Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 65
YGGDRASILL Færeyingarnir djassa á þjóðlegu nótunum í Norræna húsinu í kvöld. MIÐVIKUDAGUR 8. júní 2005 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Miðvikudagur JÚNÍ ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Upphitunarkvöld harðkjarna- hátíðarinnar MOTU verður í Hellin- um, Hólmaslóð 2.  20.00 Chris Morris Praise-and- Worship Band og Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði verða með létta sveiflu í alþjóðlegum anda á sumartónleik- um í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.  20.00 Færeyska hljómsveitin Ygg- drasill leikur í Norræna húsinu.  20.30 Beatmakin Troopa, PTH, B Ruff og Diddi Fel koma fram á hiphopkvöldi á Pravda Bar.  22.00 Ragnheiður Gröndal verður með tónleika á ljúfu nótunum á Næsta bar. Með henni spila gítarleik- arinn Ásgeir Ásgeirsson og bassa- leikarinn Róbert Þórhallsson. ■ ■ BJARTIR DAGAR  19.30 Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Einar Kárason lesa upp úr verkum sínum á bókakvöldi í Gamla bókasafninu.  20.00 Samúel Samúelsson og Antonía Hevesi spinna út frá þekkt- um lögum á básúnu og orgel á tón- leikum í Hafnarfjarðarkirkju. Séra Þórhallur Heimisson flytur stutta bænastund fyrir tónleikana.  20.00 "Ég er ögn í líffrænni kviksjá" nefnist myndlistargjörningur Örnu Valsdóttur í húsnæði Hafnarfjarðar- leikhússins að Strandgötu 50. Að- gangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Færeyska hljómsveitin Yggdras- ill er orðin aldarfjórðungs gömul og hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar. Tónlistin hef- ur sömuleiðis sveiflast til, en að öllu jöfnu má þó lýsa tónlist Ygg- drasils sem djassaðri og þjóð- legri tónlist með heimspopps- ívafi. Eftir hljómsveitina liggja níu plötur og eru mörg laganna á þeim byggð á færeyskum rímna- söngvum, sálmum og þjóðlögum. Einnig sækja liðsmenn sér efni- við í inúítasöngva og þjóðlög frá Hjaltlandseyjum og Norðurlönd- unum. Yggdrasill er nú kominn til Ís- lands og verður með tónleika í Norræna húsinu í kvöld. Eivör Pálsdóttir, sem söng inn á tvær síðustu plötur Yggdrasils, syngur ekki með Yggdrasil að þessu sinni enda heldur sólóferill hennar henni þéttbókaðri á öðr- um vígstöðvum. Í hennar stað sér Kári Sverris- son um sönginn. Hann er einn virtasti og dáðasti tónlistarmað- ur Færeyja og mætti kalla hann færeyskan Bubba. Hann hefur staðið í fremstu víglínu í fær- eyska músíkbransanum í áratugi, lengst af með nútímalegri þjóð- lagahljómsveit sem heitir Enekk, en einnig sinnt sólóferli sínum. ■ Upphitunartónleikar verða í kvöld í Hellinum úti á Granda fyrir harð- kjarna- og rokkhátíðina MOTU sem haldin verður nú um helgina á Grand Rokk og í gamla Sjónvarps- húsinu. Í kvöld spilar bandaríska hljóm- sveitin Paint it Black ásamt Myra, Isidor og Mania Locus, en síðan verður þessum tónleikum fylgt fast eftir með tónleikum á föstu- dagskvöldið þar sem danska hljóm- sveitin Urkraft spilar á Grand Rokk ásamt Momentum, The Nine Elevens og Hr. Möller Hr. Möller. Á laugardaginn verður síðan mikil veisla í gamla Sjónarpshús- inu þar sem dönsku sveitirnar Lack og Urkraft gera allt snælduvitlaust ásamt frönsku metalsveitinni Scar- ve. Með þeim spilar rjóminn af harðkjarna- og metalböndum Ís- lands, svo sem Nevolution, Sólstaf- ir og Drep. MOTU-hátíðin var haldin í fyrsta sinn síðasta sumar og hét þá Mothers of the Universe, en fljót- lega fóru allir að nota skammstöf- unina MOTU og verður hún hér eftir nafn hátíðarinnar, sem vænt- anlega verður árviss viðburður í tónlistarlífinu. ■ Kári í sta› Eivarar SCARVE Bandaríska hljómsveitin Scarve kemur hingað til lands á laugardaginn. Upphitun fyrir har›kjarnahátí›
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.