Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 8
1Hversu margir íslenskir friðargæslu-liðar fara til Afganistan í haust? 2Hvað heitir fráfarandi forstjóri Áfeng-is- og tóbaksverslunar ríkisins? 3Hvaða leiksýnig fékk flestar tilnefn-ingar til Grímunnar? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hefur áhrif hér á landi: Vinnutími unglækna breytist KJARAMÁL Landspítalinn hefur skipað starfsnefnd sem fer yfir vinnutíma unglækna með það fyrir augum að laga hann að á k v æ ð u m vinnut ímat i l - skipunar Evr- ópusambands- ins. Nefndin á að koma með tillögur að nýju vaktafyrirkomulagi unglækna fyrir 27. júní, en í því verður þá farið eftir ákvæðum um lág- markshvíldartíma og hámarks- vinnutíma. „Við fögnum þessu, en spítal- inn ætlar samt að halda áfram málarekstri sínum,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, formað- ur Félags unglækna, en í byrjun apríl var dómtekið í Héraðs- dómi Reykjavíkur mál unglækna á hendur spítalanum til að fá vinnutímaákvæðin virt. ESA eftirlitsstofnun EFTA, Frí- verslunarsambands Evrópu sendi íslenskum stjórnvöldum „rökstutt álit“ í apríl vegna þess að vinna unglækna hafði ekki verið löguð að vinnutímatilskip- un Evrópusambandsins. Þá hef- ur ríkislögmaður óskað eftir lengdum fresti til að skila inn greinargerð um vinnutíma unglækna, en hann átti að sögn Bjarna að skila henni inn í byrj- un mánaðarins. „Við erum sum sé enn að bíða eftir henni, en svo er þessi vinna farin af stað af hálfu spítalans.“ -óká Umboðsmaður um skipun rektors Landbúnaðarháskólans: Gu›ni var ekki vanhæfur UMBOÐSMAÐUR Umboðsmaður Al- þingis telur að landbúnaðarráð- herra, Guðni Ágústsson, hafi ekki verið vanhæfur til að ákveða hver skyldi skipaður í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá telur umboðsmaður ólíklegt að skipunin verði talin ógildanleg. Ingileif Kristjánsdóttir, ein þeirra sem sótti um starfið, kærði skipun Ágústs Sigurðssonar í starf rektors til umboðsmanns Alþingis. Telur hinn síðarnefndi að máls- meðferð við undirbúning ákvörð- unarinnar hafi ekki samrýmst upplýsingalögum í öllum atriðum. Ráðherra og ráðuneyti hans hafi ekki fært fram nægar upplýsingar til staðfestingar á því að svör um- sækjenda við spurningum sem lagðar voru fyrir þá hafi upplýst nægilega um þau atriði sem ætl- unin var að byggja á við ákvörðun- artöku í málinu. Þá hafi rökstuðn- ingurinn fyrir ákvörðuninni þurft að vera gleggri. Umboðsmaður beinir þeim til- mælum til landbúnaðarráðherra að taka beiðni umsækjandans, um að ákvörðunin verði rökstudd, til athugunar á ný sé þess óskað. Í álitinu er gerð athugasemd við að svör landbúnaðarráðherra og upplýsingagjöf til umboðs- manns Alþingis hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem hvíldu á ráðherra sem stjórnvaldi gagnvart umboðsmanni. Eru það tilmæli hans að framvegis verði tekið tillit til þessara athuga- semda í svörum til umboðsmanns Alþingis. - jss Telja a› trú og stjórnmál eigi a› tengjast sem mest Samkvæmt n‡rri könnun telur stór hluti Bandaríkjamanna a› trúarbrög› og stjórnmál eigi a› tengjast traustum böndum. Bandaríkjamenn segjast líka trúræknari en flestar bandamannafljó›ir fleirra sem hefur veri› sk‡rt me› samspili frambo›s og eftirspurnar. KÖNNUN, AP Trúrækni skilur á milli Bandaríkjamanna og sumra af nán- ustu bandamönnum þeirra. Banda- ríkjamenn eru mun afdráttarlausari í trú sinni á Guð og styðja það að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum í mun ríkari mæli en fólk í öðrum löndum. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar sem AP- fréttastofan lét gera. Íbúar í Vestur-Evrópu, þar sem Benedikt XVI páfi hefur einmitt kvartað undan lítilli kirkjusókn, virðast síst trúræknir af þeim sem spurðir voru. Aftur á móti komust Mexíkóar næst Bandaríkjamönnum hvað trúrækni varðar. Hins vegar eru Mexíkóar mun meira á móti þrýstingi klerkastéttarinnar gagnvart stjórnvöldum en Bandaríkjamenn, sem er mjög í takt við þá sögulegu staðreynd að Mexíkóar hafa gjarnan barist gegn áhrifum klerkastéttarinnar. Næstum allir þeir sem svöruðu í Bandaríkjunum sögðu trúarbrögð vera þeim mikilvæg og einungis tvö prósent sögðust hreint ekki trúa á Guð. Næstum 40 prósent sögðu að trúarleiðtogar ættu að reyna að hafa áhrif á þá sem valdið hafa. Annars staðar eru niðurstöðurnar þvert á það sem gerist í Bandaríkjunum. Stjórnmálaskýrendur eru ekki sammála um það hvað valdi þessum mikla mun á viðhorfi Bandaríkja- manna og annarra þjóða. Sumir telja að það séu eðlislæg viðbrögð að hafna trúarbrögðum eftir því sem nútímavæðing er meiri og álíta um leið að Bandaríkin séu undan- tekningin sem sanni regluna. Aðrir segja að Evrópa skeri sig úr; að nú- tímavæddar þjóðir snúi sér að trú- arbrögðum vegna þrár eftir hinu hefðbundna. Enn aðrir vilja skýra þróunina með markaðslögmálum, að eftir því sem framboðið er fjölbreyttara og meira, þeim mun meiri verði eftir- spurnin, og það geti að mörgu leyti skýrt stöðu mála. Í Bandaríkjunum, þar sem mikið framboð er af mis- munandi trúarbrögðum og söfnuð- um og rík hefð fyrir trúfrelsi, sé spurnin eftir slíku meiri. Aftur á móti hafi eftirspurnin minnkað jafnt og þétt í Evrópu, þar sem kirkjan stendur á gömlum merg og minni hefð er fyrir frelsi og fjöl- breytni í trúmálum. oddur@frettabladid.is al-Libbi til Bandaríkjanna: Óvíst um áfangasta› KABÚL, AP Abu Farraj al-Libbi, sem grunaður er um að hafa verið einn valdamesti maður al-Kaída hryðju- verkasamtakanna, hefur nú verið flutt- ur til Bandaríkjanna frá Pakistan, þar sem hann var hand- samaður. Yfirmenn innan bandaríska hersins hafa ekki viljað gefa upp hvert hann var fluttur en staðfesta að honum hafi verið flogið millilendingalaust á ótilgreindan stað í Bandaríkjunum. ■ Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi Einar Ágúst játar LANDSPÍTALINN FOSSVOGI Formaður félags unglækna segir ekki fyrirséð hvernig leysa eigi vanda sem nýtt vaktakerfi unglækna hafi í för með sér, því fjölga verði unglæknum svo þeir fái sinn hvíldartíma samkvæmt Evróputilskipun. BJARNI ÞÓR EYVINDSSON ABU FARRAJ AL-LIBBI Landsbyggðin lifi: Umræ›u á hærra plan LANDSBYGGÐIN Á aðalfundi samtak- anna Landsbyggðin lifi sem haldinn var á Húnavöllum um liðna helgi hvöttu samtökin fólk í hinum dreifðu byggðum til að sameina krafta sína og byggja upp ný at- vinnutækifæri. Samtökin telja að fólk á landsbyggðinni þurfi að hækka menntunarstig, efla félags- lega samstöðu fólks og eigin sköp- un, lyfta umræðunni um byggðamál á hærra plan og láta rödd lands- byggðarinnar heyrast betur á opin- berum vettvangi. - hb GEORGE BUSH BANDARÍKJAFORSETI Sam- kvæmt könnun AP-fréttastofunnar eru Bandaríkjamenn mun jákvæðari gagnvart tengslum á milli trúarbragða og stjórn- valda en flestir bandamenn þeirra. M YN D /A P Aðskilnaður ríkisvalds og trúarbragða Könnunin var gerð á tímabilinu 12.-26. maí. Skekkjumörk eru 3 prósent. Þar sem ekki er svarhlutfall upp á 100 prósent svaraði afgangurinn „ekki viss“. Hversu mikilvæg eru trúarbrögð í lífi þínu? 55% 45 Ástralía 80 19 Ítalía 64 35 Kanada 37 63 Frakkland 54 46 Þýskaland 86 14 Mexíkó 63 34 Suður-Kórea 46 52 Spánn 86 14 Bandaríkin 43 57 Bretland Mikilvæg Ekki mikilvæg Finnst þér að trúarleiðtogar eigi að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda? 22% 75 Ástralía 30 63 Ítalía 25 72 Kanada 12 85 Frakkland 20 75 Þýskaland 20 77 Mexíkó 21 68 Suður-Kórea 17 76 Spánn 37 61 Bandaríkin 20 77 Bretland Já Nei (1,001) (963) (1,002) (1,014) (1,002) (1,000) (1,000) (1,001) (1,006) (1,001) (Fjöldi spurðra) Meirihluti fólks í tíu löndum segir að trúarleiðtogar eigi ekki að reyna að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. UMBOÐSMAÐUR Átelur landbúnaðarráð- herra fyrir svör hans og upplýsingagjöf vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.