Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G KB banka hafði einungis borist vilyrði fyrir þrettán prósentum hlutafjár í Singer&Fried- lander daginn áður en kauptilboð til hluthafa breska bankans rann út síðastliðinn föstudag. Markmiðið var að kaupa að minnsta kosti 75 prósent af hlutafé Singer&Friedlander, sem ekki væri þegar í eigu KB banka. Niðurstað- an var sú að hluthafar samþykktu að selja rúm 69 prósent. Tony Shearer, forstjóri Singer&Friedland- er, segir að það komi varla á óvart í Bretlandi, að þetta markmið náist ekki í fyrstu atrennu. Yfirtökuferlið sé óskilvirkt og hluti af skýr- ingunni sé hægvirk póstþjónusta. Margir séu líka latir að senda inn samþykki sitt og bregð- ist seint við. Þrátt fyrir að einungis hefði borist vilyrði fyrir þrettán prósentum hluta- fjár á fimmtudeginum hefði niðurstaðan orð- ið sú að KB banki fékk vilyrði fyrir að kaupa rúmlega 69 prósent þegar upp var staðið. Frestur fyrir hluthafa, sem enn eiga hlut í Singer&Friedlander og vilja samþykkja yfir- tökutilboð KB banka, var framlengdur og rennur út 14. júní næstkomandi. Tony Shear- er er í litlum vafa um að KB banki nái að eignast þessi 75 prósent í bankanum til við- bótar því sem hann á fyrir. Til að það náist þarf íslenski bankinn að kaupa tæp sex pró- sent hlutafjár til viðbótar og eignast þá sam- anlagt áttatíu prósent í breska bankanum. Þess er því ekki langt að bíða að Kaup- þingsmenn fari að skipta sér af daglegum rekstri Singer&Friedlander. Eftir að seinni tilboðsfresturinn rennur út hafa bresk fjármálayfirvöld níutíu daga til að samþykkja nýja eigend- ur. Forstjóri Singer&Friedlander kynnti bankann fyrir fjárfestum, greiningaraðilum banka og fjölmiðl- um á kynningarfundi í Kaupmanna- höfn síðastliðinn föstudag. Fundur- inn var haldinn í danska bankanum FIH sem KB banki tók yfir í fyrra. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, og Sigurður Einarsson stjórnarformaður fóru yfir rekstur og framtíðarsýn bankans. Þá flutti Steingrím- ur Kárason erindi um áhættustýringu og Ár- mann Þorvaldsson sagði frá helstu verkefn- um undanfarin ár. Bæði Hreiðar Már og Sigurður ítrekuðu að eftir kaupin á Singer&Friedlander yrði Bret- land mikilvægasti einstaki markaður bank- ans. Það væri á vissan hátt misvísandi að segja bankann skandinavískan eins og hann hefði nýlega verið skilgreindur; hann væri orðinn líkari alþjóða- bönkum sem einbeiti sér að Norður- Evrópu. Hreiðar sagði þá núna horfa til þess að auka umsvif sín í Bretlandi og Noregi. Á Íslandi, í Sviþjóð, Danmörku, Lúxemborg og Finnlandi væru umsvifin í sam- ræmi við áætlanir bankans og ekki væru áform uppi um aukin umsvif á Færeyjum, í Bandaríkjunum eða Sviss. Sigurður benti þó á að þrátt fyrir skýra framtíðarsýn bankans væri starfsemi hans þannig upp byggð að hægt væri að bregðast við ef góð tækifæri byðust. Sveigjanleikinn væri mikill þó að stefnan væri skýr. Markmiðið væri að auka innri vöxt bankans, horfa áfram á mögulegar yfirtökur og auka tekjur á hvern starfsmann. „Við ætlum að stækka hraðar en helstu keppi- nautar okkar,“ sagði hann. „Hagnaður kemur alltaf fyrst, vöxtur svo,“ sagði Hreiðar Már. Bretland mikilvægasti markaður KB banka Bretland verður mikilvægasti einstaki markaður KB banka eftir yfirtökuna á Singer&Friedlander. Yfirtökuferl- ið var framlengt um fjórtán daga þar sem ekki barst vilyrði fyrir kaupum á því hlutafé sem KB banki hafði stefnt að. „Kom ekki á óvart,“ segir forstjóri Singer&Friedlander. Björgvin Guðmundsson segir að KB banki hafi þegar tryggt sér 75 prósent í breska bankanum og tekur rekstur hans yfir áður en langt um líður. UMSVIF KB AUKAST Í BRETLANDI Sig- urður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir markmiðið að stækka hraðar en samkeppnisaðilarnir. Ljóst er að tæki- færin til þess verða fleiri þegar bankinn festir sig betur í sessi í Bretlandi með kaup- um á Singer&Friedlander. „Við lánum ríku fólki“ Með yfirtöku á Singer&Friedlander eignast KB banki flesta sjúkrabíla í London og fjölda leigubíla. Eftir sameiningu KB banka og Singer&Friedlander verður til stærra fjármálafyrirtæki, fjár- mögnun starfseminnar verður ódýrari og hægt verður að samnýta upplýsingatækni fyrir- tækjanna. Þetta eru þeir þrír þættir sem Tony Shearer, forstjóri breska bankans, telur mik- ilvæga í samþættingu fyrirtækjanna. Í máli forstjórans á kynningarfundi KB banka í Kaupmannahöfn á föstudaginn kom fram að mestur hagnaður kemur vegna hefðbundinnar bankastarfsemi til einstaklinga og fyrir- tækja. Singer&Friedlander er þó ekki með viðskiptabankastarfsemi og útibúanet eins og þekkist á Íslandi. Shearer sagði að í einföldu máli væri hægt að segja að bankinn lánaði ríku fólki. Stór hluti af þeim lánum færi til kaupa á húsnæði og öðrum eignum. Einkabankaþjón- ustan byggði mikið á því og einnig að taka við innlánum. „Dæmigerður viðskiptavinur okkar er líklega Bandaríkjamaður sem kemur til London í þrjú til fjögur ár til að vinna fyrir Goldman Sachs eða eina af stóru lögfræðistofum Banda- ríkjanna. Hann vill kaupa íbúð í Mayfair eða á álíka stöðum og greiða fyrir hana fimm millj- ónir punda án þess að selja húsið sitt heima í Hamptons eða íbúðina á Manhattan,“ sagði Shearer. Viðskiptavinurinn hefði traustar tekjur, góða bónusa og vildi ekki selja hlutabréf úr eignasafni sínu. Því kæmi hann til Singer&Friedlander til að fá lán fyrir íbúðinni í London. Breski bankinn fjármagnar líka hin ýmsu verkefni eins og starfsemi heilsugæslu, kaup á bílum og öðrum at- vinnutækjum. Shearer sagði að Singer&Fried- lander ætti í kringum tíu þúsund sjúkrabíla og ef fólk sæi einn þjóta um götur London væri hann líklega í þeirra eigu. Einnig lánaði bank- inn til kaupa á leigubílum í London og því væru margir þeirra einnig í þeirra eigu. Fjárfestingarstarfsemi bankans byggist mik- ið á því að ávaxta sjóði fyrir einkaaðila. Shearer eyddi ekki miklum tíma í að útskýra þennan þátt starfseminnar, en hagnaður af þess- ari starfsemi var 6,5 milljón punda í fyrra samanborið við 23 milljónir punda hagnað af bankaþjónustu. Tony Shearer varð forstjóri Sing- er&Friedlander í byrjun þessa árs eftir að hafa gegnt stöðu fjármála- stjóra. Forsvarsmenn KB banka hafa sagt að þeir hafi ekkert út á stjórnendur bankans að setja þegar kemur að sameiningu. Markmiðið sé að auka tekjur bankans með núverandi stjórnendum. Mun Tony Shearer vera byrjaður að vinna að því og mun því gegna stöðu forstjóra enn um sinn að minnsta kosti. Óvenjulegir athafnamenn Íslenskir athafnamenn koma Dönum óvenjulega fyrir sjónir segir Johannes Bøggild blaða- maður Berlinske Nyheds Magasin. „Þeir eru ungir og óhefðbundnir í útliti,“ segir hann og vísar til dæm- is á Jón Ásgeir Jó- hannesson. Þegar Baugur Group keypti Magasin Du Nord hefði fólk spurt hvað- an Íslendingarnir hefðu fengið alla þessa peninga. Af hverju þeir væru að kaupa fyrirtæki sem ekki hefði sýnt góða afkomu. Johannes segir ekki endilega rétt að raddirnar séu mjög neikvæðar í garð íslenskra athafnamanna. Fólk sé frekar hissa og vilji svar við ákveðnum spurning- um. Þeim spurningum ætlar hann sjálfur að reyna að svara á síðum síns blaðs í Danmörku. Sótti hann meðal annars fund sem Útflutningsráð stóð fyrir til að kynna íslensk fyrirtæki ásamt ís- lenska sendiráðinu og kynningarfund KB banka í FIH á föstu- daginn. Sigurður Einars- son, stjórnarformað- ur KB banka, segir mikilvægt að koma réttum skilaboðum áleiðis í upphafi þegar sótt er fram á erlend- um mörkuðum. Erfitt sé að snúa neikvæðri umræðu við því margir taki upp vitleysuna hver eftir öðr- um. Því séu kynningarfundir, eins og KB banki hafi sótt og staðið fyrir, árangursríkir. TONY SHEARER FORSTJÓRI SINGER& FRIEDLANDER SIGURÐUR EINARSSON ▲ HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON ▲
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.