Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Endurfjármögnun SÍF lokið Stefnt er að aðalfundi Sparisjóðs Skagfirðinga þann 23. júní. Mikl- ar deilur hafa staðið innan stofn- fjáreigendahópsins vegna stofn- fjáraukningar sem varð á síðasta ári og fór málið fyrir héraðsdóm Norðurlands vestra sem dæmdi minnihluta eigenda í vil og bann- aði aukningu stofnfjár. Staðan í sjóðnum er því sú sama og hún var á síðasta ári áður en auka átti stofnfé. Í samtali við Magnús Brands- son, stjórnarformann sparisjóðs- ins, kom fram að á fundinum verði lagðar fram tillögur að aukningu stofnfjár, úr 22 millj- ónum króna í 100, auk þess sem ný stjórn verði kjörin og spari- sjóðnum verði gefið nýtt heiti. Magnús segir næsta víst að mannabreytingar verði á stjórn- inni. Hann fari til dæmis sjálfur út. Menn vilji nota tímann fram að fundi til að mynda sameigin- lega stjórn. „Stjórnin tók ákvörðun um að bakka og gefa málið, í því sjón- armiði að sætta aðila innan stofnfjáreigendahópsins. Það er vonandi að heildin nái nú sam- an,“ segir Magnús. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Sjóvá mun fá allar tekjur Bubba Morthens af sölu tveggja nýrra platna sem hann gaf út á mánudag. Er það í samræmi við samning sem Bubbi gerði í byrjun mars síðastliðins þar sem hann seldi Sjóvá höfundarréttinn að lögunum sínum. Að auki fær tryggingafélagið öll STEF-gjöld sem greidd eru þegar lög tónlistarmannsins eru spiluð opinber- lega. „Ég ræði ekki við fjölmiðla og hvað þá díla mína við Sjóvá,“ sagði Bubbi þegar hann var spurður nánar út í samninginn í kjölfar útgáfu platnanna. Má líta svo á að hann hafi fengið tekjur næstu ára greiddar fyrir fram þegar Sjó- vá greiddi honum nokkra tugi milljóna króna við undirritun samningsins. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvá, segir fyrirtækið hafa keypt hugverkasjóð Bubba Morthens fyrir ákveðna upphæð sem ekki sé gefin upp. Sá sjóður fái allar tekjur vegna plötusölu og STEF-gjalda. Ofan á þessar tekjur fær Sjóvá ákveðna ávöxtun á þeim tíma sem samningurinn er í gildi. „Þegar við erum búin að fá það sem við borguðum Bubba til baka auk ávöxtun- arinnar eignast hann hugverkin sín aftur,“ útskýr- ir Þorgils Óttar. Plötur Bubba hafa selst mjög vel undanfarin ár. Eru þær nú orðnar 53 og lögin 470. Hafa árleg stef- gjöld numið nokkrum milljónum króna samkvæmt heimildum Markaðarins. Þar sem Bubbi semur og syngur flest lögin sjálfur fær hann hærri upphæð óskipta í sinn hlut. Óljóst er hversu langan tíma það tekur Bubba að vinna hugverkin sín aftur frá Sjóvá. Ekki fæst upp- gefið hversu há upphæðin var né hversu mikla ávöxtun Sjóvá vill fá af þessari fjárfestingu sinni. Í ljósi þess að hann gefur út tvær plötur núna má vænta þess að Bubbi muni ekki sitja auðum hönd- um, heldur vinna af fullum krafti til að tryggja áframhaldandi tekjur Sjóvár. Þorgils Óttar segir hægt að semja aftur við listamanninn á svipuðum nótum að loknum samningstímanum. Sjóvá fær tekjur Bubba Morthens Bubbi Morthens gaf út tvær nýjar plötur á mánudaginn. Sjóvá fær tekjur hans af plötusölunni vegna samnings sem Bubbi undirritaði í byrjun mars. Seðlabankinn ákvað síðastliðinn föstudag að hækka stýrivexti um hálft prósent og eru þeir nú 9,5 prósent. Vaxtahækkunin kom markaðnum á óvart og má búast við að gengi krónunnar hækki í kjölfarið, segir á vef greiningar- deildar KB banka. Seðlabankinn virðist telja verðbólguhorfur dekkri en áður og er ástæðan sögð lækkun gengisins auk vaxandi einka- neyslu. Með hækkun stýrivaxta leit- ast bankinn við að hækka vexti af langtímalánum til að koma í veg fyrir áframhaldandi þenslu í hagkerfinu. Virðist Seðlabankinn vera að gæla við þá hugmynd að að ef genginu verði ýtt nægilega hátt upp muni erlendir fjárfestar losa stöðu sína í verðtryggðum pappírum hérlendis og lang- tímavextir hækka, að mati greiningardeildar KB banka. - jsk Fengur úr sjónum SPARISJÓÐUR SKAGFIRÐINGA FISK, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, er stærsti stofnfjáreigandinn í sparisjóðnum. Á aðalfundi á næstunni ætlar stjórnin að leggja fram tillögur til að sætta stofnfjár- eigendur. Flytjum meira inn Vöruskiptajöfnuður við útlönd í apríl var óhagstæður um 4,4 millj- arða króna, segir á vef Hagstofu Íslands. Í apríl í fyrra var hann óhagstæður um 2,9 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var á fyrsta ársfjórðungi óhagstæður um 16 milljarða króna, en var á sama tímabili í fyrra óhagstæður um 3,4 milljarða. Fyrstu fjóra mánuði ársins jókst útflutningur um tvö pró- sent en innflutningur um 21 pró- sent. - jsk Verð á kopar náði sextán ára há- marki á föstudaginn vegna mik- illar eftirspurnar á heimsmark- aði. Á síðasta ári hækkaði kopar- verð um fjórðung eftir að birgðastaða dróst saman um tvo þriðju hluta. Mikil þensla á byggingamark- aði í Bandaríkjunum er talin meginástæða þessarar hækkun- ar en um 180 kg af kopar fara að meðaltali í hvert hús í landinu. Þá er bílaiðn- aðurinn mjög háður kopar. Meðal spákaupmanna er talið að verðið eigi eft- ir að hækka áfram. - eþa Vísitala neysluverðs lækkaði í maí um 0,54 prósent frá fyrra mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Skýrist þessi lækk- un að stærstum hluta af breyttum aðferðum Hagstof- unnar við útreikning vaxta af húsnæðis- lánum, en einnig af mikilli samkeppni á matvörumarkaði. Síðastliðið ár hef- ur vísitala neyslu- verðs hækkað um 2,9 prósent. Vísitala bygging- arkostnaðar hækk- aði um 0,16 prósent á sama tímabili og hefur hækkað um 4,5 prósent síðastlið- ið ár. - jsk Ódýrara að lifa, dýrara að byggja Söluhagnaður Burðaráss af sjáv- arútvegshlutanum og skipastarf- seminni nam um 19,6 milljörðum króna. Á dögunum keypti Avion Group um 95 prósenta eign Burðaráss í Eimskipafélaginu fyrir 21 milljarð króna. For- göngumenn Burðaráss hafa sagt að söluhagnaðurinn sé 15,5 millj- arðar króna eftir skatta. Eflaust leysir Burðarás til sín mesta söluhagnað sem um getur hér- lendis. Burðarás seldi dótturfélög Brims, HB, Skagstrending og ÚA í janúar 2004. Söluverð ÚA var níu milljarðar, 7,8 milljarðar fengust fyrir HB og 2,7 milljarð- ar fyrir Skagstrending. Boyd Line var einnig selt fyrir 1,7 milljarða króna. Samanlagður söluhagnaður af sjávarútvegs- hlutanum var 4,1 milljarðar króna. - eþa S ö l u h a g n a ð u r B u r ð a r á s s a f s j á v a r ú t v e g s - o g s k i p a s t a r f s e m i n n i Félag Söluhagnaður Eimskipafélagið 15,5 Dótturfélög Brims* 4,1 * Boyd Line, HB, Skagstrendingur og ÚA MIKILL SÖLUHAGNAÐUR Á aðeins átján mánuðum hafa stjórnendur Burðaráss leyst út söluhagnað sem nemur tæpum tuttugu milljörðum. VÍSITALA NEYSLUVERÐS LÆKKAR Að hluta til má rekja lækkunina til samkeppni á mat- vörumarkaði. KOPARPENINGAR Verð á kopar hefur ekki verið hærra í sextán ár og er því spáð að það hækki frekar. Koparverð hækkar enn INN- EÐA ÚTFLUTNINGUR? Vöruskipta- jöfnuður í apríl var óhagstæður um 4,4 milljarða króna. Stjórnin réttir fram sáttarhönd Endurfjármögnun SÍF er nú formlega lokið en um- sjónarbankar fyrirtækis- ins, KB banki og Bank of Scotland, hafa selt hluta láns SÍF til sjö banka og fjögurra fjárfestinga- sjóða. Heildarlánsfjárhæð er nú rúmlega 21 millj- arður króna en var upp- haflega tæpir 24 millj- arðar. Sambankalánið er samsett bæði af langtímaláni og veltufjármögnun. Skuldsetning fyrirtækisins hefur minnkað hraðar en gert var ráð fyrir og höfðu margir bankar áhuga á að taka þátt í sambankaláninu. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að vaxtakjör SÍF lækki um 0,25 pró- sent. - jsk HÖFUÐSTÖÐVAR SÍF Í HAFNARFIRÐI Vaxtakjör SÍF lækkuðu í kjölfar mikils áhuga banka á að taka þátt í sambankaláni fyrirtækisins. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON SEÐLABANKASTJÓRI Seðlabankinn virð- ist telja verðbólguhorfur dekkri en áður og er ástæðan sögð lækkun gengisins auk vax- andi einkaneyslu almennings. Vilja hækka langtímavexti Seðlabankinn gælir við þá hugmynd að erlendir fjárfestar losi stöður sínar. M ar ka ðu rin n/ Pj et ur ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN, BUBBI MORTHENS OG BJARNI ÁRMANNSSON UNDIRRITA SAMNINGINN Samningurinn tryggði Bubba Morthens tugi milljóna sem líta má á sem fyrirfram greidd laun fyrir lagasmíðar, plötusölu og opinbera spilun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.