Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 8. júní, 159. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.07 13.27 23.49 AKUREYRI 2.06 13.11 00.20 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Margrét Geirsdóttir, bókasafnsfræð- ingur í Verslunarskólanum, var fertug þegar hún kynntist golfinu fyrst. Það tók hana tvö ár að smitast fyrir alvöru en nú snýst líf hennar um golf að nokkru leyti. „Golfið verður lífsstíll. Maður fer í frí til að spila og skipuleggur tíma sinn í kringum golfmót. Við erum hætt að fara í útilegur en förum af og til út á land til að spila golf,“ segir Margrét. Þegar hún segir „við“ á hún við sig og manninn sinn Gest Jónsson, hæstaréttarlögmann, sem einmitt er for- maður Golfklúbbs Reykjavíkur. Sjálf hefur Margrét verið virk í félagsstarfi golfara, bæði í kvennanefnd GR og Golfsambandi Íslands. Hún kveðst hafa verið í golfi í 15 ár. „Yngsti sonur minn var tæplega ársgam- all þegar ég byrjaði og þetta gekk ekkert fyrirhafnarlaust en eftir tvö ár fór mér að ganga betur og þá fékk ég bakteríuna.“ Nú kveðst hún fara að jafnaði þrisvar í viku á völlinn að spila 18 holur en æfa sig þess á milli að slá, pútta og vippa. „Jú, jú, það fer heilmikill tími í þetta,“ viðurkennir hún. „Maður reynir samt að hætta ekki í öllu öðru heldur blanda golfinu saman við ef hægt er!“ Á haustin liggur þetta áhugamál í dvala hjá Margréti en strax upp úr áramótum fer hún að æfa sig. „Ég fer í tíma hjá kennara og reyni að rétta af sveifluna. Nú er komin svo góð æfingaraðstaða í Básum í Grafar- holti þar sem maður getur verið bæði inni og úti. Mér finnst gott að vera svolítið vel undir sumarið búin. Þetta er svo stutt ver- tíð.“ Hún kveðst hafa kynnst mörgu skemmtilegu fólki gegnum golfið og segir kylfinga upp til hópa lífsglatt fólk. „Maður heldur sér ungum með þessu,“ segir hún og dregur ekki dul á kosti þess að hjón stundi golfið saman. „Mér finnst yndislegt að geta leikið mér með manninum mínum. Það gef- ur þessu nýja vídd. Einu sinni í viku hitt- umst við tólf konur á mínum aldri og spil- um saman. Svo eru mörg hjón sem við þekkjum í golfi þannig að við erum í góðum félagsskap.“ gun@frettabladid.is Heldur sér ungri með golfinu ferdir@frettabladid.is Sjóbúðin á Akureyri er nú með til sölu rússnesku hagla- byssuna Saiga 12 eins og kem- ur fram á vefsíðunni veidi- madur.is, vef íslenska skotveiðimanns- ins. Byssan er af sömu gerð og riffillinn AK-47 en hún er fram- leidd af Kalashnikov/Izmash- verksmiðjunum í Izhevsk í Rúss- landi. Hún kemur í 12ga. með tveim 2ja skota magasínum. Einnig fylgja henni þrjár þreng- ingar, ólafestingar, hreinsigræjur og ýmis verkfæri. Verð á byss- unni er 59.900 krónur. Stangaveiðifélag Reykjavík- ur mun reka veiðidagbók á vef sínum, svfr.is, í sumar. Þar munu heimsækjendur síð- unnar geta fylgst með veiðinni í Laxá í Kjós, Norðurá og Hítará frá degi til dags. Veiðidagbókin verður útbúin líkt og venjuleg veiði- bók nema að nöfn veiðimanna munu ekki koma fram. Staðar- haldari á hverjum stað fyrir sig mun fylla inn í veiðidagbókina daglega. Ferðafélagið Útivist stendur fyrir göngu upp á topp Vífilfells í dag, miðvikudag. Vegalengdin er fjórir til fimm kílómetrar og hækkun 450 metrar. Brottför er klukkan 18.30 við Topp- stöðina í Elliðaárdal. Göngugarpar aka á eigin bílum út fyrir bæinn þangað sem gönguferð- in hefst. Margrét hefur stundað golf í 15 ár og segir það hafa gefið sér mikið. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM MATUR BÍLAR FERÐIR ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Hundurinn minn kann að leika listir. Alltaf þegar hann sér mig dillar hann rófunni! Komast ári fyrr í MA BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.