Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Þórlindur Kjartansson
skrifar
Óttinn við efnahagsveldi Kína verður sífellt meira
áberandi enda virðast kínverskar verksmiðjur geta
framleitt gæðavörur í næstum hvaða vöruflokki
sem er á miklu lægra verði en Vesturlönd geta
keppt við.
Næsta áhyggjuefni þeirra sem óttast samkeppni
við Kína er að næsti stóriðnaðurinn sem muni lúta í
lægra haldi fyrir kínverskri framleiðslu sé bílaiðn-
aðurinn. Bílafyrirtækin í Evrópu og Bandaríkjunum
eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir enda
vex kostnaður við framleiðsluna stöðugt og sam-
keppnin frá öflugum fyrirtækjum í Asíu verður
stöðugt þungbærari.
Nokkur kínversk fyrirtæki hafa á síðustu árum
unnið ötullega að vöruþróun og stefna að því að
koma vörum sínum á markaði í Evrópu og Banda-
ríkjunum á næstu árum. Kínverska ríkisstjórnin
hefur fjárfest fyrir tugi milljarða í uppbyggingu
svæðis fyrir utan Sjanghæ þar sem unnið er að
rannsóknum, þróun og framleiðslu á bílum. Tals-
maður yfirvalda sagði í viðtali við The Economist
fyrir skemmstu: „Við höfum byggt þetta upp á
þremur árum en það tók hundrað ár að byggja
Detroit,“ og vísar til höfuðborgar bandaríska bíla-
iðnaðarins þar sem höfuðstöðvar General Motors og
Ford er að finna.
Ljóst er að mikill stórhugur er að baki hugmynd-
um Kínverja um þátttöku í alþjóðlegum bílaiðnaði
og er markaðssetning í Mið-Austurlöndum komin
ágætlega af stað. Kínversku fyrirtækin líta á það
sem prófraun fyrir vöruna áður en markaðssetning
í Evrópu og Bandaríkjunum hefst fyrir alvöru.
Ljóst er að kínversku framleiðendurnir geta boð-
ið miklum mun ódýrari bíla en aðrir. Smábíllinn
Chery QQ mini kostar til að mynda aðeins um 3.500
Bandaríkjadali – sem samsvarar um 230 þúsund ís-
lenskum krónum. Reyndar telja forsvarsmenn í evr-
ópskum og bandarískum bílaiðnaði að kínverskir
keppinautar þeirra fari heldur frjálslega með höf-
undarrétt og einkaleyfi og að hönnuninni sé beinlín-
is stolið. Þá vilja forsvarsmenn General Motors fá
úr því skorið fyrir bandarískum dómstólum hvort
vöruheitið Chery sé of líkt Chevy.
Sumir telja þó að hættan sem öðrum bílafram-
leiðendum stafi af þeim kínversku kunni að vera of-
metin þar sem reynslan sýni að mjög langan tíma
taki að vinna næga tiltrú markaðarins til að öðlast
verulega hlutdeild. Eins fer neikvæð umræða í garð
kínverskra framleiðenda vaxandi og það kann ein-
nig að draga úr möguleikum þeirra til áframhald-
andi landvinninga. Heimildir: Financial Times, The Economist
Danska leikfangafyrirtækið
Lego hefur tilkynnt að það hygg-
ist selja skemmtigarðana fjóra
sem eru í eigu fyrirtækisins,
Legolöndin. Lego hefur rekið
skemmtigarða í Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Englandi og Dan-
mörku.
Á síðasta ári var Lego rekið
með 20 milljarða króna tapi og
var það aðeins í fjórða skipti í
sögu fyrirtækisins sem það skil-
ar ekki hagnaði.
Lego hefur á undanförnum
árum reynt að færa út kvíarnar
og bætt mörgum vöruflokkum,
til að mynda útilegubúnaði,
tölvuleikjum og skófatnaði, við
hina hefðbundnu Lego-kubba.
Hafa þessar tilraunir að mestu
mistekist.
Stjórnendur fyrirtækisins
vona að með sölu skemmtigarð-
ana losni um fé sem síðan eigi
að nota til leikfangafram-
leiðslu. - jsk
Rambo snýr aftur
Kvikmyndafyrirtækið Miramax hefur selt Nu Image-réttinn til að
gera framhaldsmynd um John Rambo, sem Sylvester Stallone lék
svo eftirminnilega um árið.
Miklar lagadeilur hafa orðið um framleiðslurétt-
inn og sagðist Avi Lerner, forstjóri Nu Image,
vera gríðarlega ánægður með að sættir skuli
hafa náðst í málinu og hyggst fyrirtækið hefja
tökur fljótlega: „Ef fjórða myndin gengur vel
lofa ég því að við framleiðum númer fimm og
sex. Rambo er alger gullnáma.“
Stallone sjálfur hafði þetta um málið að
segja: „Ég er búinn að skrifa undir og hef
tekið aftur fram höfuðklútinn, vélbyssuna
og lásbogann. John Rambo hefur engu
gleymt.“ - jsk
Þann 8. júní 1949 kom út bókin 1984 eftir George
Orwell. Hún seldist strax vel og er almennt álitin
einhver áhrifamesta bók tuttugustu aldarinnar.
1984 fjallar um heldur óhuggulegt framtíðarríki
þar sem ríkisvaldið hefur heljartök á einstakling-
unum og hefur uppi umfangsmikla blekkingar-
starfsemi til þess að halda almenningi í skefjum.
Aðalsöguhetjan starfar hjá sannleiksráðuneytinu
við að falsa sögulegar heimildir svo þær passi við
þann áróður sem stjórnvöld hafa í frammi.
Bókin lýsir ákaflega óaðlaðandi framtíðarsýn
sem litast af aðstæðum í Bretlandi á árunum eftir
Síðari heimsstyrjöldina þar sem allar lífsnauðsynj-
ar voru skammtaðar og Bretar misstu stjórn á
heimsveldi sínu þótt stjórnvöld gerðu hvað þau
gætu til að halda því fram að ósigrar heimsveldis-
ins væru í rauninni sigrar.
Framtíðarsýn Orwells
fól meðal annars í sér að til-
raun væri gerð til að heila-
þvo fólk með því að breyta
tungumálinu. Tungumálið
„Newspeak“ – eða nýtal – er
flatneskjulegt stofnanamál
þar sem blæbrigði og til-
finningar víkja fyrir ill-
skiljanlegu og þversagna-
kenndu blaðri.
Með framförum í upp-
lýsingatækni og möguleik-
um til misnotkunar hennar
hafa ýmis hugtök úr 1984
orðið hluti af daglegum
orðaforða. Hugtakið „Stóri
bróðir“ sem táknar hið alsjáandi auga ríkisvalds-
ins er komið úr bókinni og vísa stuðningsmenn per-
sónuverndar mjög gjarnan til bókarinnar í mál-
flutningi sínum. - þk
S Ö G U H O R N I Ð
1984 kemur fyrst út
radissonsas.com
* Yes I Can! er skrásett þjónustuhugtak Radisson SAS hótela.
Það mótar grunninn að stefnu okkar.
Radisson SAS 1919 hótel
Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001,
netfang info.1919.reykjavik@radissonsas.com
Ég sef
alltaf er
*já
þar sem
sagt
Við tökum vel á móti þér
á Radisson SAS 1919
hóteli, Reykjavík
Brown vill hjálpa Afríku
Breski fjármálaráðherrann fer fram á
aukna þróunaraðstoð.
Vestrænir bílaframleiðendur sjá fram á erfiða samkeppni ef
kínverski bílaiðnaðurinn kemst á flug. Ódýrustu bílarnir
kosta undir 300 þúsund krónum en þó verður ekki vand-
ræðalaust fyrir Kínverja að vinna sér markaðshlutdeild á
stærstu markaðssvæðum heims.
NÝ AFURÐ ÚR KÍNVERSKA BÍLAIÐNAÐINUM Kínverskar sýn-
ingarstúlkur við nýjasta Chery-bílinn, sem kynntur var á bílasýningu
fyrir skemmstu. Framleiðslukostnaður kínverskra bíla er miklu lægri
en bandarískra og evrópskra.
Bílabylting að
hefjast í Kína
Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría 391,20 Lev 40,39 -2,8%
Carnegie Svíþjóð 78,50 SEK 8,67 0,6%
deCode Bandaríkin 7,88 USD 64,58 7,8%
EasyJet Bretland 2,27 Pund 117,56 -2,7%
Finnair Finnland 6,88 EUR 79,21 -3,4%
French Connection Bretland 2,72 Pund 117,56 -2,3%
Intrum Justitia Svíþjóð 49,70 SEK 8,67 -6,5%
Low & Bonar Bretland 1,10 Pund 117,56 -3,0%
NWF Bretland 5,85 Pund 117,56 1,4%
Scribona Svíþjóð 14,10 SEK 8,67 -2,6%
Singer & Friedlander Bretland 3,13 Pund 117,56 -0,9%
Skandia Svíþjóð 41,30 SEK 8,67 -2,4%
Somerfield Bretland 1,98 Pund 117,56 -0,5%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 7.júní 2005
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 7 , 8 8 - 0 , 9 %
Breski fjármálaráðherrann Gor-
don Brown hefur skorað á olíu-
framleiðslulönd að nota ríki-
dæmi sitt til hjálpar Afríkulönd-
um. Brown mun á næstu dögum
fara á fund með öðrum evrópsk-
um fjármálaráðherrum og hyg-
gst hann nota tækifærið og fara
fram á stuðning starfsbræðra
sinna: ,,Ég vona að þau lönd sem
auðgast hafa á hækkun olíuverðs
sjái sér fært að auka framlag sitt
til þróunarmála,“ sagði Brown.
Brown og
forsætis-
ráðherrann, Tony Blair, hafa lagt
fram tillögur þess efnis að fram-
lag til þróunarmála verði tvöfald-
að, og viðskiptahindrunum gagn-
vart Afríkuríkjum aflétt.
Einnig vilja þeir félagar að
ríkari lönd sleppi að innheimta
skuldir Afríkuríkja. Brown sagð-
ist hafa fulla trú á því að tillög-
urnar fengjust samþykktar, sér-
staklega þar sem þær nytu stuðn-
ings Bandaríkjastjórnar. - jsk
Nýr forstjóri
Orkla
Orkla, sem rekur meðal annars
Elkem, móðurfélag Íslenska
járnblendifélagsins, hefur skipt
um forstjóra. Nýi stjórinn heitir
Dag J. Opedal og gegnir hann
jafnframt stöðu stjórnarfor-
manns. Talið er að Dag fái um
fjörutíu milljónir í árslaun.
Orkla er risafyrirtæki á
norskan mælikvarða og teygir
anga sína allt frá matvælafram-
leiðslu og fjölmiðlarekstri til
fjármálastarfsemi. Markaðsvirði
samsteypunnar er 480 milljarðar
króna og eru starfsmenn sam-
steypunnar um 20.000. - eþa
SYLVESTER STALLONE Í HLUTVERKI RAMBOS
Sly segist hafa tekið aftur fram höfuðklútinn, vélbyss-
una og lásbogann. John Rambo hafi engu gleymt.
GORDON BROWN
OG TONY BLAIR
Vilja stórauka framlag ríkari
þjóða til þróunarmála.
Lego í vanda
LEGOLAND
Lego hefur nú
tilkynnt að það
hyggist selja
þá fjóra
skemmtigarða
sem það hefur
rekið.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/N
or
di
c
Ph
ot
os
/A
FP
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/N
or
di
c
Ph
ot
os
/A
FP
JOHN HURT Í 1984 Win-
ston Smith er söguhetjan í
skáldsögunni. Ljósmynd úr
bíómynd sem gerð var eftir
bókinni.