Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 16
Ríkisútvarpið hefur farið mikinn í umfjöllun um meint „hrun“ þorsk- stofnsins við Færeyjar. Vitnað er hvað eftir annað í ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknarráðsins rétt eins og um efsta dóm í náttúruvísind- um væri að ræða. Alþjóða Haf- rannsóknarráðið er samstarfs- vettvangur fiskifræðinga frá 19 löndum sem starfa eftir sömu kenningunum. Kenningarnar ganga meðal annars út á að stór hrygningarstofn sé mikilvægur til að tryggja nýliðun. Aldrei hef- ur tekist að sýna fram á jákvætt samband nýliðunar og hrygning- arstofns en aftur á móti eru fjöl- mörg vísindaleg gögn sem sýna öfugt samband hrygningarstofns og nýliðunar, þ.e. lítill hrygning- arstofn gefur af sér mikla nýlið- un. Þetta má vel skýra út á þann hátt að þegar mikið er af fiski fyr- ir, þá er bæði minna af æti til skiptanna fyrir nýliða og meira um afrán eldri þorsks á smáum fiski sem er að koma inn í veiðina. Til einföldunar má líkja hafinu við tún sem er fullbeitt en á með- an svo er þá er ekki hægt að bæta við gripum inn á túnið. Í frétt Ríkisútvarpsins er sagt að þorskstofninn hafi „hrunið“ við Færeyjar upp úr 1990 en það sem er sérstaklega merkilegt við þá lægð sem hrygningarstofninn var í þá er að í kjölfarið kom mjög mikil nýliðun. Það er einfaldlega ofureðlilegt að fiskistofnar sveiflist. Í gegnum aldirnar hefur mönnum verið ljóst að fiskgengd og aflabrögð eru misjöfn frá ári til árs. Ef þorskstofninn við Færeyjar hegð- ar sér með sama hætti í þeirri lægð sem hann er í nú og hann var í 1990, þá má búast við mikilli ný- liðun nú í kjölfarið. Ráðgjöf Alþjóða Hafrannsókn- arráðsins hefur oftar en ekki ver- ið röng í Færeyjum. Nú berast fréttir af því að Alþjóða Hafrann- sóknarráðið vilji minnka þorsk- veiðar um 50%, en eins og sjá má á meðfylgjandi töflu þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ráðið hvet- ur til gífurlegs niðurskurðar á þorskafla. Færeyingar hafa hing- að til lítið tekið mark á dómsdags- spám ráðsins um að allt fari í kaldakol ef ekki verður farið að ráðleggingunum. Frá árinu 1997 hefur ráðið hvatt Færeyinga til að skera gífurlega niður veiðar, á sama tíma og hrygningarstofn hefur verið að vaxa, tvisvar sinn- um um 30% og 6 sinnum um 25%, en nú er skyndilega ráðlagður 50% niðurskurður. Ég vil vekja sérstaka athygli á súluritinu sem sýnir, að þrátt fyr- ir að ítrekað hafi verið veitt ríf- lega umfram ráðgjöf Alþjóða Haf- rannsóknarráðsin þá stækkaði hrygningarstofninn. Öllum ætti að vera ljóst við skoðun á þessu súluriti að Alþjóða hafrannsókn- arráðið hafði rangt fyrir sér og það er ekkert sem segir að þeirra kennisetningar séu réttari nú en árið 2001. Í fréttum RÚV um ástand þorskstofnsins í Færeyjum var deildarstjóri Fiskirannsóknar- stofu í Færeyjum að hnýta í ráð- gjöf Jóns Kristjánssonar, en svo virðist sem hann eigi harma að hefna, þar sem Jón Kristjánsson hafði bent rækilega á að ráðgjöf færeysku stofnunarinnar var röng. B orgarfulltrúar í Reykjavík keppast við að leggja fram til-lögur sínar í skipulagsmálum. Ljóst er að sjálfstæðismenní borginni hafa hreyft hressilega við keppinautum sínum og nú líður vart sá dagur að metnaðarfullar hugmyndir birtist ekki á síðum dagblaðanna – og var tími til kominn. Skipulagsvandi höfuðborgarsvæðisins felst í smáskammtalækn- ingum sem verið hafa við lýði síðustu áratugi. Í reynd líkist Reykjavík miklu fremur dreifbýli en þéttbýli enda kom á daginn við úttekt Fréttablaðsins á byggðaþróun í höfuðborginni, sem birt- ist í blaðinu um síðustu helgi, að byggðin í borginni myndi ennþá rúmast öll vestan Elliðaáa og Breiðholts hefði upprunalegur þétt- leiki byggðarinnar fengið að njóta sín á síðari árum. Helmingur af borgarlandinu hefur verið lagður undir umferðar- mannvirki. Það er ótrúlegt hlutfall. Sjálf Hringbraut borgarinnar er bein lína sem sker byggðina í tvennt – og skipti henni að lokum í tvö kjördæmi. Reykjavíkurflugvöllur þrengir svo að miðborginni að verslun og þjónusta hefur lagt á flótta yfir í önnur bæjarfélög. Gömul miðja borgarinnar er orðin að úthverfi. Þangað leggja fáir leið sína án þess að greiða stöðumælasekt. Skipulagspólitíkin hefur að mestu snúist um það að gera öllum til hæfis; leggja endalausar stoðbrautir sem flækjast um íbúða- hverfi í stað þess að hugsa nógu stórt og til framtíðar. Afkastamikl- ar hraðbrautir hafa meira og minna verið bannorð í umferðinni, enda vonuðust reykvísk yfirvöld allan seinni hluta síðustu aldar til að borgarbúar tækju strætisvagna fram yfir einkabíla. Það kom hins vegar á daginn að engin þjóð, nema ef vera kynni Bandaríkja- menn, er jafn hrifin af því að njóta einverunnar í bílnum á leið sinni til vinnu. Það er því gleðiefni að lesa grein Stefáns Jóns Hafstein, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, í Fréttablaðinu á mánudag. Þar leggur hann fram metnaðarfullar tillögur í skipulagsmálum – og svarar í raun kalli sjálfstæðismanna sem tóku ánægjulegt frum- kvæði í þessum efnum fyrir tveimur vikum. Þann dag kvað við nýj- an tón í málfutningi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna; upp- byggjandi framtíðarsýn þeirra vakti langtum meiri og jákvæðari athygli en þeir hafa átt að venjast af niðurrifsumræðunni um bág- an fjárhag borgarinnar og ruglið um Línu.net. Skipulagsmál í Reykjavík verða eitt helsta umræðuefni komandi borgarstjórnarkosninganna. Vonandi er að sú umræða endi ekki í hvimleiðu karpi um frumkvæði og eignarrétt á hugmyndum. At- hyglisvert er að sjálfstæðismenn kynntu sínar skipulagstillögur með mjög opnum huga og vilja málefnalega umræðu og skoðana- skipti um þennan mikilvæga málaflokk. Það er ekki síður athyglis- vert að oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn fagnar tillögum sjálfstæðismanna í grein sinni í Fréttablaðinu á mánudag. Þetta tvennt skiptir máli. Það er tímabært að borgarstjórnarflokkarnir allir tali saman um skipulagsmál – og komist að niðurstöðu. Þing- menn Reykvíkinga hafa iðulega látið sig samgöngumál lítt varða og eyðilagt sóknarfæri borgarinnar í þessum efnum með flokkspóli- tísku fimbulfambi. Borgarstjórnarflokkarnir allir eiga að hafa meiri metnað fyrir hönd höfuðborgarinnar. Í þeim efnum er tíma- bært að laga samtalstækni stjórnmálaflokkanna. ■ 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Það er tímabært að borgarstjórnarflokkarnir allir tali sam- an um skipulagsmál – og komist að niðurstöðu. Samtalstækni stjórnmálanna FRÁ DEGI TIL DAGS Fiskivei›irá›gjöf og Færeyjar Stjórnarsátt í Orkuveitu Einhugur virðist innan beggja fylking- anna í borgarstjórn um frammistöðu sinna manna í stjórn Orkuveitunnar því hún var endurkjörin á borg- arstjórnarfundi í gær. Stjórnarformaður- inn Alfreð Þor- steinsson mun því enn fara í broddi fylking- ar til nýrra tækifæra fyrir Orkuveituna en hann hefur verið nokkuð fram- takssamur að undanförnu. Við því er almennt búist að eftir því sem styttist í kosningar muni átökin um áherslur í stefnu- mótun Orkuveitunnar vaxa. Sjálf- stæðismenn hafa barist einhuga gegn starfsemi utan kjarnastarfsemi Orkuveitunnar en Alfreð heldur ótrauður áfram með öll spilin á hendi. Prófkjör í Reykjavík Sjálfstæðismenn halda prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykja- vík. Þátttaka í prófkjörum flokksins í Reykjavík hefur oftar en ekki verið góð og er mikilvægur þáttur í félags- starfi flokksins ekki síst vegna fjöl- margra prófkjörsskrifstofa sem bjóða upp á kaffi. Búist er við því að tölu- verð endurnýjun geti orðið á fram- boðslista flokksins fyrir kosningarnar þar sem vitað er að fleiri en færri hafa áhuga. Á sama tíma spyrst lítið til fregna úr höfuðstöðvum R-lista- flokkanna. Handstýrð hagstjórn Forsætisráðherrann tekur ekki undir tillögur flokksbróður síns, Kristins H. Gunnarssonar, um tilfærslu kvóta milli byggðarlaga með handafli. Hann sér ekki möguleikana á því að slíkt megi útfæra með eðlilegum hætti og vísar til annarra mikilvægari hluta. Beðið er eftir viðbrögðum Kristins við orðum Halldórs. hjalmar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Hrygningastofn Ráðgjöf ICES Heildarveiði 2000 2001 2002 40 .0 00 16 .0 00 21 .0 00 46 .0 00 16 .0 00 27 .0 00 53 .0 00 14 .0 00 36 .0 00Ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknarráðsins Ákvörðun Lögþingsins Um niðurskurð um niðurskurð 1997: -30% -12,5% 1998: -30% – 5% 1999: -25% 0% 2000: -25% 0% 2001: -25% 0% 2002: -25% – 1% 2003: -25% – 2% 2004: -25% – 1,5% SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÁSTAND ÞORSK- STOFNSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.