Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 20
Ferðatöskur Á ferðalögum getur komið sér vel að vera með áberandi ferðatösku í skærum litum. Ef ferðataskan sker sig úr ertu fljótari að þekkja hana á færibandinu og þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af því að einhver annar taki hana í misgripum. [ ] Í félagsskap fákanna í Mosfellsbæ Hestamenn verja mörgum stundum í reiðtúra og hesta- stúss á vorin. Við kíktum í heimsókn á félagssvæði Harð- ar í Mosfellsbæ. Reiðleiðirnar liggja víða í Mosfells- bænum. Góður hringur er í grennd við flugvöllinn og út að Blikastöðum er gatan greið. Leirurnar eru líka vinsælar til útreiða og þar er oft skellt á skeið. Svo er undirgangur undir Vesturlandsveginn og þaðan liggur leiðin upp í Mosfellsdal. Þar er hægt að fara ýmsar götur, ein þeirra liggur um Skammadalinn og Álafosskvosina heim. Þetta er frá- bær staður fyrir hestafólk. Jónas Ágústsson er að koma með hestinn sinn Vallar frá dýralæknin- um. Vallar er frá Vallanesi í Skaga- firði og er annar tveggja hesta Jónasar. „Svo á dóttir mín einn líka. Hún leiddi mig út í þetta því hún var komin í hestamennskuna á undan mér,“ segir hann. Hann kveðst hafa byrjað á að moka undan hennar hesti og séð svo að hann gæti alveg eins farið að ríða út og hafa eitthvað gaman af þessu! „Ég hafði ekki ver- ið innan um hesta frá því ég var strákur í sveit um fermingaraldur- inn,“ segir hann. Jónas segir ótrúlega mikið stúss í kringum hestana og því fylgja ýmsar áskoranir. „Við höfum hross- in í hagagöngu norður í Húnavatns- sýslu og fyrsta vorið sem ég átti hesta ákvað ég að ríða norður. Ég taldi að það væri tiltölulega létt fyrst allir aðrir gætu þetta en það var meira mál en ég hélt.“ ■ Vika á Spáni hertzerlendis@hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 77 07 03 /2 00 5 11.900 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. * Fiat Punto eða sambærilegur Miklar endurbætur voru gerðar ný- verið á Fosshóteli í Reykholti og opnaði það nýverið sem fyrsta menningartengda hótelið á Íslandi. „Við erum með þríþætt þema í gangi á hótelinu sem skiptist í norræna goðafræði, íslenskar bók- menntir og klassíska tónlist,“ segir Einar Valur Þorvarðarson hótel- stjóri. „Húsinu er til að mynda skipt upp í níu heima eins og í goðafræðinni og á hverjum gangi er sýning af einhverju tagi um rúnir og bók- menntir eða goðin svo dæmi séu tekin,“ segir,“ segir Einar Valur. Veitingstaðurinn er miðpunktur hótelsins og þar hefur verið útbúin tunglstofa sem er koníaksstofa „Við gerðum einnig Hringadróttinssögu- herbergi sem er sjónvarpsstofa, en sú saga tengist norrænu goðafræð- inni mikið,“ segir Einar Valur. Hann segir að öllu hafi verið skipt út við endurbæturnar á hótelinu og nú séu ný 34 herbergi á hótelinu með baði. „Auk menningarinnar erum við að leggja áherslu á þægindi og því höfum við sett baðker inn á her- bergin svo gestirnir geti slappað vel af,“ segir Einar Valur. Sigurður er upprennandi hestamaður á þrettánda ári sem ver mörgum stundum í að snúast kring um hestana með pabba sínum, Elíasi Þórhallssyni sem er tamningamaður. Hér nær hann í stóðhestinn Klerk frá Votmúla sem er stólpagripur undan Örvari frá Garðabæ og Sunnu frá Votmúla. Jónas Ágústsson var að koma með hestinn sinn Vallar úr skaufahreinsun hjá dýralækn- inum. Á myndinni til hægri er Andrea að gefa vini sínum gott í gogginn. Hann bregst glaður við enda heitir hann Glaður. Sjónvarpsstofan er í anda Hringadróttinssögu FOSSHÓTEL Í REYKHOLTI ER FYRSTA MENNINGARTENGDA HÓTELIÐ Á ÍSLANDI EN ÞAÐ VAR OPNAÐ NÝVERIÐ EFTIR MIKLAR ENDURBÆTUR. Á HÓTELINU ERU 34 HERBERGI. Fosshótel í Reykholti er menningartengt hótel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.