Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 25
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 28 63 6 06 /2 00 5 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 28 63 6 06 /2 00 5 Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 02.05.2005–01.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og úrdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Kvikmyndabransinn: Lítill gróði í ofbeldinu Ferðamannaiðnaður á Íslandi: Aldrei alvöru atvinnugrein? Klám á netinu: Deilt um xxx-endingar Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 8. júní 2005 – 10. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Íslandsbankaslagur | Aðilar tengdir Straumi vilja kaupa fjög- urra prósenta hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Þetta gæti gjörbreytt valdahlutföllum í bankanum. Lestrarhópar fjárfesta | Fjár- festahópar liggja þessa vikuna yfir skjalastöflum sem hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um rekstur Símans. Handskrifa þarf allar upplýsing- ar því ekki má fjöl- rita nein gögn og eru verð- ir sem fylgjast með að farið sé eftir settum reglum. Vextir hækka | Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um hálft pró- sent. Krónan styrktist í kjölfarið um rúm 1,7 prósent. Greiningar- deildir viðskiptabankanna sjá ekki fyrir sér að krónan veikist gagnvart erlendum gjaldmiðlum í bráð. Íbúðabóla | Seðlabankinn spáir því að verð íbúðarhúsnæðis á landinu öllu hækki um tæplega 30 prósent í ár, segir í ársfjórðungs- riti bankans. Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 20 prósent á fyrstu fimm mán- uðum ársins. Apple söðlar um | Apple hefur ákveðið að skipta yfir í Intel-ör- gjörva í tölvum sínum. Notendur Apple-tölva eru þó ekki á eitt sátt- ir enda hefur mikil ánægja ríkt með þá IBM-örgjörva sem hingað til hafa verið notaðir. Útboð Mosaic | Útboð Mosaic Fashions hófst á mánudag. Félag- ið ætlar að selja hlutafé fyrir 1,2 milljarða til almennings. Ætlunin er að skrá félagið í Kauphöllina seinni partinn í júní. Siemens selur | Siemens hefur selt taívanska fyrirtækinu BenQ farsímarekstur sinn. BenQ hygg- ur á landvinninga á farsímamark- aði og ætlar sér að nota Siemens- nafnið áfram. Norsk útgerðarfélög hækka mikið: Yfirtaka á Pan Fish í spilunum Hlutabréf í norskum laxeldis- og sjávarútvegsfélögum hækkuðu mikið í gær. Í morgunsárið var greint frá því að Greenwhich Holdings, sem er í eigu milljóna- mæringsins John Fredriksen, hefði keypt 47 prósenta hlut í Pan Fish af Nordeas. Hækkaði gengi Pan Fish um fimmtung í gær. Fredriksen reynir líklega að kaupa 22 prósenta hlut DnB NOR bankans og yfirtaka þar með fé- lagið til þess að sameinast öðrum laxeldisframleiðanda. Bæði Fjord Seafood (+14,4%) og Domstein (+8,2%) hækkuðu einnig umtalsvert. Fjord Seafood er lax- eldisfyrirtæki sem er að stærstum hluta í eigu Domstein. - eþa F R É T T I R V I K U N N A R 2 12-13 8 Björgvin Guðmundsson skrifar „Málið er til skoðunar hjá Fjár- málaeftirlitinu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, aðspurður hvort meintur upplýsingaleki frá Actavis hafi verið rannsak- aður af starfsmönnum eftirlits- ins. Hann segir Kauphöllina hafa stöðvað viðskipti með bréf Actavis þegar grunur vaknaði um að ójafnræði hefði skapast meðal fjárfesta. Fjármálaeftir- litið hefði þá fylgst með málinu og tekið það til skoðunar í fram- haldinu. Fleira geti hann ekki sagt um málið í dag. Það var föstudaginn 13. maí sem viðskipti með bréf Actavis voru skyndilega stöðvuð. Var talin hætta á að upplýsingar um væntanleg kaup félagsins á bandarísku samheitalyfjafyrir- tæki hefðu lekið út. Mikil við- skipti höfðu verið með hlutabréf félagsins þá um morguninn og verð þeirra hækkað snöggt. „Ef við höfum grun um mis- notkun upplýsinga er því vísað til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Í tilfelli Actav- is hefði málið verið afgreitt með þeim hætti að grípa til þeirra ráðstafana að stöðva viðskiptin. „Ef eitthvert ójafnræði hefur skapast, sem við erum ekki að halda fram, þá er þetta innherja- mál sem Fjármálaeftirlitið hef- ur með að gera,“ segir hann. Útrásarvísitalan lækkar milli vikna: DeCode enn hástökkvarinn Útrásarvísitalan lækkar milli vikna um tæpt eitt prósent og hefur hún hækkað um tæp átta prósent frá upphafi. Hástökkvari vikunnar var deCode en virði félagsins hækk- aði um tæp átta prósent. Intrum Justitia lækkar mest milli vikna eða um 6,5 prósent. Frá upphafi hefur deCode hækkað mest en Low & Bonar hefur lækkað um rúm níu pró- sent. Sjá nánar bls. 6 Actavis hækkar hlutafé Stjórn Actavis hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins fyrir hlutafjárútboð um 11,5 prósent. Heildarhlutafé verður rúmir 3,3 milljarðar hluta eftir aukning- una. Verð á hlut í útboðinu verð- ur 38,5 krónur. Samtals verður seldur 18,5 prósenta hlutur í fyrirtækinu. Ís- landsbanki er umsjónaraðili út- boðsins og sölutryggir það ásamt Landsbanka Íslands. - jsk Færeyskt fyrirtæki í Kauphöll Íslands Olíuleitarfyrirtæki hyggst fá skráningu á Íslandi. Markaðs- virði þess gæti verið um tveir milljarðar króna. Hluthafar í Atlantic Petroleum eru þrjú þúsund talsins. Viðskipti með Actavis skoðuð Fjármálaeftirlitið kannar meintan upplýsingaleka. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hinn 15. júní verður færeyska olíuleitarfélagið Atl- antic Petroleum skráð í Kauphöllina. Þetta hefur Markaðurinn eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Félagið verður þar með fyrsta færeyska félagið sem fer á hlutabréfamarkað. Lengi hefur staðið til hjá forsvarsmönnum Atlantic Petroleum að koma hingað til lands og stóð upphaf- lega til að félagið yrði skráð um síðustu áramót. Wilhelm Petersen, framkvæmdastjóri Atlantic Petroleum, hlakkar til skráningarinnnar. „Ástæðan fyrir því að við skráum félagið á íslenska markað- inn er sú að hugmyndir um uppbyggingu hluta- bréfamarkaðar í Færeyjum tókust ekki. Þar sem við höfðum mikinn áhuga á að komast á hlutabréfa- markað völdum við Ísland.“ Síðasta hlutafjárútboð Atlantic Petroleum fór fram í september á síðasta ári og var félagið metið á 200 milljónir danskra króna. Markaðsverðmæti félagsins hefur því verið um tveir milljarðar króna. Wilhelm segir að félagið ætli ekki að gefa út nýtt hlutafé í tengslum við skráninguna. KB banki hefur umsjón með skráningu félagsins í samvinnu við færeyska aðila en ekki liggur fyrir hvenær útboðslýsingin verður birt. Eigendur Atlantic Petroleum eru 3.000, mest- megnis einstaklingar og félög í Færeyjum. Hluta- féð er 750 milljónir íslenskra króna. Félagið stund- ar olíuleit í færeysku efnahagslögsögunni og í Norðursjó. Því er ljóst að nokkur félög munu bætast við Kauphöllina á næstu mánuðum. Útboð Mosaic Fas- hions til almennings stendur yfir í þessari viku og verða hlutabréf félagsins skráð seinna í mánuðin- um. Þá hafa stjórnendur Shoe Studio Group lýst áhuga sínum á að koma til Íslands í september og allt bendir til þess að Avion Group verði skráð fyr- ir lok janúar á næsta ári. OLÍUBORPALLUR Í NORÐURSJÓ Færeyingar eru á leiðinni í Kauphöllina en Atlantic Petroleum verður skráð þann 15. júní. Fé- lagið stundar olíuleit í Norðursjó og við Færeyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.