Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 32
Sífellt fleiri spila nú póker á net-
inu. Nú er svo komið að í Bret-
landi hafa tvö fyrirtæki sem sér-
hæfa sig í póker-keppnum á net-
inu, Party Gaming og Empire On-
line, í hyggju að skrá sig á hluta-
bréfamarkað.
Umfang heimsmarkaðarins
hefur þrefaldast á tveimur árum
og talið er að hlutabréf í Party
Gaming einu og sér muni seljast
fyrir 600 milljarða króna, sem
gerir fyrirtækið stærra en breska
flugfélagið British Airways.
Ástæðan fyrir auknum vin-
sældum pókerkeppna á netinu er
talin tvíþætt: í fyrsta lagi þurfi
hæfileika til að njóta velgengni í
póker, öfugt við margar tegundir
fjárhættuspila þar sem heppni
ræður mestu. Í öðru lagi sé fólk
farið að treysta netinu og hiki
ekki lengur við að gefa upp
kortanúmer og aðrar persónu-
upplýsingar.
Ekki spilli svo fyrir að fjár-
hættuspil séu í tísku og spilavíti
spretti upp eins og gorkúlur víða
um heim.
Þeir eru þó til sem hafa
áhyggjur af þessari þróun. Nú
þurfi ekki lengur að klæða sig í
smóking, gera sér ferð í spilavíti
og fá sér martini til að spila held-
ur geti menn einfaldlega sest
fyrir framan tölvuna á
baðsloppnum.
Sálfræðingurinn Adrian
Scarfe, sem sérhæfir sig í með-
ferð spilasjúklinga, hefur miklar
áhyggjur af þessu: ,,Nú er fíknin
vandamál allan sólarhringinn.
Fólk verður háð bæði spilunum
og netinu“.
Verðbréfamiðlarinn Paul
gefur þó ekki mikið fyrir áhyggj-
ur Scarfes: ,,Þetta er ekkert
stressandi. Það skaðar engan að
skemmta sér aðeins. Mér finnst
þetta raunar mjög róandi eftir
erfiðan vinnudag“. - jsk
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN8
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Menn eru ekki á eitt sáttir um þá ákvörðun
hinnar alþjóðlegu ICANN-stofnunar, sem sér
um úthlutun léna á internetinu, að leyfa
klámsíðum að notast við endinguna xxx.
Icann samþykkti umsókn lénsölufyrir-
tækisins ICM um að hefja sölu á vefsíðum
með endinguna og munu þær vera falar á
tæpar 4 þúsund íslenskar krónur.
Talsmaður ICM sagðist í yfirlýsingu
telja ákvörðun ICANN byggða á mál-
efnalegum rökum: „Nú munu
börn ekki geta heimsótt klámsíður
í jafn miklum mæli án þess að það
komist upp“.
Tekjur klámiðnaðarins námu á
síðasta ári 800 milljörðum króna.
Icann hafði áður hafnað umsókn
sama efnis frá ICM árið 2000 en
eitthvað virðist hafa breyst síðan
þá.
Karl Auerbach, fyrrum
stjórnarmeðlimur ICANN, sagði
hins vegar ákvörðunina fárán-
lega: „Mig grunar að þarna ráði
peningar för. Stofnunin hefur
áður hafnað umsóknum frá
skólum, trúfélögum og sam-
tökum listamanna um
eigin endingar. Þetta er
stórfurðulegt“.
Talið er að hægrisinn-
aðir trúflokkar í Banda-
ríkjunum muni krefjast
þess að klámsíður verði skyldaðar til að taka upp
endinguna. Erfitt gæti hins vegar reynst að rétt-
læta slíkt lagalega.
Bjarni Rúnar Einarsson netverji hafði þetta um
málið að segja: „Margir telja auðvelt aðgengi að
klámi vera eitt stærsta vandamálið sem fylgir net-
inu. Þetta gæti auðveldað fólki að sía slíkt efni út.
Hins vegar er gallinn sá að ekki er hægt að skylda
klámvefi til að taka
endinguna upp“.
Arthur Ólafs-
son, vefstjóri
www.b2.is, sagði
síðuna ekki hafa í
hyggju að taka
upp endinguna
xxx enda liti hann
ekki á b2
sem klám-
síðu: „Ég
held að
það muni nú ekki ganga að koma þessu öllu svona
undir einn hatt. Síður með endingunni eru dýrari
auk þess sem auðveldara á að vera að hindra að-
gang að þeim. Maður skilur ekki alveg hver hvat-
inn á að vera“. jsk@frettabladid.is
JENNA JAMESON KLÁMMYNDASTJARNA Fólk segir hvatann
vanta fyrir klámsíður til að taka upp endinguna xxx. Síður með ending-
unni eru dýrari auk þess sem auðveldara er að hindra aðgang að þeim.
Sífellt fleiri spila netpóker
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í pókerkeppnum á netinu er stærra
en British Airways.
Vísindamenn hafa náð að einangra DNA-erfðaefni úr
tönn bjarndýrs sem dó út fyrir 40 þúsund árum og
vonast til að endurlífga björninn. Björninn var eitt
sinn útbreiddur í Evrópu og lifði einkum þar sem nú
er Austurríki. Hann hafðist við í hellum, en dó út við
lok ísaldar.
Segja vísindamennirnir að næst sé á dagskrá að
einangra erfðaefni úr forföður mannsins,
Neanderdalsmanninum. Vona vísinda-
mennirnir að einhvern daginn muni
Neanderdalsmaður aftur ganga um á jörð-
inni: „Þetta er bara tímaspursmál. Ég held að okk-
ur muni takast það,“ sagði dr. Eddy Rubin, sem haft
hefur yfirumsjón með rannsóknum.
Rubin sagði hins vegar með öllu ómögu-
legt að einangra erfðaefni úr risaeðlum, til
þess væri einfaldlega of langt síðan þær
dóu út: „Jurassic Park var bara vísinda-
skáldskapur og verður aldrei að veru-
leika“. - jsk
NEANDERDALS-
MAÐURINN Vísindamenn hafa
einangrað erfðaefni úr bjarndýri
sem dó út fyrir 40 þúsund árum.
Þeir segja Neanderdalsmanninn
næstan.
Ætla að endurlífga björn
Vísindamenn segja ekki ómögulegt að Neander-
dalsmenn gangi aftur um jörðina.
Bin Laden
ekki hand-
samaður
Yfirvöld í Bandaríkjunum og
Bretlandi hafa varað tölvunot-
endur við að opna dreifipóst sem
segir hryðjuverkahöfðingjann
Osama bin Laden hafa verið
handsamaðan.
Pósturinn inniheldur vírus
sem veldur því að Windows-stýri-
kerfið hrynur. Segir í póstinum
að bin Laden hafi verið handtek-
inn fyrir nokkrum mínútum og
að sjónvarpsstöðvar á borð við
BBC og CNN muni innan
skamms flytja fréttina.
James Kay, yfirmaður breska
fyrirtækisins Blackspider, sem
sérhæfir sig í vírusvörnum, segir
starfsmenn sína hafa stöðvað
meira en milljón tölvuskeyti sem
segi frá handtöku bin Ladens. - jsk
OSAMA BIN LADEN Tölvupóstur sem
sagði frá handtöku hans reyndist innihalda
tölvuvírus.
SEAN CONNERY Í HLUTVERKI JAMES BOND Bond þarf ekki lengur að klæða sig upp til
að fara í póker. Hann getur einfaldlega sest fyrir framan tölvuna á nærklæðum einum fata.
Ágreiningur um xxx-endingar
Ekki er hægt að skylda klámsíður til að taka sér endinguna
xxx. Enginn hvati er fyrir hendi.
Vefsíða breska þingsins er úrelt
og óaðgengileg, samkvæmt
skýrslu bresku lýðræðissamtak-
anna Hansard Society. Segir í
skýrslunni að ný og betri vefsíða
yrði fyrsta skrefið í átt að betri
samskiptum þingsins við al-
menning.
,,Síðan er eins og skjalasafn
frá miðöldum. Það er erfitt að
vafra, engin tækifæri eru til
skoðanaskipta og leitarvél síð-
unnar er handónýt,“
sagði Gemma Rosen-
blatt, talsmaður
Hansard Society,
og bætti við: ,,Vef-
síða þingsins ætti
að vera sniðin að
þörfum almenn-
ings, ekki þing-
manna.“ - jsk
Þingmenn á netinu
BRESKA ÞINGHÚSIÐ
Lýðræðissamtök segja vef-
síðu breska þingsins úrelta
og óaðgengilega.