Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Nauðsynlegt er fyrir alla að virkja leiðtogann í sér, algjör- lega óháð því hvar innan fyrir- tækisins þeir starfi. Leiðtogar eru ekki endilega stjórnendur en leiðtogar spyrja spurninga og taka engu sem gefnum hlut. Dögg Hjaltalín hitti Lee Warr- en yfir hádegisverði. Leiðtogi er ekki nafnorð heldur sagnorð seg- ir Lee Warren sem kom hingað til lands til að kenna íslenskum nemendum hvað fælist í því að vera leiðtogi. Lee leggur áherslu á að það sé bæði hættu- legt og erfitt að vera leiðtogi. Þeir reyni að stjórna aðstæðum hverju sinni. „Leiðtogar eru ekki endilega forstjórar, stjórnarfor- menn eða millistjórnendur, þeir eru alls stað- ar innan fyrirtækisins.“ Lee Warren var gestakennari í MBA-námi við Háskóla Íslands og kenndi íslenskum námsmönnum þá list að vera leiðtogi. Hún ögraði nemendum sínum og lét þá vinna krefjandi verkefni, þó aðallega sem snertu þá persónulega. Hún bendir á hlæjandi að nú hafi hún út- skýrt á tveimur mínútum það sem hafi tekið hana tvo daga að kenna. „Aðalatriði er að nemendurnir taki þetta til sín og nýti sér þetta í starfi. Fólk verður að líta í eigin barm og það er í raun erfiðasti hluti námskeiðs- ins.“ KALT Á TOPPNUM Lee Warren byggir kennslu sína á kenning- um þeirra Martins Linsky og Ronalds Heifetz. Þeirra kenningar fjalla um það að það sé hættulegt að vera leiðtogi og þeir benda einnig á leiðtoginn sé alls staðar í fyr- irtækinu. Fólk eigi að vinna markvisst að því að virkja leiðtogann í sjálfum sér. Áskorunin og erfiði hlutinn af því að vera leiðtogi felst í því að vera sífellt að fá fólk til að gera eitt- hvað sem það vill kannski ekki gera. Lee seg- ir manneskjur í eðli sínu íhaldssamar og því séu breytingar alltaf erfiðar fyrir þær. Breytingar eru þó nauðsynlegar fyrir fram- þróun. Eins benda þeir á oft sé einmanalegt og kalt á toppnum. Lee skilgreinir leiðtoga á tvenns konar hátt: annars vegur tæknilegur leiðtogi og hins vegar áunninn leiðtogi. Normið sé sífellt að breytast og því þurfi leiðtoginn að breyt- ast með. HORFA YFIR DANSGÓLFIÐ Lee segir að fólk sé ekki annaðhvort leiðtogi eða ekki, það fæðist ekki sem leiðtogi. „Fólk á að þróa leiðtogahæfileikana með sér því að vera leiðtogi fæst ekki með því að fá vald upp í hendurnar.“ Lee útskýrir gjörðir leiðtoga á mjög myndrænan en einfaldan hátt. „Leiðtogi er sá sem fer upp á svalirnar á dansleik og horf- ir yfir dansgólfið. Frá svölunum sér hann til dæmis hverjir eru að dansa saman, á hvaða hátt, hverjir dansa í takt og hverjir dansa best. Út frá þessum upplýsingum getur leið- toginn ákveðið hvert næsta skref verður.“ Eitt af því sem Lee leggur mesta áherslu á er að leiðtogi sé ekki endilega stjórnandi, leiðtogi á að búa í öllum starfsmönnum. „Hver starfsmaður á að líta í eigin barm og hugsa hvernig næst betri árangur. Með því að gera eitthvað á betri veg er hann leiðtogi. Hæfni leiðtoga ræðst ekki af því hversu of- arlega í fyrirtækinu hann vinnur heldur hvort honum takist að fá fólk til að eiga frumkvæði og hrífa samstarfsfélagana sína með sér.“ SKIL MILLI EINKALÍFS OG VINNU Lee Warren leggur mikla áherslu á að ein- staklingar skilji á milli einkalífs og vinnunn- ar. „Til að ná árangri í starfi þarf fólk að átta sig á því að öll gagnrýni er ekki persónuleg heldur fagleg. Ef fólk skilur þetta ekki er það sífellt fyr- ir persónulegum árásum og líður illa í vinnunni. Fólk má ekki kikna undir álaginu. Blaðamaður bendir henni á að í litlu landi eins og Ís- landi sé það oft erfitt. Hún segir þvert á móti sé það mikilvægara í litlu landi eins og Íslandi. Fólk verði að komast frá vinnunni. Aðalatriði leiðtogans er ekki endilega að vita svörin heldur frekar að velta upp spurningum. „Leiðtoginn finnur vandamálin og reynir að leysa þau. Hann kemst á endanum á leiðarenda en ekki endilega þá leið sem hann hélt að hann færi í upp- hafi.“ Lee segir að allir þurfi að temja sér gagnrýna hugsun og spyrja spurninga. Finna ógnanirnar, sem gætu til dæmis falist í samkeppnis- aðila. „Allir ættu að leitast við að tileinka sér hugsunar- hátt leiðtoga og reyndar gera það margir án þess að átta sig á því. Mjög nauðsynlegt er að fólk taki frumkvæðið.“ NÝTA KUNNÁTTTUNA Lee kenndi nemendum í MBA við Háskóla Ís- lands og sagði hún þá hafa staðið sig vel. Hún hafi greinilega sýnt nemendunum alveg nýja hlið á kennslu. Allir voru látnir vinna í hóp- um og reyndi kennslan meira á nemendurna andlega en vitsmunalega. „Ég lét þá vinna í leiðtoganum í sjálfum sér. Leiðtoginn verður að leggja sjálfan sig algjörlega í það.“ Lee segir nemendurna hafa verið hissa á því hversu mikið þeir þurftu að leggja af mörkum. „Bandarískir nemendur mótmæla að vísu stundum því þeir eru vanir að leggja eitthvað af mörkum vitsmunalega en alls ekki persónulega.“ Leiðtogafræðin snúist mikið um nýta eig- in reynslu á jákvæðan hátt og tengja við eig- in upplifun. „Nemendurnir þurftu að finna hvernig þeirra hópur ynni og hvaða tækifæri þau hefðu. Ég lét þau segja sínar reynslusögur og láta þau vinna með sitt eigið líf því hver er tilgangurinn ef þú lærir ekki að nýta þér það sem þú kannt.“ Á HJÓLI Í FRAKKLANDI Lee spyr mikið um Ísland og vill fræðast um land og þjóð. Íslenskar bókmenntir heilla hana og hyggst hún festa kaup á bók eftir nóbels- skáldið meðan á dvöl hennar stendur hér. Lee hrífst af sögunni af sjálfstæða, þrjóska bóndanum Bjarti í Sumarhúsum og segir hlæj- andi að hann hafi greinilega verið leiðtogi. Lee ræðir við blaðamann um land og þjóð og segir hún greinilegt að mikill leiðtogi búi í brjóstum Íslendinga. Hún heillast af krafti og dugnaði þjóðarinnar eins og hún segir sjálf. Lee kennir um leiðtoga við Kennedy School of Government við Harvard og hefur gert það síðustu 20 ár. Hún segist óvart hafa endað þar en henni líki það mjög vel. Áður vann hún fyrir ýmis góðgerðasamtök og seg- ist hún geta nýtt reynsluna frá þeim störfum sínum vel í kennslunni. Lee ætlar að dvelja hér á landi í nokkra daga og ætlar bregða sér meðal annars í Skaftafell en hún hefur gaman að fjallgöng- um. Hún tengir áhugamál sín strax við kenn- ingarnar um leiðtoganna og segir nauðsyn- legt fyrir alla að hafa áhugamál, hæfni þeir- ra til að takast á við vandamál aukist. Dugnaður og krafturinn einkennir Lee en hún hyggst fara beint til Frakklands frá Ís- landi og hyggst hjóla þar um. Líklega ætlar hún að virkja leiðtogann í sér í þeirri ferð. Hádegisverður fyrir tvo á Galíleó Graskerssúpa Sjávarréttasalat með hörpuskel, krækling, rækjum og kapersdressingu Cannelloni með ricottaosti og spínati Drykkir: Vatn með lime Sódavatn með lime Alls: 3.050 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Lee Warren kennara við Harvard Verðskuldað tækifæri Aurasálinni berst mikið af rusl- pósti og tilboðum um þátttöku í ýmsum fjárfestingum. Mikilvægt er að kunna að greina á milli raunverulegra tækifæra og fjár- plógsstarfsemi. Aurasálin lætur til dæmis aldrei aftur blekkjast af pýramídafyrirtækjum. Í einu bréfinu sagði eitthvað á þá leið að þar sem Aurasálin væri „future leader in business and industry“ þá stæði henni til boða „a unique opportunity“ til að „get an invaluable edge on the competition“. Þetta lætur vel í eyrum Aurasálarinnar. Það eina sem Aurasálin þarf að gera er að opna bankareikning og leyfa syni fyrrverandi herfor- ingja í lýðræðisher Afríkuríkis- ins Kúmar að leggja 250 þúsund dali inn á reikninginn. Fyrir við- vikið fær Aurasálin tíu prósent af upphæðinni – eða fimmtán milljónir. Það eina sem þarf að gera er að senda hundraðþúsund- kall inn á reikning í Cayman-eyj- um til að liðka fyrir umsýslunni. Einhverjir kynnu að halda að þetta sé svikamylla. En Aurasálin er þess fullviss að svo er ekki. Auðvitað ætlar Aurasálin ekki að sleppa sér í gleðinni fyrr en pen- ingurinn er kominn í hús. Það verða ekki gerð sömu mistök og fyrir nokkrum árum þegar Aura- sálin ætlaði að græða milljónir á því að kaupa tvö þúsund lén, meðal annars davidoddsson.com og rikisstjornislands.com. Þetta kostaði ekki mikið, svona fimm dali hvert, en þetta safnaðist saman og aldrei hefði Aurasál- inni dottið í hug að ekki væri hægt að selja eitt einasta lén. Aurasálin hafði reiknað það út að ef hægt væri að selja tíu lén á hálfa milljón hvert þá væri gróðinn fimm milljónir. Þá fór Aurasálin beint í bankann og hækkaði yfirdráttinn og keyp- ti sér nýjan bíl og ný jakkaföt til að lúkka rétt fyrir fundina með þeim sem áttu að kaupa lénin. Þannig að í staðinn fyrir að eiga fimm milljónir stóð Aurasálin eftir með þriggja milljóna yfir- drátt og kreditkortaskuld upp á tvö hundruðþúsundkall. Aurasálin mun ekki gera sömu mistökin aftur. Hún mun ekki endurnýja bílinn en það er aug- ljóst að fataskápurinn þarf end- urnýjun auk þess sem athafna- menn eins og Aurasálin þurfa að geta fylgst með heimsfréttunum. Þess vegna hækkaði Aurasálin yfirdráttinn, en bara umtvær milur til að geta keypt þrenn ný jakkaföt, gervihnattadisk og 50 tommu plasma sjónvarpsskjá. Lærdómurinn sem Aurasálin dreg- ur af þessu tækifæri er einfald- ur: Með eljusemi, útsjónarsemi og þolinmæði munu tækifærin koma. Það eina sem þarf til að græða á þeim er að vera tilbúinn að grípa þau og umfram allt – að láta ekki plata sig. A U R A S Á L I N Leiðtogi er sá sem fer upp á svalirnar á dansleik og horfir yfir dans- gólfið. Frá svölunum sér hann til dæmis hverjir eru að dansa saman, á hvaða hátt, hverjir dansa í takt og hverjir dansa best... Leiðtogahæfileikar lærast FÓLK Á AÐ VIRKJA LEIÐTOGANN Í SJÁLFUM SÉR OG TAKA FRUMKVÆÐI Oft getur þó verið napurt og einmanalegt á toppnum, segir í kenningum sem Lee starfar eftir. Fr ét ta bl að ið /S te fá n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.