Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 60
8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við vonum ... ... að íslenska knattspyrnulandsliðið rífi sig upp í kvöld eftir áföll síðustu daga og rúlli yfir Maltverja. Þetta er besta tækifæri Íslands á sigri í riðlinum en hætt er að við að liðið ljúki keppni í riðlinum án sigurs klári þeir ekki dæmið í kvöld. Heyrst hefur ... ... að íslenskum landsliðsmönnum í knattspyrnu sé það ómögulegt orðið að skora gegn Möltu. 21 árs leikurinn í gær var þriðji leikurinn í röð sem Íslandi mistekst að skora og nú er að sjá hvort A-landsliðið geti brotið þennan múr hjá einum af slökustu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Malta fékk 35 mörk á sig í fyrstu 13 leikjunum gegn Íslandi en hefur nú haldið hreinu í 270 mínútur. sport@frettabladid.is 20 > Við mælum með ... .... að Akureyringar fjölmenni á landsleik Íslands og Svíþjóðar í kvöld og hjálpi til við að grafa Svíagrýluna endanlega. Það er ekki á hverjum degi sem Akureyringar fá slíkan toppleik til bæjarins og með því að fjölmenna á pallana í kvöld setja þeir pressu á að fá fleiri landsleiki í framtíðinni. Ísland mætir Möltu í kvöld í undankeppni HM. Hei›ar Helguson gat ekki teki› flátt í leiknum gegn Ung- verjalandi sökum leikbanns og óvissa er me› flátttöku hans í leiknum í kvöld vegna veikinda. Heiðar tæpur vegna veikinda FÓTBOLTI Íslenska landsliðið æfði í gær fyrir leikinn gegn Möltu sem verður á Laugardalsvelli í kvöld. Þegar um 10 mínútur voru liðnar af æfingunni þurfti Heiðar Helgu- son að hætta þar sem hann var slappur og sagði Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær að ólíklegt væri að hann yrði alveg tilbúinn í leikinn þó að erfitt væri að meta það á þessari stundu. Metið verður í samráði við lækni hvað gert verður. Ný varnarlína Ljóst er að það verður alveg ný varnarlína í leiknum gegn Möltu í kvöld frá því gegn Ungverjalandi vegna meiðsla og leikbanna. Logi segist aldrei hafa lent í því á sín- um þjálfaraferli að neyðast til að skipta um heila vörn. „Hvorki ég né Ásgeir höfum lent í einhverju líkt þessu, í leikn- um á laugardag fór stór hluti fyrri hálfleiks í að gera að meiðslum manna. Þetta var ótrúleg upplifun en við reynum að taka það já- kvæða úr leiknum með okkur í leikinn gegn Möltu. Það er margt jákvætt í okkar leik, góð stemmning og góður vinnuandi í hópnum. Þetta er enn fyrir hendi þrátt fyrir áföllin,“ sagði Logi. Þegar Ísland og Malta mættust í fyrri leiknum voru Möltumenn með tvo menn fyrir aftan fjögurra manna línu, þrjá þar fyrir framan og einn fremstan. „Þeir léku aft- arlega gegn okkur í fyrri leiknum og við reiknum með að þeir geri það sama nú. Við þurfum að koma af hörku í leikinn og vera með mikla pressu á boltann eins og gerðist gegn Ungverjum. Einnig þurfum við að nýta vel breidd vallarins.“ Óhjákvæmilega verða tals- verðar breytingar á liði Íslands í kvöld, bæði aftarlega og framar- lega að sögn Loga. Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, var kallaður inn í landsliðið fyrir leik- inn en það er í fyrsta sinn sem hann er valinn. „Bjarni hefur staðið sig vel á æfingum og er framtíðarmaður. Við treystum ungu leikmönnunum fullkomlega til að fara út í þetta verkefni,“ sagði Logi Ólafsson. elvar@frettabladid.is Íslenska 21 árs landsliðið gerði markalaust jafntefli við Möltu í gær: FÓTBOLTI Íslenska 21 árs landslið- ið varð að sætta sig við marka- laust jafntefli við Möltu á KR- vellinum í gær og jafnteflið er mikill sigur fyrir Möltubúa ef marka má viðbrögð þeirra eftir leik en þeir hafa fengið öll fjögur stigin í riðlinum út úr tveimur leikjum sínum við íslenska liðið. Tveir frábærir heimaleikir í fyrrahaust þar sem Búlgaría og Svíþjóð lágu bæði 3-1 gáfu góð fyrirheit fyrir leikina í þessari törn en þegar upp er staðið fékk íslenska liðið aðeins eitt stig og skoraði ekki mark í leikjunum tveimur. „Það er ekki hægt að fá fleiri færi í leik og það er alveg með ólíkindum að við höfum ekki náð að skora. Við sköpuðum okkur fullt að færum en náðum bara ekki að setja boltann yfir línuna. Það er að sjálfsögðu mjög svekkjandi því við áttum mikið meira skilið út úr þessum leik,“ sagði Eyjólfur Sverrisson lands- liðsþjálfari. „Þetta datt ekki fyr- ir okkur í þessum tveimur leikj- um en ég er viss um það að við eigum eftir að opna markareikn- inginn okkar aftur,“ bætti Eyjólf- ur við en íslenska liðið á nú eftir þrjá leiki í riðlinum, heimaleik gegn Króötum og útileiki gegn Búlgörum og Svíum. „Við fengum heilan helling að færum og hefðum átt að nýta eitthvert þeirra. Okkur vantar smáákveðni í að klára sóknirnar og við erum ekki að spila af sömu getu og við eigum að gera og höf- um gert hingað til. Það sýnir sig bara að ef við erum ekki að spila 100% leik þá vinnum við ekki þessa leiki. Við ætluðum okkur stóra hluti í þessum tveimur leikjum en þetta gekk ekki upp hjá okkur. Við verðum bara að bæta okkur og koma sterkari til leiks næst. Það voru framfarir í dag frá því í Ungverjaleiknum enda kannski ekki annað hægt og það komu góðir kaflar inn á milli en því miður náðum við ekki að nýta færin,“ sagði Hannes Þ. Sig- urðsson sem skoraði sex mörk í heimaleikjunum tveimur í fyrra- haust en komst eins og aðrir í lið- inu ekki á blað í leikjunum gegn Ungverjalandi og Möltu. Sigur hjá 19 ára liðinu Theódór Elmar Bjarnason skoraði bæði mörkin í 2–0 sigri 19 ára landsliðsins í vináttu- landsleik gegn Svíum í gær. Fyrra markið gerði Theódór Elmar úr víti. Liðin mætast aftur í Sandgerði í hádeginu á fimmtudaginn. ooj@frettabladid.is Ekki hægt a› fá fleiri færi í leik Það vakti athygli að þegar ís- lenska karlalandsliðið í hand- bolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn,“ sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lít- illæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holm- geirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línu- menn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel,“ sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem lands- liðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við lands- liðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Ak- ureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér,“ sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20. ÓLAFUR STEFÁNSSON: HEFUR ALDREI UNNIÐ SVÍA OG MISSTI AF SIGURLEIKNUM Í FYRRAKVÖLD Gæti or›i› erfitt a› slá Einar út úr li›inu Sendu SMS skeytið JA MMF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar f. 2 Mr & Mrs Smith Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d. úr og bolir DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SMS leikur Guðjón Þórðarson: Er hér til fless a› ná árangri FÓTBOLTI Það gustar um Guðjón Þórðarson í stjórastól Notts County þótt ekki hafi hann setið lengi. Hann er búinn að leggja lín- urnar fyrir leikmenn liðsins sem hann segir hafa leikið undir getu. Guðjón segir að geti þeir ekki far- ið eftir því sem hann segir geti þeir fundið sér annað félag. „Þeir geta farið sínar leiðir en ef þeir gera það verða þeir ekki ánægðir með það hvar þeir enda,“ sagði Guðjón í samtali við Nott- ingham Evening Post en hann hyggst beita heraga hjá Notts County. „Ef leikmönnum líkar ekki við aðferðir mínar geta þeir farið annað. Það er ekkert vanda- mál af minni hálfu. Agi er mikil- vægur og menn vita hvenær þeir hafa farið yfir strikið. Ég er ekki í þessu starfi til að eignast vini. Ég er hér til þess að ná árangri.“ HARÐUR HÚSBÓNDI Það er enginn miskunn hjá Guðjóni. ÚFF Það má segja að þessi mynd sé táknræn fyrir gengi 21 árs landsliðsins í leikjunum gegn Ungverjum og Möltu. Þar gekk lítið sem ekkert upp. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL HEIÐAR TÆPUR Sveinbjörn Brandsson, læknir landsliðsins, hugar hér að Heiðari fyrir leikinn gegn Möltu ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/DOMENIC AQUILINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.