Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T EBITDA er hugtak sem mikið er notað í tengslum við rekstur fyrirtækja en sú stærð gefur til kynna hversu vel fyrirtæki geta stað- ið við skuldbindingar sínar við lánardrottna og hluthafa. Þórlindur Kjartansson ræddi við Stefán Svavarsson, endurskoðanda og dós- ent, til að reyna að fá botn í hvað EBITDA þýðir. Hugtakið EBITDA-hagnaður heyrist sífellt oftar í umræðum um fyrirtæki á markaði og við- skiptalífið. Gjarnan er látið fylgja með að í raun sé um að ræða rekstrarhagnað fyrirtækis áður en frá er dreginn kostnaður vegna skattgreiðslna, lánsfjár og afskrifta fastafjármuna. Fyrir flestum er hin íslenska þýðing á hugtakinu lítið skiljanlegri en hin óskiljanlega enska skamm- stöfun (e. earnings before inter- est, taxes, depreciation and amortization). Líklegast spyrja margir sig af hverju fyrirtæki séu sífellt að keppa að því að auka EBITDA hagnað og stæra sig af því ef góður árangur næst á þeim mælikvarða. Í hugum flestra er sú tala sem mestu máli skiptir í rekstri hagnaðurinn sjálfur; það sem stendur eftir þegar búið er að telja til alla útgjalda- og tekju- liði í rekstrinum. Endurskoðendur og fjárfestar láta sér ekki nægja að skoða bara hagnaðartölur þegar þeir vega og meta fyrirtæki. Ein ástæðan er sú að tiltölulega ein- falt er að hagræða bókhaldi á þann veg að ákveðin stærð í reikningunum líti vel út. Ef fjár- festar skoða hins vegar fleiri þætti er auðveldara að meta raunverulega burði rekstrarins. Stefán Svavarsson, endur- skoðandi og dósent í Háskólan- um í Reykjavík, segir að reikni- stærðin EBITDA geti komið að miklu gagni við mat á ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækja. Hann segir að með því að reikna út rekstrarhagnað, sem sé mis- munurinn á gjöldum og tekjum sem falla til við reksturinn sjálf- an, sé hægt að átta sig á því hversu mikið standi eftir til að greiða eigendum fjármagnsins sem notað er í reksturinn. Rekstrarhagnaðurinn að teknu tilliti til skatta fer því annars vegar til þeirra sem hafa lánað fyrirtækinu peninga og hins vegar til þeirra sem lagt hafa til hlutafé og með því að skoða EBITDA sést hve miklu hægt er að ráðstafa til þessara aðila. Það fer svo eftir samsetningu lána og hlutafjár hvort eigendur lánsfjár eða hlutafjár njóta góðs af rekstrarhagnaðinum. Stundum nota fyrirtæki heitið hagnaður án fjármagnsliða í stað rekstrarhagnaðar (EBITDA). Það er afar óheppilegt, segir Stefán, því fjármagnsliðir eru í efnahagsreikningi en ekki kostn- aður í rekstrarreikningi. Þannig eru menn því í raun að segja „hagnaður fyrir skuldir og eigið fé“, sem auðvitað er þvæla. Það er raunar svo að ýmis önnur heiti í reikn- ingsskilum fyrirtækja mega missa sín, þó að venja hafi orðið um þau. Algengt er að fyrirtæki leggi mikið kapp á að auglýsa góðan EBITDA-hagnað og segir Stefán það vilja brenna við að stjórn- endur reyni að hækka EBITDA- hagnaðinn með því að flytja rekstrarkostnað innan rekstrar- reikningsins í því skyni að fegra EBITDA-hagnaðinn. „Það er auð- vitað þannig að lokum að ekkert fyrirtæki lifir af án þess að hafa EBITDA því það er hún sem segir til um það hvort hægt sé að borga vextina og höfuðstólinn af lánum,“ segir Stefán. Mjög lág EBITDA bendir því til þess að reksturinn geti ekki staðið undir mikilli fjárfestingu eða skuldum. Fyrirtæki sem þurfa mikla fjár- festingu þurfa því að skila mikl- um EBITDA-hagnaði til þess að standa undir skuldbindingum sínum, hvort sem hún var fjár- mögnuð með lánsfé eða eigin fé. Ef fjárfestar vilja verða ein- hverju nær um stöðu fyrirtækja er sjálfsagt að líta til EBITDA- tölunnar, en ein og sér segir hún ekki mikið. Hún þarf að skoðast í samhengi við það hversu mikið fé er bundið í rekstrinum – bæði í formi lánsfjár og eiginfjár. Þegar stórir fjárfestar íhuga hvort þeir vilji kaupa önnur fyrirtæki telja þeir sig gjarnan geta gert breytingar á samsetn- ingu eigna og skulda þannig að draga megi úr vaxtagreiðslum. Þá sjá fjárfestar fyrir sér að geta borgað upp núverandi skuldir fyrirtækisins og fengið ný lán á lægri vöxtum og því geti stærri hluti EBITDA-hagnaðarins runn- ið til eigenda hlutafjárins. Ýmsar kennitölur eru gagn- legar sem nota EBITDA, svo sem hlutfall EBITDA og langvinns fjármagns (eigið fé og langtíma- skuldir). Sé hlutfallið hærra en vextir af lánsfé eru eigendur í góðum málum; eignir í rekstri eru þá ávaxtaðar betur í þágu hluthafans en ann- arra. Önnur kenni- tala ber saman EBITDA og vaxta- gjöld og svarar því hversu oft rekstrarhagnaður getur greitt vexti af lánsfé. Hár margfaldari veit á styrk. Loks getur verið gagnlegt að reikna út reglulega hversu mörg ár þarf til þess að greiða langtímaskuldir með því að deila framlagi rekstr- ar (EBITDA að frádregnum vaxtagjöldum) í langtímaskuldir. Forsendur rekstrar og fjár- magnsskipan eru að vísu sífellt að breytast en kennitalan segir samt talsvert til um fjárhags- legan styrk. M Á L I Ð E R EBITDA Er EBITDA-framlegð ólík milli atvinnugreina? Já, framlegðin er mjög ólík milli atvinnugreina. Almennt séð er framlegð hátt hlutfall af sölu í atvinnurekstri sem krefst mikilla fjárfestinga, t.d. hjá orkuverum og í fjarskiptaþjón- ustu. Kemur þar til að þegar allur hefðbundinn kostnaður hefur verið greiddur er eftir að taka tillit til afnota af fjár- festingum. Þau áhrif koma í gegnum afskriftir og vexti af lánum, að því marki sem fjárfestingarnar hafa verið fjár- magnaðar með lánum. Á hinn bóginn er fram- legðin iðulega lágt hlutfall af sölu í hefðbundn- um þjónustufyrir- tækjum sem byggja fyrst og fremst á vinnuafli en ekki á miklum fjárfestingum. Af hverju skiptir EBITDA máli? Fjárfestum þykir gagnlegt að sjá hverju reksturinn skilar óháð því hvernig félagið er fjár- magnað og er mjög algengt að EBITDA sé sá mælikvarði sem er notaður í því samhengi. Til einföldunar má segja að fjórir aðilar geri tilkall til EBITDA- framlegðar rekstrarins. Hluti fer í að greiða vexti af lánum fyrirtækisins. Hluti fer í skatt. Fyrirtækið sjálft þarf hluta til að ráðstafa í fjárfestingar svo það megi vaxa og dafna. Hlut- hafar fyrirtækisins eiga svo síðastir tilkall til afkomunnar. Þess vegna er EBITDA iðulega sett í samhengi við heildarvirði félagsins, þ.e. verðmæti hluta- fjár að viðbættum vaxtaberandi skuldum. Fæst þá kennitalan EV/EBITDA sem er einn al- gengasti mælikvarðinn á verð fyrirtækja. Hvaða aðrar kennitölur skipta máli við mat á rekstri fyrir- tækja? Algengasta kennitalan er eftir sem áður V/H. Er það verð- mæti hlutafjár fyrirtækisins á móti hagnaði. Hugsunin á bak við það hlutfall er hvað það tæki mörg ár að greiða verð hlutabréfanna miðað við óbreyttan rekst- ur. Einnig er al- gengt að stuðst sé við arðsemi eigin fjár. Í tilviki banka er al- gengt að verðmæti hlutafjár sé sett í samhengi við bókfært eigið fé, svokallað V/I hlutfall. Er algengt að stjórnendur fyrir- tækja á markaði reyni að fegra tilteknar kennitölur? Það er ekki algengt að finna dæmi um slíkt. Oftast bera slík- ar aðgerðir einungis árangur til skamms tíma og væru því fljót- ar að koma í bakið á stjórnend- um. Sem dæmi má nefna að skera niður í vöruþróun sem myndi auka framlegð til skamms tíma en fljótt bitna á sölu fyrirtækisins. EBITDA mismunandi eftir atvinnugreinum T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Atla B. Guðmundssonar Hjá Greiningu Íslandsbanka Engin ein tala segir allt SIGURÐUR SVAVARSSON Segir að fjárfestar þurfi að skoða margar vísbendingar í árs- reikningum til að átta sig á raunverulegri stöðu fyrirtækja. Rekstrarhagnaður án afskrifta, EBITDA, er ein af þeim stærðum. Fr ét ta bl að ið /H ei ða Ein ástæðan er sú að tiltölulega einfalt er að hag- ræða bókhaldi á þann veg að ákveðin stærð í reikn- ingunum líti vel út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.