Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 57
17MIÐVIKUDAGUR 8. júní 2005
Efnahagsástandi› hefur
ekki veri› gott og jafnvel
gó›um fréttum er teki›
me› fyrirvara.
Framleiðsla í Þýskalandi jókst í apríl
og er það í fyrsta skipti í þrjá mánuði
sem það gerist. Kom það talsvert á
óvart enda efnahagshorfur ekki
bjartar í landinu.
Þýska hagkerfið reiðir sig nú á út-
flutning varnings til að keyra hag-
vöxt áfram. Eftirspurn innanlands
hefur minnkað gríðarlega enda at-
vinnuleysi ekki verið meira í landinu
síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
„Það mun hægjast á hagvexti það
sem eftir lifir árs. Við verðum ánægð
ef tekst að koma í veg fyrir stöðnun
hagkerfisins,“ sagði hagfræðingur-
inn Ralp Wiechers hjá samtökum
iðnrekenda í Frankfurt. -jsk
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.063
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 276
Velta: 2.102 milljónir
-0,29%
MESTA LÆKKUN
Framlei›sluaukning í fi‡skalandi
Actavis 40,20 -2,20% ... Atorka 6,05
+1,70% ... Bakkavör 35,00 -1,10% ... Burðarás 14,75 +0,30%... FL Group
14,40 -0,70% ... Flaga 4,92 -0,70% ... Íslandsbanki 13,55 +0,70% ... KB
banki 527 -1,70% ... Kögun 60,30 -0,30% ... Landsbankinn 16,80
+2,40% ... Marel 56,30 – ... Og fjarskipti 4,00 – ... Samherji 12,10 – ...
Straumur 12,15 +2,10% ... Össur 77,50 +0,60%
Jarðboranir +4,29%
Landsbankinn +2,44%
Straumur +2,10%
Síminn -10,0%
Actavis -2,20%
KB banki -1,68%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Söluumboð:
Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ
1.720.000 kr.
Komdu,reynsluaktu og gerðu
verðsamanburð.
Gæðin eru augljós.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
Mazda er japanskur bíll, framleiddur í Japan sem vermir nú
toppsætið samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og
skarar fram úr hvað varðar endingu og lága bilanatíðni.
Aukahlutir á mynd: álfelgur
Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
Mazda 3
fullkominn ferðafélagi
Mazda3 4 dyra 1.6 l
SEÐLABANKINN Krónan heldur áfram að
styrkjast eftir að seðlabankastjóri tilkynnti
um hækkun stýrivaxta.
Meiri styrking
krónunnar
Gengi krónunnar hækkaði í gær um
0,4 prósent eftir 1,7 prósenta hækk-
un í fyrradag. Dollarinn er nú í tæp-
um 64 krónum, evran stendur í 79
krónum og pundið í rúmum 117.
Ástæðan fyrir hækkuninni er sú
ákvörðun Seðlabankans að hækka
stýrivexti, segir á vef greiningar-
deildar Íslandsbanka. Búist hafði
verið við því að vextirnir yrðu
hækkaðir minna en raunin varð og
lækkaði gengið á föstudaginn.
Styrkingin á fyrstu tveimur dögum
vikunnar endurspeglar að gengis-
munur á milli Íslands og annarra
markaða fer vaxandi. - jsk
Íslandsbanki hyggst
auka sókn sína í Nor›-
ur-Ameríku.
Umsvif Íslandsbanka í Norður-
Ameríku hafa vaxið á undanförn-
um árum og segir Steinunn K.
Þórðardóttir, forstöðumaður Al-
þjóðalánveitinga hjá bankanum,
Íslandsbanka vera leiðandi fjár-
mögnunaraðila hjá mörgum af
stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum
þar.
Í tilkynningu frá bankanum
segir að Norður-Ameríka sé einn
mikilvægasti markaður bankans
með áherslu á fjármálaþjónustu
við sjávarútveg og matvælafram-
leiðslu. Íslandsbanki hafi unnið að
því að mynda og efla tengsl við
mörg af stærstu fyrirtækjum á
sviði sjávarútvegs og matvæla-
framleiðslu í Norður-Ameríku
undanfarin fimm ár svo sem
American Seafoods, Fishery
Products, Clearwater, og Barry
Group.
Í tilkynningu frá bankanum
segir einnig að mörg sjávarút-
vegsfyrirtæki hafi lent í erfiðleik-
um í kjölfar hruns þorsksstofns-
ins undan austurströnd Kanada í
kringum 1990 og þarfnast fjár-
mögnunar til að ráðast í annars
konar rekstur, t.d. humar-, rækju-
og krabbavinnslu. Íslandsbanki
hefur nýtt sér þekkingu sína og
reynslu í sjávarútvegi til að að-
stoða fyrirtækin í endurskipu-
lagningu þeirra.
- dh
BEÐIÐ EFTIR BÓTUM Þrátt fyrir að gríðarlegt atvinnuleysi sé í Þýskalandi jókst framleiðsla í apríl.
Umsvif vestanhafs hafa aukist
SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIN HEILLA Íslandsbanki er leiðandi fjármögnunaraðili hjá mörg-
um af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í Norður-Ameríku.