Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 12
12 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Þeir Jesaja og Joeri eru vígreifir og hressir en að drepast úr harðsperr- um. Þeir eru nýkomnir af fjöllum eftir mjög erfiða tíu daga ferð frá Blönduósi að Hellu sem þeir fóru á sérhönnuðum hlaupahjólum. Þetta er önnur ferð þeirra hér á landi en alls fara þeir þrjár ferðir og í hvert sinn leitast þeir við að safna peningum fyrir einhvern sjaldgæfan sjúkdóm sem herjar á börn. Að þessu sinni safna þeir fyr- ir börn sem þjást af slímseigjusjúk- dómi eða cystic fibrosis. Þeir komu hingað fyrst í október árið 2001 og renndu sér þá í kring- um landið á línuskautum. Þeir reyna að velja furðulegan ferða- máta til að vekja athygli en á næsta ári ætla þeir að renna sér yfir Vatnajökul á seglbrettum. Þeir hittust fyrst fyrir sex árum þegar Jesaja gekk til liðs við fyrir- tæki Joeri í Hollandi sem skipulegg- ur alls kyns uppákomur fyrir fyrir- tæki og hópa sem vilja gera eitt- hvað allt annað . Þegar þeir eru spurðir hvort þeir séu góðir vinir líta þeir hvor á annan. „Ekki leng- ur,“ segja þeir og hlæja dátt, „en við verðum það aftur eftir tvær vikur“. Það var hálfgerð tilviljun að Ís- land varð fyrir valinu hjá þeim fé- lögum. Fyrir ferð þeirra 2001 leit- uðu þeir að eyju og datt fyrst í hug að fara til Bahamaeyja en það hafði enginn áhuga á að styrkja þá til þeirrar ferðar. Þá duttu þeir niður á Ísland sem þótti ævintýralegra og hættulegra og lagðist betur í styrk- veitendur. Ferðin yfir landið sóttist mjög hægt. Oft óðu þeir snjó upp að hnjám og í raun voru hjólin meiri byrði en hjálp. Minnast þeir þess að þeir þurftu iðulega að ýta hjólunum niður í móti. En langaði þá ekki stundum til að henda hjólunum út í hafsauga? „Allan tímann,“ segja þeir hlæjandi. Þeir lentu í ýmsum hremming- um á leiðinni. Verst var þegar þeir féllu þrjá metra ofan í holu í snjó í Kerlingarfjöllum. Á rann þar undir sem var þó ekki mjög djúp. „Við vorum þrjá tíma að komast upp úr,“ segir Joeri en hjólin vega 32 kíló hvert með farangri og síga því tölu- vert í. „Joeri plataði mig út í þetta,“ segir Jesaja, „hann hélt því fram að þetta yrði tveggja vikna létt ganga, næstum eins og frí,“ segir hann og gýtur augunum kankvís en ásak- andi á félaga sinn. Hægt er að skoða myndir af ferð þeirra félaga á vefslóðinni www.triplexpedition.com solveig@frettabladid.is ÁRIÐ 2003 VORU 165.242 VARP- HÆNSNI Á ÍSLANDI. Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ Það er helst að frétta að bókin mín Flateyjargáta kemur út í Þýska- landi í júlí og heitir upp á þýsku Das Rätsel von Flatey,“ segir Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur. Viktor segir að búið sé að kynna bókina rækilega í Þýskalandi og hann hlakkar mikið til útgáfunnar þótt honum gefist ekki kostur á að bregða sér til Þýskalands. Að hans sögn rataði bókin á borð þýskra for- leggjara í gegnum Colettu Bührling sem hér hefur lengi búið. „Hún hef- ur þýtt bækur eftir Arnald Indriðason, Steinunni Sigurðardóttur og fleiri Ís- lendinga á þýsku. Hún las bókina mína og benti forlaginu Lübbe á hana og þeir ákváðu að gefa hana út. Viktor er með mörg járn í eldin- um og vinnur að nýrri skáldsögu sem hann stefnir á að gefa út á næsta ári, en Lübbe hefur líka keypt útgáfuréttinn að henni. Sam- hliða ritstörfunum vinnur Viktor hjá Vegagerðinni en þar sem hann fékk starfslaun í fyrra og í ár sér hann fram á að geta tekið sér frí til að einbeita sér að skrifum. Hann er þó ekki viss um að sér gefist tími til að taka sumarfrí. „Ég er að minnsta kosti ekki búinn að ráð- stafa því, en það er ekki ólíklegt að ég bregði mér til Skagafjarðar með fjölskyldunni. Norðurlandið er svæði sem ég hef verið að kynnast undanfarið.“ Vinnur a› skáldsögu og útgáfu í fi‡skalandi HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON RITHÖFUNDUR „Mér líst ágætlega á þetta ef ekki hljótast nein náttúruspjöll af,“ segir Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, um fyrir- ætlanir Orkuveitu Reykjavíkur um að hanna gistiaðstöðu og baðsvæði á Nesja- völlum. Ætlunin er að nýta náttúrulegt afrennsli frá jarðhitasvæðinu sem svipar til þess rekstrar sem Bláa lónið er með í Svarts- engi. Saga heilsa og spa mun sjá um reksturinn ef af verður en líklega verður baðsvæðið þó ekki jafn umfangsmikið og Bláa lónið. Guðrún segir einnig jákvætt ef slík náttúruvæn ferðaþjónusta getur eflt atvinnulíf á svæðinu. Hún segir ekki ólík- legt að hún muni prófa aðstöðuna, hins vegar fari hún mjög sjaldan í sund og því veki þessi nýja baðaðstaða engar sérstak- ar kenndir hjá henni. GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Vekur engar sérstakar kenndir ORKUVEITAN Í BAÐREKSTUR SJÓNARHÓLL Frumleg smygltilraun: Fiskar undir pilsfaldinum Tollverðir í Ástralíu fundu óvenjulegt góss á óvenjulegum stað á dögunum þegar þeir stöðv- uðu konu á flugvellinum í Melbo- urne. Við leit á konunni fundu þeir 51 lifandi fisk sem svömluðu um í þar til gerðri svuntu undir pilsi konunnar. Tollayfirvöld segja verðina hafa grunað að það væri maðkur í mysunni þegar þeir heyrðu tor- kennileg hljóð berast frá skauti konunnar. Við nánari skoðun kom í ljós að konan var með fimmtán plastpoka innanklæða sem í voru 51 hitabeltisfiskur af óþekktri tegund. Konunnar bíður ákæra eftir að kennsl hafa verið borin á fiskana. Verði hún fundin sek um að smygla villtum dýrum á konan yfir höfði sér allt að fimm milljón króna sekt eða tíu ára fangelsi. FISKASVUNTAN Það er ábyggilega ekki hlaupið að því að rogast með þessa byrði framan á sér eftirtektarlaust. Fur›ulegur fer›amáti HOLLENSKIR GARPAR Jesaja og Joeri með allan útbúnaðinn. ERFITT YFIRFERÐAR Þeir félagar gátu lítið rennt sér á hjólunum og þurftu meira og minna að draga og ýta þeim alla leið. Hollendingarnir Jesaja Bouman og Joeri Rooij hafa nýlokið tíu daga ferð þvert yfir há- lendið á hlaupahjólum. Þeir eru að safna peningum fyrir veik börn. Árið 2001 fóru þeir í kringum landið á hjólaskautum og á næsta ári ætla þeir á seglbrettum yfir Vatnajökul. VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.