Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 58
„Þetta er einkennileg aðstaða,“ seg- ir Ómar Ragnarsson sem hlaut á dögunum viðurkenningu tíu ís- lenskra umhverfis- og náttúru- verndarsamtaka fyrir að hafa skar- að fram úr í vandaðri umfjöllun um náttúru landsins. Ómar segir að undanfarin ár hafi hann verið í aðstöðu þar sem óhugsandi hefði verið fyrir hann að taka við slíkum verðlaunum, þrátt fyrir að hann hafi tekið við sams- konar verðlaunum árið 1998. „Þá var hins vegar ekki byrjuð öll þessi ólga í kringum mín verk,“ segir Ómar, en síðar hafi hann ekki viljað taka áhættuna á að vera álitinn van- hæfur til að fjalla um þennan mála- flokk. En hvaða þýðingu hefur þessi viðurkenning? „Þetta hefur sömu þýðingu fyrir mig og bókin um Kárahnjúkamálið sem ég gaf út í fyrra,“ segir Ómar en sú bók fékk góðar viðtökur frá báðum deiluaðil- um. Viðurkenningin sé í rauninni eðlilegt framhald af því. „Ég lít á þetta sem kvittun fyrir þessa bók,“ segir Ómar og bætir við að það sé mikils virði fyrir hann að geta tekið við viðurkenningunni núna án þess að hún skapi sérstaka umræðu um hæfni hans til að fjalla um þennan málaflokk. „Ég lít alls ekki á mig sem tals- mann náttúruverndar og hef aldrei gert,“ segir Ómar sem lítur á sig sem fréttamann sem hefur sérhæft sig í þessum málaflokki og vill miðla upplýsingum á faglegan og óhlutlægan hátt. Ómar hefur þegar hafið fram- hald að þáttunum Á meðan land byggist. Þar verður fjallað um svæðið milli Vatnajökuls og Mýr- dalsjökuls. Hann telur að það svæði verði næsti orrustuvöllur nátturu- verndar- og virkjunarsinna. Án efa mun Ómar lenda þar í miðri hring- iðunni. Hann segir að þó hann kysi sér friðsamlegri vettvang þá hafi hann því miður lent í stríðsfrétta- mennsku þar sem hann reyni að halda trúnaði við báða stríðsaðila. ■ 18 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR THOMAS PAINE (1737-1809) lést þennan dag. „Hugur minn er mín eigin kirkja.“ Thomas Paine rithöfundur fæddist á Englandi en varð einn af stofnendum Bandaríkjanna. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Arndís Hannesdóttir frá Hnífsdal, síðast til heimilis að Austurbrún 4, Reykjavík, er látin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Haraldur Einarsson lést á hjúkrunar- heimilinu Eir miðvikudaginn 29. maí. Út- för hefur farið fram. Pétur M. Andrésson, Hátúni 10b, lést á Landspítalanum í Kópavogi föstudaginn 3. júní. Hörður Jónasson, Hraunvangi 1, Hafn- arfirði, lést sunnudaginn 5. júní. Harpa Skjaldardóttir andaðist að kvöldi sunnudagsins 5. júní á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Sigríður Brynjólfsdóttir, Ormsstöðum, Breiðdal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 4. júní. Jensína Sveinsdóttir frá Gillastöðum í Reykhólasveit, áður til heimilis að Aust- urbrún, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 5. júní. VILL HALDA HLUTLEYSI Ómar segir að fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi fyrir sig að taka við þessum verðlaunum. Þennan dag árið 1949 gaf alríkis- lögreglan FBI í Bandaríkjunum út skýrslu þar sem taldir voru upp nokkrir Hollywood-leikarar sem taldir voru til kommúnista. Þessar upplýsingar áttu sinn þátt í því að auka þá móðursýki gagnvart kommúnisma sem réði ríkjum í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug tuttugustu aldar. Skýrslan byggði að mestu á upp- lýsingum frá nafnlausum heim- ildarmönnum. Þá var því einnig haldið fram að kommúnistaflokk- urinn í Bandaríkjunum hefði með góðum árangri notað þjóðþekkt- ar Hollywood-stjörnur til að ná fram markmiðum sínum. Skýrslan beindist að stórum hluta gegn Óskarsverðlaunahafanum Frederic March. Meðal annarra sem nefndir voru á nafn í skýrsl- unni voru Edward G. Robinson, Paul Robeson og Dorothy Parker. March hafði gagnrýnt vaxandi kjarnorkubirgðir Bandaríkjanna auk þess sem hann vildi senda hjálpargögn til Rússlands, sem var illa farið eftir stríðið. Skýrslan var hluti af samfelldri herferð bandarískra stjórnvalda til að útmála Hollywood sem bæli kommúnista sem notuðu kvikmyndir til að útvíkka flokkslínu Sovétmanna. Rann- sókn á Hollywood hófst þegar árið 1946 og ári síðar úthrópaði þingið tíu rithöfunda og leikstjóra sem kommúnista, en þeir höfðu neitað að gefa upp nöfn annarra sem gætu hugsanlega verið kommúnistar. Þeir voru síðar dæmdir og sendir í fangelsi af mismunandi ástæðum. 8. JÚNÍ 1949 Frederic March. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1783 Skaftáreldar hefjast með eldgosi úr Lakagígum á Síðuafrétt. Aldrei mun jafn mikið hraun hafa runnið úr einu gosi. Í kjölfar eldanna fylgdu Móðuharðindi. Mannfellir af skorti var mikill og fjárfellir geysileg- ur. 1949 Hópur þýskra kvenna kem- ur til landsins með Esju. Alls komu um 400 konur þetta vor til að starfa á sveitabæjum. 1968 Maður er handtekinn í tengslum við morðið á Martin Luther King. 1968 Robert Kennedy er jarð- settur. 2000 Um fimm þúsund manns fylgjast með kröftugu og tignarlegu gosi í Geysi. Vatnssúlan var sextíu metra há. Kommúnismi í Hollywood Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Hjördís Ragnarsdóttir Efstahjalla 21, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, miðvikudaginn 8. júní. Athöfnin hefst kl. 15.00. Tómas Ó. Tómasson Ragnar Tómasson Sigurveig Björnsdóttir Ólafur Ingi Tómasson Anna Pálsdóttir Unnur Ósk Tómasdóttir ömmubörn og langömmubörn. Fóðurfaðir og bróðir okkar, Gísli Jósefsson málarameistari, lést að heimili sínu mánudaginn 6. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Matthildur Hafsteinsdóttir Sævar Hafsteinsson Magnús Jósefsson Ragnheiður Jósefsdóttir Fyrsta kvöldganga sumarsins á Þingvöllum verður gengin fimmtu- dagskvöldið 9. júní. Þetta er fimmta árið í röð sem þjóðgarðurinn á Þing- völlum stendur fyrir kvöldgöngum á fimmtudagskvöldum í júní og júlí þar sem fræðimenn og þjóðþekktir áhugamenn um staðinn fjalla um hugðarefni sín tengd Þingvöllum. Göngurnar hafa mælst vel fyrir og verið vinsælar hjá gestum þjóð- garðsins. Árni Hjartarson jarðfræðingur ríður á vaðið að þessu sinni og fjall- ar um hraun, gjár, jarðskorpuhreyf- ingar og jarðfræði Þingvallasvæðis- ins á fimmtudag. Árni varði í fyrra doktorsritgerð sína við Kaup- mannahafnarháskóla sem fjallar um jarðsögu Skagafjarðar en hann mun í göngunni meðal annars beina sjónum gesta að landreki og mynd- un nýs lands, sem óvíða er eins sjá- anleg og einmitt á Þingvöllum. Gangan hefst við fræðslumið- stöðina við Hakið fyrir ofan Al- mannagjá klukkan 20 og gengið verður að Langastíg. Nánari upplýs- ingar um gönguferðirnar og um- fjöllunarefni sumarsins má finna undir dagsskrárdagatali á heima- síðu þjóðgarðsins www.thingvell- ir.is ■ ÞINGVELLIR Þetta er fimmta árið í röð sem þjóðgarðurinn stendur fyrir kvöld- göngum. Það hefur mælst vel fyrir hjá gestum. Fyrsta kvöldganga sumarsins JAR‹ARFARIR 14.00 Guðný Fjóla Ólafsdóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð, Viðarrima 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð. 15.00 Skarphéðinn Kristinn Sverris- son, Ljósuvík 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju. 15.00 Björg Hjördís Ragnarsdóttir, Efstahjalla 21, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópa- vogi. 15.00 Erla Magnúsdóttir, Þórðarsveig 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. AFMÆLI Smári Guðlaugsson verslunarmaður, Öldugerði 10, Hvolsvelli, er 80 ára. Hann verður að heiman í dag. Eiríkur Tómasson lagaprófessor er 55 ára. Örnólfur Óli Thorsson, skrifstofustjóri Forseta Íslands, er 51 árs. Sigríður Lillý Baldurs- dóttir er 51 árs. TÍMAMÓT: ÓMAR RAGNARSSON HLÝTUR UMHVERFISVIÐURKENNINGU Íslenskur stríðsfréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.