Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 6
6 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
JPV útgáfa og Þjóðminjasafnið taka höndum saman:
Fornir listamenn fær›ir almenningi
Kaupfélag Eyfirðinga ályktar:
Vilja Neytendastofu nor›ur
RÍKISSTÖRF Kaupfélag Eyfirðinga
svf. hefur boðist til að leggja lóð á
vogarskálarnar til að Neytenda-
stofa sem fyrirhugað er að setja á
fót verði á Akureyri.
Í ályktun sem stjórn KEA hefur
sent frá sér kemur fram að félag-
ið hefur óskað eftir viðræðum við
Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, um að Neyt-
endastofa verði staðsett á Akur-
eyri. „KEA er tilbúið að leggja
fram fjármuni ef Neytendastofa
verður staðsett á Akureyri en
hversu mikla er ekki hægt að
segja á þessu stigi,“ segir Andri
Teitsson, framkvæmdastjóri KEA.
Í ályktuninni segir einnig að
stjórnin fagni þeirri ákvörðun
Guðna Ágústssonar, landbúnaðar-
ráðherra, að Landbúnaðarstofnun
verði staðsett á Selfossi. „Þetta er
staðfesting á því að ríkisstjórnin
vill flytja stofnanir og opinber
störf út á land og það er fagnaðar-
efni,“ segir Andri.
Í byrjun maí óskaði stjórn
KEA eftir viðræðum við sjávar-
útvegsráðherra um flutning á
meginstarfsemi Fiskistofu og
Hafrannsóknastofnunar til Ak-
ureyrar en Andri segir formlegt
svar ekki hafa borist frá ráð-
herra. „Ég reikna þó með að við
fáum fund fljótlega með ráð-
herra þar sem þessi mál verða
til umræðu,“ segir Andri. -kk
DÓMSMÁL Fimm menn, sem allir
störfuðu við framkvæmdirnar á
Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið
kærðir fyrir brot á lögum um að-
búnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum. 15. mars í fyrra lést
ungur maður í vinnuslysi þegar
tæplega fjörutíu kílóa þungt grjót
hrundi ofan á hann úr hlíð Hafra-
hvammsgljúfurs.
Einum mannanna, þáverandi
framkvæmdastjóra verktakafyr-
irtækisins Arnarfells, er gefið að
sök að hafa vanrækt skyldu til að
bregðast við bráðri hættu á
heilsutjóni eða vinnuslysum, með
því að senda tvo starfsmenn til
vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þótt
honum hafi verið kunnugt um
mikla hættu á grjóthruni vegna
vaxandi lofthita á svæðinu
dagana á undan.
Starfsmenn-
irnir tveir
v o r u
að merkja fyrir borun við berg-
vegginn þegar slysið varð.
Fá fordæmi eru fyrir því hér á
landi að starfsmenn fyrirtækja
séu dæmdir til refsiábyrgðar fyr-
ir brot af þessu tagi. Oftast nær
eru fyrirtæki dæmd til greiðslu
skaðabóta, án þess að starfsmenn
séu dæmdir sérstaklega fyrir
þeirra þátt.
Að sögn Helga Jenssonar,
sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem
fer með málið fyrir hönd ríkis-
saksóknara, er hugsanlegt að
málið verði fordæmisgefandi.
„Það hafa ekki fallið margir dóm-
ar í hliðstæðum málum og þess-
um, í rauninni sárafáir. Mér er
kunnugt um vinnuslys í Reykja-
vík þar sem einstaklingar voru
dæmdir til refsiábyrgðar, en það
er þó ekki efnislega eins og þetta
mál og því verður þetta mál ör-
ugglega fordæmisgefandi að ein-
hverju leyti“.
Tveir hina ákærðu voru
starfsmenn eftirlitsfyr-
irtækis á vegum
Landsvirkjun-
ar þegar
slysið varð, einn var fram-
kvæmdastjóri undirverktaka
Impregilo, Arnarfells, sem hinn
látni starfaði hjá, og einn var yf-
irmaður eftirlits- og heilbrigðis-
mála hjá Impregilo.
Ef hinir ákærðu verða fundnir
sekir um fyrrnefnd brot er ein-
ungis hægt að dæma þá til
greiðslu sekta þar sem
refsiramminn fyrir brot sem
þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum
refsingum en sektum.
Einum hinna ákærðu hafa ekki
verið birtar ákærurnar þar sem
hann var erlendis þegar málið var
þingfest í gærmorgun.
Ákærðu neita allir sök og því
fer málið í aðalmeðferð.
magnush@frettabladid.is
Rauf skilorð:
Fangelsu›
fyrir hnupl
DÓMSMÁL Kona á fimmtugsaldri
var í gær dæmd í Héraðsdómi
Reykjavíkur í níutíu daga fangelsi
fyrir þjófnað.
Konan stal vörum af öllu mögu-
legu tagi að verðmæti rúmlega
fjörutíu þúsunda króna úr versl-
unum í Kringlunni í mars í fyrra.
Með brotinu rauf konan skilorð en
hún hafði í þrígang fengið dóma
fyrir þjófnaði á einu ári. Í ljósi
þess að ákærða hefur tvívegis
áður rofið skilorð töldu dómarar
ekki verjandi að skilorðsbinda
dóminn enn einu sinni. Því þarf
konan að dúsa í steininum í þrjá
mánuði. - mh
Öld liðin frá fullveldi:
Haraldur
aftur til starfa
NOREGUR Norðmenn héldu í
gær upp á það að rétt 100 ár eru
liðin frá því að
Noregur sagði
sig úr ríkja-
sambandi við
Svíþjóð. Há-
tíðahöld ein-
kenndust nokk-
uð af því að
dagurinn var
ekki almennur
frídagur og
mættu því ein-
ungis nokkur
hundruð manns til hátíðahalda í
miðbæ Oslóar.
Haraldur Noregskonungur
notaði tækifærið og sneri aftur
til vinnu eftir löng og erfið veik-
indi, en hann gekkst undir
hjartaaðgerð í vor. Var honum
fagnað innilega af viðstöddum
er hann ók með Sonju drottn-
ingu eftir aðalgötu borgarinnar,
Karl Johan, í Kádilják. ■
Hverfi rýmt í Gautaborg:
Sprengjuhót-
un í banka
SVÍÞJÓÐ Rýma þurfti allstórt svæði
í miðborg Gautaborgar í gær-
morgun eftir að sprengjuhótun
barst í banka þar í borg. Maður
gekk inn í bankann og hafði í hót-
unum við starfsfólk og sagðist
hafa búið þannig um hnútana að
hann gæti sprengt allan bankann í
loft upp ef ekki yrði gengið að
kröfum hans.
Lögregla rýmdi stórt svæði
umhverfis bankann og réðist síð-
an til inngöngu og yfirbugaði
manninn. Í ljós kom að engin
sprengja var í húsinu en þó
nokkurn tíma tók að koma allri
starfsemi í samt lag í hverfinu.
Enginn skaðaðist en fjöldi fólks
var eðlilega skelkaður. ■
Uppþot í Bólivíu:
Forsetinn
segir af sér
BÓLIVÍA, AP Carlos Mesa, forseti
Bólivíu, hefur sagt af sér eftir að
mörg hundruð manns lömuðu dag-
legt líf í höfuðborginni La Paz á
mánudag með uppþotum og tilraun-
um til að umkringja forsetahöllina.
Pólitísk kreppa hefur ríkt í land-
inu undanfarna mánuði og mótmæl-
endur krefjast þjóðnýtingar á orku-
iðnaði landsins til að stemma stigu
við atvinnuleysi og kreppu. Mesa
mun þó áfram sitja sem forseti
landsins þar til þingið staðfestir af-
sögn hans.
Enginn slasaðist alvarlega í upp-
þotunum á mánudag en lögregla
beitti táragasi til að dreifa mann-
hafinu og handtók 22 menn sem
höfðu sig mikið í frammi. ■
Á að færa þeim sjávarbyggðum
sem ekki njóta góðs af stóriðju-
framkvæmdum viðbótarkvóta?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er rigningin síðustu daga kær-
komin?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
36%
64%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ÓEIRÐIR Í LA PAZ, HÖFUÐBORG BÓLIVÍU
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Skeggrætt um sjávarnytjar:
Danir íhuga
hvalvei›ar
DANMÖRK Danir vilja fá leyfi til að
stunda hvalveiðar í atvinnuskyni og
hugsa þá sérstaklega til Grænlands
og Færeyja. Alþjóðahvalveiðiráðið
hefur bannað hvalveiðar í atvinnu-
skyni frá árinu 1986 en Danir ætla
nú fyrstir þjóða að taka málefnið
upp innan Evrópuþingsins.
Málið hefur valdið miklum deil-
um í Danmörku og vill Evrópu-
þingmaðurinn Dan Jørgensen úr
Jafnaðarmannaflokknum meina að
það væri mjög neyðarlegt fyrir
Dani að halda málinu til streitu,
hvalveiðar séu í eðli sínu ill með-
ferð á dýrum. ■
Fimm eru ákær›ir
vegna banaslyss
Fá fordæmi eru fyrir flví a› starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrg›-
ar vegna vinnuslysa. Ákæra á hendur fimm starfsmönnum vi› Kárahnjúka var
flingfest í Héra›sdómi Austurlands í gær.
FRÁ FRAMKVÆMDASVÆÐINU VIÐ KÁRAHNJÚKA Mikil slysahætta myndaðist í Hafrahvammsgljúfri vegna óvenjulegs hita dagana á undan
banaslysinu sem varð í mars í fyrra.
BÓKAÚTGÁFA „Þetta er menningar-
legt stórvirki,“ segir Jóhann Páll
Valdimarsson bókaútgefandi en í
gær kom út á vegum JPV útgáfu
bókin Mynd á þili eftir Þóru Krist-
jánsdóttur list- og sagnfræðing.
Í bókinni er fjallað um íslenska
myndlistarmenn frá siðaskiptum
til öndverðrar 18. aldar. Hún er
gefin út í samvinnu við Þjóð-
minjasafn Íslands og var því vel
við hæfi að útgáfuteitið færi fram
í Bogasal Þjóðminjasafnsins en
þar fer fram sýning á mörgum
verkanna sem fjallað er um í bók-
inni. Sýningin ber einnig heitið
Mynd á þili.
Margra ára rannsóknir liggja
að baki verkinu og segir höfundur
von sína með útgáfunni vera þá að
listamenn fyrri alda verði al-
menningseign.
Fjöldi fólks var viðstaddur at-
höfnina og sagði Jóhann Páll við
það tækifæri að hann hefði aldrei
farið út í þetta verkefni hefði
hann vitað fyrir hve mikið um-
stang fylgdi því. „En þannig er því
farið um flest þau verk sem mér
þykir vænst um,“ bætti bókarút-
gefandinn hróðugur við. -jse
ÁNÆGÐUR HÖFUNDUR
Margra ára rannsóknir liggja að baki verki
Þóru Kristjánsdóttur, Mynd á þili.
HARALDUR
NOREGSKONUNGUR
Lestir í Kaupmannahöfn:
Myndavélar
gera gagn
DANMÖRK Skemmdarverkum í lest-
um Kaupmannahafnarborgar hef-
ur fækkað stórlega eftir að
m y n d a v é l a -
eftirlit var
tekið upp í
n o k k r u m
vögnum.
Það hefur
löngum valdið miklum kostnaði
fyrir DSB, danska lestarfélagið,
hversu illa hefur verið gengið um
vagna og kostnaður við að þrífa
veggjakrot hefur sömuleiðis verið
geigvænlegur.
Myndavélum hefur verið kom-
ið fyrir í 27 af 130 lestum sem
ganga innan borgarmarkanna og
hefur það þegar leitt til handtöku
nokkurra skemmdarvarga.
Vegna þessarar góðu reynslu
stendur nú til að koma eftirlits-
myndavélum upp í sem flestum
vögnum. ■
ANDRI TEITSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N