Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 65
YGGDRASILL Færeyingarnir djassa á þjóðlegu nótunum í Norræna húsinu í kvöld. MIÐVIKUDAGUR 8. júní 2005 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Miðvikudagur JÚNÍ ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Upphitunarkvöld harðkjarna- hátíðarinnar MOTU verður í Hellin- um, Hólmaslóð 2.  20.00 Chris Morris Praise-and- Worship Band og Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði verða með létta sveiflu í alþjóðlegum anda á sumartónleik- um í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.  20.00 Færeyska hljómsveitin Ygg- drasill leikur í Norræna húsinu.  20.30 Beatmakin Troopa, PTH, B Ruff og Diddi Fel koma fram á hiphopkvöldi á Pravda Bar.  22.00 Ragnheiður Gröndal verður með tónleika á ljúfu nótunum á Næsta bar. Með henni spila gítarleik- arinn Ásgeir Ásgeirsson og bassa- leikarinn Róbert Þórhallsson. ■ ■ BJARTIR DAGAR  19.30 Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Einar Kárason lesa upp úr verkum sínum á bókakvöldi í Gamla bókasafninu.  20.00 Samúel Samúelsson og Antonía Hevesi spinna út frá þekkt- um lögum á básúnu og orgel á tón- leikum í Hafnarfjarðarkirkju. Séra Þórhallur Heimisson flytur stutta bænastund fyrir tónleikana.  20.00 "Ég er ögn í líffrænni kviksjá" nefnist myndlistargjörningur Örnu Valsdóttur í húsnæði Hafnarfjarðar- leikhússins að Strandgötu 50. Að- gangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Færeyska hljómsveitin Yggdras- ill er orðin aldarfjórðungs gömul og hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar. Tónlistin hef- ur sömuleiðis sveiflast til, en að öllu jöfnu má þó lýsa tónlist Ygg- drasils sem djassaðri og þjóð- legri tónlist með heimspopps- ívafi. Eftir hljómsveitina liggja níu plötur og eru mörg laganna á þeim byggð á færeyskum rímna- söngvum, sálmum og þjóðlögum. Einnig sækja liðsmenn sér efni- við í inúítasöngva og þjóðlög frá Hjaltlandseyjum og Norðurlönd- unum. Yggdrasill er nú kominn til Ís- lands og verður með tónleika í Norræna húsinu í kvöld. Eivör Pálsdóttir, sem söng inn á tvær síðustu plötur Yggdrasils, syngur ekki með Yggdrasil að þessu sinni enda heldur sólóferill hennar henni þéttbókaðri á öðr- um vígstöðvum. Í hennar stað sér Kári Sverris- son um sönginn. Hann er einn virtasti og dáðasti tónlistarmað- ur Færeyja og mætti kalla hann færeyskan Bubba. Hann hefur staðið í fremstu víglínu í fær- eyska músíkbransanum í áratugi, lengst af með nútímalegri þjóð- lagahljómsveit sem heitir Enekk, en einnig sinnt sólóferli sínum. ■ Upphitunartónleikar verða í kvöld í Hellinum úti á Granda fyrir harð- kjarna- og rokkhátíðina MOTU sem haldin verður nú um helgina á Grand Rokk og í gamla Sjónvarps- húsinu. Í kvöld spilar bandaríska hljóm- sveitin Paint it Black ásamt Myra, Isidor og Mania Locus, en síðan verður þessum tónleikum fylgt fast eftir með tónleikum á föstu- dagskvöldið þar sem danska hljóm- sveitin Urkraft spilar á Grand Rokk ásamt Momentum, The Nine Elevens og Hr. Möller Hr. Möller. Á laugardaginn verður síðan mikil veisla í gamla Sjónarpshús- inu þar sem dönsku sveitirnar Lack og Urkraft gera allt snælduvitlaust ásamt frönsku metalsveitinni Scar- ve. Með þeim spilar rjóminn af harðkjarna- og metalböndum Ís- lands, svo sem Nevolution, Sólstaf- ir og Drep. MOTU-hátíðin var haldin í fyrsta sinn síðasta sumar og hét þá Mothers of the Universe, en fljót- lega fóru allir að nota skammstöf- unina MOTU og verður hún hér eftir nafn hátíðarinnar, sem vænt- anlega verður árviss viðburður í tónlistarlífinu. ■ Kári í sta› Eivarar SCARVE Bandaríska hljómsveitin Scarve kemur hingað til lands á laugardaginn. Upphitun fyrir har›kjarnahátí›

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.