Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 72
36 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR „There's a difference between not liking one's brother and not caring when some dumb Irish flatfoot drops him out of a window.“ - Jeremy Irons er í hefndarhug í Die Hard: With a Vengeance og er tilbúinn til að láta Bruce Willis finna til tevatnsins fyrir að hafa kálað Hans Gruber í Die Hard. bio@frettabladid.is Það hefur ekki borið mikið á breska skap- gerðarleikaranum Jeremy Irons undanfarið en nafn hans var ákveðinn gæðastimpill á kvikmyndum á síðustu áratugum nýliðinn- ar aldar. Irons er þó að sækja í sig veðrið eftir nokkur mögur ár en árið 2004 lék hann í Kaupmanninum frá Feneyjum, ásamt ekki minni mönnum en Al Pacino og Joseph Fiennes, og Being Julia. Hann er svo mættur til leiks í risastórmynd Ridley Scott, Kingdom of Heaven sem er frumsýnd í dag. Jeremy John Irons fæddist á Englandi 19. september árið 1948 og reyndi fyrir sér sem götuspilari áður en hann fór í leiklistarnám. Hann fékk fyrsta stóra tækifærið sitt í söngleiknum Godspell þar sem hann lék Jóhannes skírara á móti David Essex. Árið 1981 lék hann aðalhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum Brideshead Revisited og á móti Meryl Streep í kvik- myndinni The French Lieutenant's Woman. Irons fékk svo tvær BAFTA tilnefningar fyrir þessi hlutverk sín ári síðar. Irons stóð sig svo með mikilli prýði á móti Robert De Niro í The Mission árið 1986 og vann tvö- faldan leiksigur tveimur árum síðar í Dead Ringers, eftir David Cronenberg, en þar lék hann á móti sjálfum sér þegar hann túlkaði eineggja tvíburana Beverly og Elliot Mantle með miklum tilþrifum. Irons hreppti svo Óskarsverðlaunin árið 1991 fyrir túlkun sína á Claus von Bülow í Reversal of Fortune. Hann var svo í bull- andi dramatík í Damage árið 1992 en síð- an fór að halla undan fæti. Hann var til dæmis hálf ráðvilltur sem Esteban Trueba í Húsi andanna og Stealing Beauty (1996) og Lolita (1997) gerðu ekki mikið fyrir feril hans. Hann sýndi hins vegar fína skúrka- takta í Lion King þar sem hann talaði fyrir Skara og var á léttu nótunum sem ill- menni í Die Hard: With a Vengence. EKKI MISSA AF... ... hinum frábæru myndasögum Franks Miller um líf og dauða morðingja, vændiskvenna og harðsoðinna töffara í Sin City bóka- flokknum. Bækurnar eru sjö talsins en Robert Rodriguez styðst við þrjár þeirra, That Yellow Basdard, The Hard Good- bye og The Big Fat Kill, í mynd sinni Sin City sem verður án efa ein vinsælasta mynd ársins. Sin City bækurnar hafa sumar verið ófaánlegar um nokkurt skeið en þær hafa allar verið endurútgefn- ar í tilefni af frumsýningu mynd- arinnar. Eðalleikari á réttri leið HELOSAN RAKAKREM fyrir alla fjölskylduna Mýkjandi og rakagefandi Hitchhiker's Guide to the Galaxy Internet Movie Database 7,1 / 10 Rottentomatoes.com 61% / Fresh Metacritic.com 7 / 10 Kingdom of Heaven Internet Movie Database 7,7 / 10 Rottentomatoes.com 60 % / Fresh Metacritic.com 8,5 / 10 FRUMSÝNDAR Í DAG (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Breska kvikmyndatímaritið Emp- ire stillti Orlando Bloom upp við vegg á dögunum og fékk hann til að segja aðeins frá framhalds- myndunum tveimur sem verið er að gera á eftir The Pirates of the Carribean. Framhaldsmyndirnar eru teknar upp báðar í einu og Bloom segist vera búinn að leika í atriðum fyrir þriðju myndina án þess að vera búinn að fá handrit í hendurnar. Hann má vitaskuld ekki segja mikið um myndirnar en fékkst þó til að staðfesta að persóna hans, Will Turner, þurfi að leggjast í leiðangur til þess að bjarga unnustu sinni Elizabeth sem Keira Knightley leikur sem fyrr. „Ég er að reyna að vinna áfram með persónuna og þróa hana í spennandi áttir. Við erum ekki bara að endurtaka sama leik- inn,“ segir Bloom og fullyrðir að það hafi verið gríðarlega gaman að hitta Keiru og Johnny Deep aftur og halda áfram í sjó- ræningjaleik. Bloom staðfestir einnig að eitt- hvað sé til í því að Rollingurinn Keith Richards muni leika föður sjóræningjans Jack Sparrow en Johnny Deep segist hafa byggt persónu Jacks á gamla rokkhund- inum. Þá mætir Stellan Skarsgard til leiks í hlutverki Bootstrap Bill Turner, föður Blooms, en á honum hvílir bölvun þannig að hann hef- ur þurft að ganga um á botni sjáv- ar lifandi dauður í lengri tíma. ■ ORLANDO OG KEIRA Þau leika kærustuparið Will og Elisabet í tveimur myndum sem koma í kjölfar Pirates of the Carribean. Bloom kjaftar frá sjóræningjum Það eru tvær stórmyndir frum- sýndar í dag. Kingdom of Heaven gerist á tímum krossfaranna en The Hitchhiker's Guide to the Galaxy er byggð á samnefndri Sci - Fi sögu Douglas Adams. Krossferðunum gerð skil Kvikmyndarinnar Kingdom of Heaven hefur verið beðið með mik- illi eftirvæntingu. Bæði er leik- stjóri myndarinnar, Ridley Scott, einn virtasti kvikmyndagerðarmað- ur Hollywood og svo hefur myndin mjög sterka tilvísun til okkar tíma en átök múslima og kristinna eru í forgrunni. Það var Urban páfi II sem hvatti riddara til þess að frelsa kristna menn undan múslimum og ná Jer- úsalem á sitt vald í predikun árið 1095. Krossfararnir náðu Jerúsal- em á sitt vald fyrst 1099 en hún var þá talin vera miðja alheimsins. Þeg- ar Urban páfi lýsti yfir ferðunum á hendur múslimum var það í fyrsta skipti sem að það var gert í nafni Jesú. Með réttu mætti því kalla krossferðirnar heilagt stríð og krossförunum var lofuð eigna- vernd og jafnvel syndaaflausn. Sögusvið Kingdom of Heaven er tíminn fyrir þriðju krossferðirnar en þá réðu riddararnir yfir Landinu helga sem og Jerúsalem. Járnsmið- urinn Balian hefur misst fjölskyld- una sína og er við það að ganga af trúnni. Franski konungurinn God- frey af Ibelin sannfærir hann um að koma til landsins helga og þjóna Baldvin I. sem hefur krýnt sig kon- ung Jerúsalemar. Það ríkir hins vegar brothætt vopnahlé milli múslima og kristinna sem leysist fljótlega upp vegna græðgi og af- brýðissemi hinna krossfaranna. Það er Orlando Bloom sem fer með hlutverk Balian. Bloom vakti heimsathygli þegar hann lék álfinn Legolas í Hringadróttinssögu Peter Jacksons. Ásamt Bloom leika þeir Jeremy Irons og Liam Neeson auk þess sem Edward Norton fer með hlutverk Baldvins konungs. Heiminum tortímt vegna hrað- brautar Hitchhiker's Guide to the Galaxy er byggð á samnefndri sögu Dou- glas Adams. Upphaflega var Hitchhiker's guide to the galaxy út- varpsleikrit sem leikið var á BBC. Það vakti strax mikla lukku og var gefið út í fimm bindum sem skáld- saga. Bækurnar höfðu mikil áhrif á poppmenninguna, og voru gerðir sjónvarpsþættir byggðir á ævintýr- unum. Adams dreymdi engu að síð- ur um að kvikmynd yrði gerð eftir bókinni og reyndi í tuttugu ár að skrifa handrit. Það var ekki fyrr en tuttugu árum seinna sem að hann gaf öðrum leyfi til þess að reyna við þetta verkefni en þegar Adams loksins skilaði uppkasti að handriti lést hann úr hjartaáfalli. Hitchhiker's Guide to the Galaxy segir frá Arthur Dent sem á óvenju vondan dag í uppsiglingu. Það á að rífa niður húsið hans, vin- ur hans reynist vera geimvera og til þess að toppa allt mun jörðin eyðast innan fárra mínútna vegna þess að hún stendur í vegi fyrir hraðbraut um geiminn. Arthur Dent er bjargað af vini sínum, ferð- ast um himingeiminn og kemst að því að handklæði er besti hluturinn sem að mannskepnan getur borið. Hann kemst einnig að tilgangi lífs- ins og að svörin við öllum spurning- unum er að finna í rafrænni bók, The Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Það er Martin Freeman sem fer með hlutverk Arthur Dent en hann ættu aðdáendur sjónvarpsþáttarins Office að kannast við en hann lék Tim Canterbury. Það er síðan stór- leikarinn Stephen Fry sem er sögu- maður. ■ ORLANDO BLOOM OG DAVID THEWLIS Kingdom of Heaven gerist á tímum krossferðanna og lýsir baráttu kristinna og múslima. ZAPHOD, FORD OG ARTHUR BRENT Þeir félagar lenda í ýmsum ævintýrum á ferð sinni um alheiminn Krossfari og puttaferðalangur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.