erum á svipuðum aldri og
gerðum nánast allt saman. Mér fannst
mjög flott að vera með svona
nammisígarettur en það stafar að því
að mamma og pabbi reyktu og því
fannst mér það flott.
Besta máltíð sem þú hefur feng-
ið? Við hjónin vorum í Lundúnum
um daginn og droppuðum óvart inn á
ítalskan veitingastað í Notting Hill. Á
boðstólum var frekar venjulegur
ítalskur matur en alveg óskaplega
bragðgóður. Ég pantaði mér kjöt og
pasta sem var bara alveg sérstakt. Ég
get ekki lýst því nánar.
Leyndarmál úr eldhússkápnum?
Til tíu ára aldurs lifði ég á Nesquik
kókómalti sem ég blandaði í nokkra
dropa af mjólk. Þegar ég hrærði
þessu saman kom út þetta fína
súkklulaðikrem. Þessi lifnaðarháttur
hefur komið niður á vaxtarlagi mínu í
seinni tíð. En það er víst ekki hægt að
hafa allt í jafnvægi.
Hvað borðar þú þegar þú þarft
að láta þér líða betur? Ég reyni að
borða ekki mikið til að hugga sjálfan
mig. Núna er ég byrjaður að borða
létta ab mjólk með haframjöli og rús-
ínum út á í morgunmat. Ég verð alveg
stálsleginn af þessu.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Við
erum stór fjölskylda og eigum því
alltaf mjólk. Upp á síðkastið höfum
við hinsvegar keypt ógrynni af undan-
rennu en það er bara af því hún er í
bleikum umbúðum sem er uppá-
haldslitur dóttur minnar. Svo eigum
við alltaf ólífur, ost og ávexti.
Ef þú yrðir fastur á eyðieyju,
hvaða rétt myndir þú taka með
þér? Ég myndi taka með mér gott
lasagna og rauðvín.
Hvað er það skrítnasta sem þú
hefur borðað? Ánamaðka, en þá
borðaði ég sem barn.
MATGÆÐINGURINN ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON
Hvernig er stemmningin? Það er
nánast eins og maður komi í annan
heim þegar Kína húsið er heimsótt.
Staðurinn er innréttaður að kínversk-
um sið með tilheyrandi innanstokks-
munum. Rauði liturinn er mjög ein-
kennandi fyrir staðinn sem er svolít-
ið gamaldags. Auðvelt er að fá á til-
finninguna að maður sé kominn 20
ár aftur í tímann. Gestalisti Kína
hússins er afar fjölbreyttur. Það er
bæði hægt að heimsækja staðinn
hversdags og spari. Það fer allt eftir
stemmningunni hverju sinni.
Matseðillinn: Hann státar af kín-
versku þema og bragðast maturinn
þar æði vel. Hann er vel úti látinn og
fjölbreyttur. Gaman er að smakka
sitt lítið af hverju. Djúpsteikar rækjur
og ýmsar gerðir af vorrúllum bragð-
ast mjög vel ásamt núðluréttum.
Vinsælast: Fjölbreytileikinn ræður
ríkjum á Kína húsinu og eru bland-
aðir réttir einna vinsælastir.
Réttur dagsins: Réttir dagsins eru
misjafnir frá degi til dags.
Egils Premium er nýr bjór frá Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni þar sem saman fer besta fáanlega hráefni,
þar á meðal íslenskt bygg, og aldagamlar aðferðir við
bruggun. Úr verður bragðmikill gullinn úrvalsbjór
með mýkt og góðri fyllingu. Alúðin sem fer í bruggun
Egils Premium endurspeglar þann metnað sem verið
hefur aðalsmerki Ölgerðarinnar í heila öld. Aðferðin
tekur mið af bruggun í upprunalandi gullna lager-
bjórsins, Tékklandi. Bruggunarferli Egils Premium
er lengra en annarra bjóra. Bjórinn er tvímeskjaður
og gerjunin hægari. Besta fáanlega hráefni er notað
við bruggunina, þar á meðal íslenskt bygg. Allt þetta
skilar sér í lagerbjór með sterkum karakter og mýkt
í bragði og fyllingu. Íslenskt bygg virðist fá góðan
hljómgrunn hjá Íslendingum því að bjórinn hefur
selst afar vel og hefur söluaukningin orðið til þess að
hann fæst nú í flestum Vínbúðum.
Verð í Vínbúðum 216 kr. í 500 ml dós og 159 kr. í 330 ml flösku.
Skemmtilega öðruvísi
Kaupi undanrennu vegna umbúðanna
Ragna Ingimundardóttir leirlistakona er listakokkur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
EGILS PREMIUM:
Fæst nú í flestum Vínbúðum