Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 14
14 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Aldrei nein uppskeruhátí› Sjávarútvegurinn bíður enn eftir að spá um auknar þorskveiðar rætist. Ýmsir eru að vísu orðnir vondaufir eftir 20 ára bið en gleðjast þó yfir góðu ástandi ýsustofnsins og góðum fyrirheitum um aukna veiði á öðrum teg- undum. „Þrátt fyrir að hrygningarstofn þorsks hafi verið nokkuð að styrkjast undanfarið er ástand þorskstofnsins enn áhyggjuefni,“ segir í formála viðamikillar skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um nytjastofna sjávar og aflahorfur næsta fiskveiðiár. Og því vilja fiskifræðingar stofnun- arinnar lækka það hlutfall sem veiða má úr stofninum. Þetta verði gert með því að lækka 25 prósenta meðalveiði úr stofninum og auka þannig líkur á að stofninn stækki. Ef 25 prósenta reglunni er beitt yrði leyfilegt að veiða 198 þúsund tonn en ekki 205 þúsund eins og á síðasta fiskveiðiári. Ef hámarkið yrði lækkað í 20 prósent væri Hafrannsóknastofnun í raun að mæla með 180 þúsund tonna þorskafla. Björn Ævar Steinarsson sviðs- stjóri veiðiráðgjafar hjá Hafrann- sóknastofnun segir að það sé al- gert úrslitaatriði að stækka hrygningarstofninn til þess að tryggja viðunandi nýliðun. Hann fer nú stækkandi og hefur sam- kvæmt mælingum ekki verið stærri síðan um 1980. Sjö kíló af ýsu á móti 10 kílóum af þorski Ef vondu fréttirnar í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar tengjast ástandi þorskstofnsins og tillögum um nokkurn samdrátt eru góðu fréttirnar þær að ýsu- stofninn er í mikilli uppsveiflu. Meira að segja svo að ástæða gat verið til þess að heimila allt að 140 þúsund tonna afla úr stofninum í stað 90 þúsund tonna eins og ráð- lagt var í fyrra. Hafró leggur til 105 þúsund tonna ýsuafla á næsta fiskveiðiári en ýmsar ástæður urðu til þess að sérfræðingarnir treystu sér ekki til að mæla með 140 þúsund tonna hámarksafla, sem er um 70 prósent af tillögu um hámark þorskaflans. Í gögnum Hafrannsóknastofn- unarinnar kemur fram að 30 þús- und tonn af þeirri ýsu sem veiða mætti miðað við 140 þúsund tonna heildarafla er hægvaxta tveggja til þriggja ára undirmálsfiskur. Búast má við að flotinn forðaðist að veiða slíkan fisk en auk þess koma til skyndilokanir. Þannig bendir Hafrannsóknastofnunin flotanum á að veiða ekki yngri ýsu en fjögurra ára og takmarkar sig við 105 þúsund tonna hámarks- afla. Engar uppskeruhátíðir Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir stöðuna ekki þægilega. „Mig minnir að þegar núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi var tekið upp 1984 hafi menn nánast lögfest að í framtíðinni yrðu haldnar upp- skeruhátíðir þegar gefnir yrðu út stærri og stærri þorskkvótar. En nú eru orðnar árvissar einskonar niðurskurðarhátíðir þegar kemur að nýrri ráðgjöf. Björn Ævar Steinarsson bendir á að veitt sé meira en Hafrannsóknastofnunin mælir með. Ég tel að togararallið, mælitækið sem notað er til að komast að því hversu stór stofn- inn er, sé ekki brúklegt og gefi ekki rétta mynd af ástandi stofns- ins. Smáfiskaverndin hefur heldur ekki skilað árangri. Ég lít á stofn- inn sem einskonar lagköku og við ættum að veiða úr öllum lögum hans, stórt og smátt. En vera má að við séum búin að veiða vitlaust svo lengi að ekki sé auðvelt að snúa við,“segir Arthúr. Togararall sem mælitæki Björn Ævar Steinarsson segir það rétt að Hafrannsóknastofnun- in hafi ekki náð þeim árangri sem stefnt var að og sumir hafi komist að því að vísindin hafi brugðist. „Við hjá Hafrannsóknastofnun teljum svo ekki vera. Það var far- ið verulega fram úr ráðgjöf stofn- unarinnar áður en aflareglan var tekin upp. Þegar aflahámarkið tók gildi var stofninn í slæmu ástandi, hrygningarstofn lítill og nýliðun léleg. Okkur hefur samt tekist að ná því marki að stofninn er nú 50 prósentum stærri en þá. Það sem hefur að okkar viti brugðist er að veitt hefur verið meira en við ráð- leggjum.“ Björn Ævar segir að þegar metinn sé fjöldi eins árs fiska í sjó viti menn nokkuð vel hvernig ár- gangurinn muni skila sér í veiðina þremur til fjórum árum síðar. „Við mælum til dæmis fjölda þriggja ára fiska og svo ári síðar fjölda fjögurra ára fiska. Þarna hefur verið gott samræmi sem hefur getað skýrt 80 til 90 prósent af breytileika og það bendir til þess að mælingarnar séu býsna nákvæmar. Togararallið er gott mælitæki og flest bendir til þess að þetta sé ein besta stofnstærðarmæling þessarar tegundar sem þekkist.“ Meira veitt umfram af ýsu og ufsa „Það eina sem virðist skipta máli hjá Hafrannsóknastofnun er hversu mikið sé veitt,“ segir Arthúr Bogason. Togararallið tekur til dæmis ekkert tillit til þess að umhverfið breytist og skilyrðin í hafinu. Einnig breytist útbreiðsla tegunda og jafnvel fiskgöngur. Það eina sem er óbreytanlegt í þessu er togar- arallið. Merkilegt er að skoða ýs- una og ufsann. Frá árinu 1997 til 2005, eða átta undanfarin fisk- veiðiár, hefur þorskveiðin verið 4,5 prósent umfram ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar. Þetta er langt innan skekkjumarka sem þeir gefa sér í þessum vísindum. Í ýsuveiðunum er samsvarandi umframkeyrsla 11prósent og 15 prósent í ufsanum. Samt sem áður er bætt við í ýsunni og ufs- anum en skornar niður þorsk- veiðarnar,“ segir Arthúr Boga- son. ■ Hið háa gengi á íslensku krón- unni hefur mikið verið til um- fjöllunar á síðustu dögum, enda hefur það valdið veru- legum vandræðum á lands- byggðinni og víðar. Allir þeir sem eru háðir útflutningi fá minna fyrir afurðir sínar; þ.e. í íslenskum krónum. Aðilar í ferðaþjónustu verða einnig illa úti, enda búnir að auglýsa verð erlendis í erlendum gjaldmiðlum. Á sama tíma eru aðrir að hagnast. Það hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafnódýrt fyrir Íslendinga að ferðast til útlanda og öll vara sem flutt er inn til landsins er ódýrari – þótt vissulega sé misjafnt hversu vel það skilar sér til neytandans. Oft heyrist talað um „sterka“ stöðu krónunnar, en það er í rauninni villandi hugtakanotkun: Það er ekki betra að gengið sé hátt eða verra að það sé lágt. Innflytjendur græða, útflytjendur tapa, og í heildina jafnast þetta út. Það skiptir meira máli að gengið sé stöðugt og þróunin á því fyrirsjáanleg, heldur en hvort það er hátt eða lágt. Vandinn sem útflytjendur standa frammi fyrir í dag var ófyrirséður, gengið varð miklu hærra en menn bjuggust við, rekstraráætlanir standast ekki og útflutningsviðskipti, sem búið var að gera samninga um, eru ekki lengur arðbær, meðan meiri gróði er af sam- bærilegum innflutningsvið- skiptum. Stóra spurningin er síðan hvert framhaldið verður. Helst gengið svipað, eða lækkar það niður aftur, og verður þá sú lækkun fyrirsjáanleg. Þótt bank- arnir keppist við að spá sem best fyrir um framhaldið er engin leið að vita það víst – tíminn einn verður að leiða það í ljós. Hva› er máli› me› gengi›? FBL – GREINING: EFNAHAGSÁSTANDIÐ Jóhann Páll Valdimarsson stendur að útgáfu bókarinnar Mynd á þili eftir Þóru Kristjánsdóttur. Þetta er fræðibók um listsköpun Íslendinga frá siðaskipt- um og fram á öndverða 18. öld. Hvað kemur til að þið gefið út svona veglega fræðibók á miðju sumri? „Ætli þetta lýsi ekki bara kæruleysinu í okkur útgefendum að vera farnir að gefa út svona fræðileg stórvirki á þess- um tíma. En að öllu gríni slepptu; bók- in átti reyndar að koma út um hvíta- sunnu en við það var ekki ráðið eins og gengur og gerist þegar um svona umfangsmikið verk er að ræða.“ En er ekki vont að vera búnir að missa af bókaflóðinu sem fylgir útskriftunum því enn er langt í jólabókaflóðið? „Við erum nú að vonast til þess að bókaútgáfan geti dreifst meira yfir allt árið, ég tala nú ekki um þegar í hlut eiga svona vandaðar bækur sem þessi. Vonir okkar standa líka til þess að þó að við höfum misst af tímabili útskrift- argjafanna í ár og enn sé langt til jóla að þá verði þessi bók í góðu gildi á bókamarkaðnum um ókomin jól og ókomnar útskriftarannir.“ JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON Bókaútgáfa all- an ársins hring BÓKAÚTGÁFA AÐ SUMRI SPURT & SVARAÐ Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 Lífsreynslusaga • Heils a • • Matur • Krossgáturg•á~t 22. tbl. 67. árg., 8. júní 2005. Aðeins 599 kr. Aðþrengd eiginkon a Erfitt að vera mamma Það sem þú vissir ekki ... Tinna Gunn- laugsdóttir Flottir sumar- kjólar Í heimsókn hjá Hildi Völu Ragnheiður Arngr ímsdóttir er tveggja barna m óðir og flottasti flugmaður l andsins Flýgur breiðþotum um loftin blá 29 ára með eigin ferðaskrifstofu! Hjólatúrar í útlöndum Þannig áttu að farða þig! Vikan gefur góð ráð ! Á slóðum Sex and the City nauðsynlegir hlutir fyrir sumarið10 00 Vikan22. tbl.'05-1 27.5.2005 10:26 Pag e 1ný og fersk í hv erri viku Náðu í eintak á næsta sölustað ÞÚ DÝRA LIST Gestir í Guggenheim-safn- inu í Bilbao á Spáni virða fyrir sér stálskúlptúr bandaríska listamannsins Ric- hard Serra. JÓHANN HAUKSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL FISKIFRÆÐIN OG RÁÐGJÖFIN SÍLDIN KEMUR Góðar fréttir eru að norsk-íslenska síldin og kolmunninn veiðast innan íslensku lögsögunnar í æ meiri mæli. BJÖRN ÆVAR STEINARSSON ARTHÚR BOGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.