Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Kristján Arason, handbolta- kempa og framkvæmdastjóri einkabankaþjónustu KB banka, segir besta ráð sem hann hafi fengið að klára háskólanám áður en hann hélt í atvinnu- mennsku: ,,Mig langaði nú strax út til Þýskalands að spila en mamma sagði mér að klára háskólann fyrst,“ segir hann eftir örlítinn umhugsunarfrest. Kristján segir þetta hafa auðveldað honum lífið eftir að hann sneri aftur heim úr at- vinnumennskunni: ,,Ég gat val- ið úr störfum í stað þess að þurfa að setjast aftur á skóla- bekk.“ Kristján; sem spilaði með FH á Íslandi, Hameln og Gum- mersbach í Þýskalandi, Teka Santander á Spáni og er marka- hæsti leikmaður Íslands frá upphafi, segist ekki hafa verið ánægður þegar móðir hans lagði þetta fyrst til en hafi síð- an tekið sönsum. Hann hvetur fólk til að hlýða mæðrum sín- um: ,,Mamma er alltaf best,“ segir Kristján. - jsk B E S T A R Á Ð I Ð Næstkomandi föstudag opnar Radisson SAS 1919 Hotel í gamla Eimskipahúsinu. Eigandi þess er ferðamálafrömuðurinn Andri Már Ingólfsson, hjá Heimsferðum, en hann eign- aðist húsið á síðasta ári. Auk þess festi hann kaup á nærliggjandi byggingu, Gjaldheimtu- húsinu við Tryggvagötu 28. Heildarflatarmál hótelsins er um fimm þúsund fermetrar. Hótelið er fjögurra stjör- nu lúxushótel með 70 herbergjum, þar af eru 24 Standard her- bergi, 28 Deluxe, sextán Junior-svítur og tvær lúxussvítur. Staðsetningin gerist vart betri; hótelið er í miðri Reykjavík. Það verður rek- ið innan Radisson SAS hótelkeðjunnar sem hefur einnig Hótel Sögu vinnan sinna vé- banda ásamt Park Inn Ísland, fyrrum Radis- son SAS Ísland Hotel. Hin norska Nina Thom- assen er hótelstjóri Radisson SAS 1919 Hotel. Hún hefur starfað hjá keðjunni samfellt í átján ár. ALLT FYRIR GESTINN Gréta Björg Blængsdóttir, sölustjóri hótels- ins, er ein af þeim sem leggja hart að sér dag sem nótt við að opna hótelið á tilsettum tíma. Iðnaðarmenn, ásamt starfsfólki hótelsins, vinna nótt sem dag við að setja upp innrétt- ingar, hengja upp gardínur, bera inn húsgögn, þrífa svo eitthvað sé nefnt. En vert er að nefna að mikið er lagt í öll húsgögn og muni sem er öll sérinnflutt frá Ítalíu, Spáni, Aust- urríki, Svíþjóð, Bretlandi, Finnlandi svo eitt- hvað sé nefnt. „Við erum að byggja upp fyrsta flokks hót- el með persónulegri og faglegri þjónustu,“ segir Gréta Björg. Radisson SAS-keðjan legg- ur mikla áherslu á að starfsfólk veiti per- sónulega þjónustu við viðskiptavininn en sé samt fagmennskan uppmáluð. „Þjónustuhug- tak keðjunnar er: „Yes, I can!“ en í þessum orðum felst ákveðin skuldbinding fyrir okkur starfsfólkið, alveg frá toppi og niður úr. Starfsfólkið er þjálfað í samræmi við hugtak- ið og þegar á hólminn er komið er ekkert vandamál of stórt að ekki sé hægt að leysa það,“ segir hún. Annað móttó hjá keðjunni er hugtakið „fresh, host and easy“ og gefur til kynna að það sé auðvelt að eiga viðskipti við Radisson SAS-keðjuna og hótelin í heild sinni. „Það er ekkert þunglamalegt yfir okkur hér á Radisson SAS 1919 Hotel. Hér er gestrisni ávallt til staðar og við viljum um- fram allt gera vel við okkar gesti. Ef eitthvað er að, þá björgum við því án málalenginga. Við viljum að gestir okkar kunni að meta andrúmsloftið, starfsfólkið og alla umgjörðina þannig að þeim líði eins og þeir séu heima hjá sér og vilji koma aftur til okkar. Starfsfólkið á að vera vinalegt, glað- legt en samt látlaust í umgengni við gesti okkar,“ bætir hún við. STYRKUR Í MERKINU Gréta Björg hefur heimsótt fyrirtæki og ferðaskrifstofur, kynnt hótelið og þá þjón- ustu sem verður í boði. Hún segir að vel gangi að bóka og viðtökur og fyrirspurnir frá fyrirtækjum hafi verið miklar og góðar. Radisson SAS 1919 Hotel höfðar til fyrir- tækja af öllum stærðum og gerðum, sem taki á móti erlendum gestum allan ársins hring. Hún segir að mörgum finnist vera kom- inn tími til að fá nútímalegt lúxushótel sem býður upp á þann möguleika fyrir athafna- fólk sem stoppar stutt, vill vera miðsvæðis og fá toppþjónustu. Gréta Björg er fús til að viðurkenna að samkeppni milli hótela í Reykjavík er hörð og ekkert gefið eftir. „Styrkur hótelsins liggur meðal annars í því að vera innan Radisson SAS-keðjunnar sem er vel þekkt í Evrópu og einkum á Norður- löndunum. Það hjálpar auðvitað líka til að mjög margir þekkja til Eimskipahússins, er- lendis sem hérlendis.“ Aðspurð um verðið segir Gréta Björg að hótelið bjóði upp á fullkomlega samkeppnis- hæft verð. EINNIG FYRIR ÍSLENDINGA Það kemur skemmtilega á óvart hversu vel húsið hentar fyrir hótelrekstur. Herbergi sem höfðu verið notuð undir skrifstofur eru af æskilegri stærð sem hótelherbergi og lofthæð er mikil. Eitt af sérkennum hótelsins er greiður að- gangur að því. Gestir geta gengið inn frá að- alinnganginum Hafnarstrætismegin, Tryggvagötu og Pósthússtræti. Ef gengið er inn frá Pósthússtræti er komið inn á veit- ingastaðinn Salt, sem tekur um 65 manns í sæti, og bætist við í flóru veitingastaða í miðbænum. Jafnframt er rekinn bar undir heiti Salts. Ragnar Ómarsson matreiðslu- meistari mun ráða ríkjum í sérhönnuðu opnu eldhúsi sem er sett upp samkvæmt ströng- ustu kröfum meistara frá Radisson SAS- keðjunni. Rekstraraðilar hótelsins ætla að beina sjónum sínum að íslenskum gestum og leggja áherslu á að staðurinn sé ekki ein- göngu fyrir viðskiptavini hótelsins. Hverjar eru horfurnar í ferðaþjónustu? „Við erum náttúrlega bjartsýn, annars vær- um við ekki að þessu,“ svarar hún hlæjandi. Ferðamönnum fjölgar á Íslandi með hverju árinu en því má ekki gleyma að landið er í harðri samkeppni við önnur lönd eins og Norðurlöndin ásamt Austur-Evrópulöndun- um, sem eru nánast eins og óplægður akur. Ferðamenn sem koma til landsins vilja ferð- ast til staða sem eru enn tiltölulega ókannað- ir en gera samt kröfur um þægindi. Gréta Björg telur að gæðaþjónusta við gestina geti skipt sköpum. „Við Íslendingar höfum ekki alltaf verið talin þjónustuglöð en nú verðum við heldur betur að bretta upp ermarnar ef við ætlum að standast samkeppnina.“ Radisson SAS 1919 Hotel Hótelstjóri: Nina Thomassen Fjöldi herbergja: 70 Starfsmenn: Um 70 Lúxushótel opnar í miðbænum Radisson SAS 1919 opnar með pompi og prakt í Eimskipahúsinu á föstudaginn. Þetta er eitt glæsilegasta hótel landsins og verður engu til sparað. Svíturnar eru fleiri en hefðbundnu herbergin. Eggert Þór Aðalsteinsson bað Grétu Björgu Blængsdóttur sölustjóra um að segja frá nýja hótelinu og sérstöðu þess. HILDUR KRISTMUNDSDÓTTIR hefur verið ráðin útibússtjóri í útibúinu á Seltjarnar- nesi frá 1. júní nk. Hildur hóf störf í Ís- landsbanka sem verðbréfafulltrúi í útibúinu í Hafnarfirði árið 1998 og varð síðan þjónustustjóri í útibúinu að Suður- landsbraut árið 2001. Hildur lauk sálfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1995, rekstrar og viðskiptanámi í Endur- menntun Háskóla Íslands árið 2001 og MBA, jafnhliða starfi sínu, einnig frá HÍ árið 2004. MAGNEA ÞÓREY HJÁLMARSDÓTTIR hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Flug- leiðahótela. Hún lauk námi í hótelstjórn- un frá IHTTI, Neuchatel í Sviss árið 1991 og MBA námi frá University of Surrey 2003. Hún hóf hótelferil sinn í Sviss þaðan sem hún fór til Japan áður en hún hóf störf á Holiday Inn Reykjavík 1992-1995, var aðstoðarhótel- stjóri Hótels Esju og Loftleiða frá 1996- 1998, forstöðumaður landsbyggðarhót- ela Flugleiðahótela h/f 1998-1999, fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar „Konur og lýðræði við árþúsundamót“, sem haldin var á vegum ríkisstjórnarinnar 1999. Hún var forstöðumaður Icelandair hot- els 1999-2001. Að námi loknu hefur Magnea starfað við Háskólann í Surrey við skipulagningu alþjóðlegra ráðstefna sem og ráðgjafi á sviði markaðsmála og gæðastjórnunar. KÁRI KÁRASON hefur verið ráðinn sem aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir Icelea- se. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Flugleiðahótela frá árinu 1999, en var áður forstöðumaður á fjármálasviði FL Group frá árinu 1994. Icelease tók til star- fa fyrr á þessu ári og er nýtt fyrirtæki inn- an FL Group sem annast kaup, sölu og leigu flugvéla á al- þjóðlegum markaði. Icelease er ætlað útrásarhlutverk á þessum nýja starfsvettvangi innan FL Group og hefur félagið að undanförnu lagt áherslu á Asíumarkað og leigði meðal annars fimm Boeing 737-800 þot- ur til Air China eins og greint var frá fyr- ir skömmu. THEODÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR hefur verið ráðin markaðsstjóri Smáralindar í stað Erlu Friðriksdóttur sem tekur við starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi 1. ágúst nk. Theo- dóra hefur starfað hjá Smáralind frá árinu 2000 og hef- ur gengt starfi þjónustustjóra undanfarin þrjú ár ásamt því að vinna að mark- aðsmálum versl- unarmiðstöðvarinnar. Hún starfaði áður í innflutningsdeild Byko í átta ár. STANDA Í STRÖNGU Gréta Björg Blængsdóttir (standandi), sölustjóri Radisson SAS 1919 Hotel, og Nina Thomassen (sitjandi) hótelstjóri vinna hörðum höndum að því að opna eitt glæsilegasta hótel landsins sem staðsett verður í Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti. KRISTJÁN ARASON Segir móður sína alltaf besta. Klára skólann Fr ét ta bl að ið /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.