Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 40
„Mikil umbrot eru í landinu þar sem milljónir manna eru að feta leiðina frá kommúnistaeinveldi til markaðshyggju. Þar leynast víða tækifæri fyrir útlend fyrir- tæki ef rétt er á málum haldið ...“ Þessi texti birtist í leiðara dag- blaðs um miðjan tíunda áratug- inn þegar útrásin til Kamsjatka í Rússlandi stóð sem hæst. Síðan hófst Rússlandsútrásin, fyrir- tæki settu upp skrifstofur, keyp- tu kvóta o.fl. Þegar búið var að fjárfesta uppgötvuðu íslensku fyrirtækin að Kamsjatka var ekki bara rík af náttúruauðlind- um heldur var á fáum stöðum öfl- ugri svikastarfsemi af ýmsum toga. Fyrirtækin lentu í margvís- legum vandræðum og íslenska útrásin á þetta svæði dróst veru- lega saman. Bólan hjaðnaði síðan þegar bakslag kom í rússneskt efnahagslíf rétt fyrir aldamót og skrifstofunum var lokað. Nú er Kína og Asía mest í um- ræðunni og talað um útrásina þangað og þau miklu tækifæri sem þar bjóðast. Fjölmiðlaum- fjöllunin um útrásina er ekki mjög ólík þeirri sem var í kring- um rússnesku útrásina en svo virðist sem fyrirtækin hagi sér allt öðruvísi og hafi lært af reynslunni. Það er rík ástæða til að fara varlega og enda þótt tækifærin í Asíu séu gríðarleg er áhættan einnig mikil. Nefnum nokkur dæmi: Virðing fyrir höfundarétti og einkaleyfum er lítil í mörgum þróunarríkjum. Mikilvægt er fyrir evrópsk fyrirtæki að taka tillit til þess. Stór evrópskur hjólaframleiðandi samdi við kín- verska verksmiðju um fram- leiðslu á nýrri gerð af hjóli sem sýna átti á útivistarsýningu ári síðar. Kínverska verksmiðjan fékk teikningar af hjólinu og gengið var frá samningum. Kín- verska verksmiðjan stóð ekki við sinn hluta samningsins og hjólin voru ekki afhent fyrir sýninguna ári síðar, en þar voru hins vegar sýnd nákvæmlega eins hjól frá óþekktum söluaðila. Svo vildi einnig til að sama kínverska verksmiðjan framleiddi hjólin. Þetta gæti alveg eins hent ís- lenska framleiðendur á gervifót- um, minjagripum og fatnaði, svo eitthvað sé nefnt. Eftirlíkingar hafa sést af ís- lensku útivistarmerkjunum Cin- tamani og 66˚ Norður (en meðal annars hafa sést eftirlíkingar af 66˚ North sem nefnast 66˚ North Europe) á Asíumarkaði. Þótt gerð eftirlíkinga sé vissulega vísbend- ing um að vörumerki sé að verða þekkt geta eftirlíkingar dregið verulega úr vexti heiðarlegra fyrirtækja sem hafa lagt fjár- muni í hönnun og markaðssetn- ingu vörumerkja. Áhætta af eftirlíkingum fyrir íslenska framleiðendur getur verið um- talsverð. Ýmsar aukagreiðslur til opin- berra starfsmanna á Indlandi lei- ddu til þess að kostnaður íslensks fyrirtækis við stofnun fyrirtækis í landinu jókst um 50%. Þetta fyr- irtæki hugðist eins og fleiri nota sér ódýrt vinnuafl og nálægð við markaði en gerði sér ekki grein fyrir þeim „menningarmun“ sem er á opinberri þjónustu hér og í mörgum þróunarríkjum. Framkvæmdastjóri norska verslunarráðsins sagði í ræðu fyrir skömmu hjá Verslunarráði Íslands að norskt fyrirtæki hefði gert samning við fataframleið- anda í Asíu og fengið afbragðs sýnishorn af vörunni send til Noregs. Þegar gámurinn barst kom í ljós að gæðin voru allt önn- ur en sýnishornin gáfu til kynna og svo léleg voru fötin að þau töldust ónothæf. Fyrirtækið tap- aði 4 milljónum norskra króna. Íslenskt fyrirtæki hafði pant- að upp úr stórum vörulista kín- versks framleiðanda um tuttugu vörutegundir sem áttu að berast fyrir jól. Síðar kom í ljós að framleiðandinn var einungis söluaðili og því bárust ekki nema örfáar vörur á réttum tíma og síðustu vörurnar bárust tæpu ári eftir pöntun. Ferð Útflutningsráðs með for- seta Íslands til Kína var afar vel heppnuð og opnar mörg og ein- stök tækifæri fyrir íslensk fyrir- tæki. Hins vegar verður að muna að íslensk fyrirtæki eru mörg hver afar lítil og veikburða í út- rás og mörg fyrirtæki hafa verið „arðrænd“ í þróunarríkjum. Stór íslensk fyrirtæki með töluverða alþjóðlega reynslu hafa eðlilega meiri burði og fjárhagslegt út- hald til að stefna á nýja markaði. Eins og sást í Kínaferð viðskipta- lífsins taka mörg þeirra nú ákveðin en varfærin skref í aust- urátt. Reynsla íslenskra fyrirtækja er ekkert ólík annarra evrópskra fyrirtækja í sambandi við útrás til þróunarlanda og því er alveg ástæða til að fara varlega. Við Ís- lendingar höfum ennþá fremur takmarkaða reynslu af útrás nema til Lundúna og Skandinavíu og þar höfum við í raun verið á heimavelli. Viðskiptaumhverfi í mörgum þróunarríkjum fer batn- andi og mörg tækifæri leynast í þessum löndum. Það er þó full ástæða til að fara varlega og læra af reynslu annarra fyrirtækja af starfsemi og fjárfestingum á þessum svæðum. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Af hverju er ríkisstjórnin að velta fyrir sér álverum? Tími bjargráðanna er liðinn á Íslandi Þórlindur Kjartansson Umræða um hátt gengi krónunnar hefur náð flugi með reglulegu millibili á síðustu vikum. Þetta veldur vanda hjá fyrirtækjum í út- flutningi og einnig í ferðamennsku en neytendur njóta hins vegar góðs af stöðunni þar sem verð á aðfluttri vöru lækkar auk þess sem uppihald og ferðalög í útlöndum verða ódýrari. Þótt hér á landi ríki nú frelsi á flestum sviðum atvinnulífsins er ekki þar með sagt að ákvarðanir stjórnvalda skipti engu um fram- vindu efnahagslífsins. Ákvarðanir um uppbyggingu stórvirkjunar eru á borði ríkisstjórnarinnar og með áherslu sinni á stóriðju hefur ríkisstjórnin skapað þær aðstæður sem nú eru uppi í gengismálum. Það má þó ekki gleymast að ruðningsáhrifin vegna stóriðjunnar eru alls ekki einu áhrifin af uppbyggingu stóriðju. Miklu mikilvægari áhrif eru hin jákvæðu áhrif sem framkvæmdirnar hafa á efnahags- lífið og sjást best á hagvaxtarspám næstu ára. Þótt stóriðjuframkvæmdirnar fyrir austan eigi án vafa nokkurn þátt í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú ríkir á Íslandi er óvíst að hversu miklu leyti það er. Á mörgum öðrum vígstöðvum í hagkerfinu er blússandi uppgangur og ef einhver hefði getað spáð fyrir um það hefði tímasetning á stóriðjuframkvæmdum hugsanlega mátt vera önnur. Það dugir hins vegar lítið að bölsótast yfir háu gengi nú löngu eftir að allar ákvarðanir hafa verið teknar og framkvæmdir komnar af stað. Áframhaldandi uppbygging stóriðju beint í kjölfar Kárahnjúkaframkvæmd- anna orkar hins vegar verulega tví- mælis. Áhugi stjórnmálamanna á stór- karlalegum framkvæmdum, einkum í eigin kjördæmi, er skiljanlegur út frá pólitísku sjónarmiði. Það er nefnilega mikið til í því sem haft var eftir Níkíta Krútsjoff að stjórnmálamenn vilji ólm- ir byggja brýr, jafnvel þar sem engin sé áin. Þetta má heimfæra upp á stóriðju- hneigð margra stjórnmálamanna í dag. Íslenska hagkerfið kemst vel af án þess að hver stóriðjuframkvæmdin reki aðra, en aukaverkanir slíkra framkvæmda geta rutt úr vegi tækifærum til raunverulegrar og langvarandi atvinnusköpunar. Stóriðjuframkvæmdir verða ekki grundvöllur framtíðarhagvaxtar þótt tímabundin uppsveifla fylgi uppbyggingunni sjálfri. Langvarandi hagvöxtur ræðst af öðrum þáttum, svo sem frum- kvöðlastarfsemi, nýsköpun og stöðugu umhverfi í efnahagsmálum. Pólitískar ákvarðanir um byggingu stóriðju geta verið til blessunar en það er misskilningur að halda að álver séu eitt allsherjar bjarg- ráð sem skapa muni hagsæld og hamingju. Tími bjargráðanna í íslenskum efnahagsmálum er blessunar- lega liðinn í hugum flestra. Nú þegar íslensk fyrirtæki eru mörg orðin stöndug á alþjóðlegan mælikvarða er kominn tími til að treysta kröftugu atvinnulífi og markaðnum til þess að velja stefn- una í uppbyggingu atvinnulífsins. Þess vegna er mjög áríðandi að álver framtíðarinnar lúti sömu lögmálum og allur annar atvinnu- rekstur. Engum dettur í hug að ríkisstjórnin eigi að hlutast til um stofnun banka eða kjörbúða. Hví ætti hið sama ekki að gilda um ál- ver? ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF- FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Líkir Evrópusambandinu við Evróvisjón Sunday Times | David Smith, dálkahöfundur Sunday Times, líkir Evrópusambandinu við Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Hann bendir á að sömu sex þjóðir og skrifuðu undir Róm- arsáttmálann, sem markaði upphafið að Evrópu- sambandinu, hafi stofnað til söngvakeppninnar. Hvoru tveggja hafi verið ætlað að auka samkennd Evrópumanna eftir seinna stríð og að fyrstu árin hafi stofnþjóðirnar skipst á að vinna Evróvisjón og skipt með sér þeim ágóða sem hlaust af Evrópu- sambandinu. Í dag sé þessu hins vegar öðruvísi far- ið: gömlu Evrópuþjóðirnar leggi til mestan hluta fjárins en fái ekkert í staðinn. Austantjaldsþjóðir vinni Evróvisjón á meðan nýrri og smærri aðildar- þjóðir hagnast af inngöngu sinni í Evrópusamband- ið. Gamla Evrópa sitji svo eftir með sárt ennið á báðum vígstöðvum. Regluvæðing alþjóðaviðskipta The Economist | The Economist segir þær viðskipta- deilur sem blossað hafa upp á undanförnum vikum og mánuðum hafa sýnt hversu vel hafi tekist til við regluvæðingu alþjóðaviðskipta. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa falið Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO) að úrskurða í deilu f lugvélarisanna Boeing og Airbus. Kínverjar hafa kvartað undan verndarstefnu Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins er kem- ur að innflutningi á textílvarningi frá Kína. Economist telur að sú deila muni leysast af sjálfu sér því samkvæmt aðildarsamningum Kínverja við WTO er ekki leyfilegt að beita Kínverja þvingun- um lengur en til ársins 2008. Segir jafnframt að ef ekki væri fyrir reglugerðir WTO hefði Bush- stjórnin fyrir löngu látið undan þrýstingi frá þing- mönnum um að hækka verndartolla. Blaðið telur að næsta stóra áskorun verði að fá þriðja heims ríki að opna eigin hagkerfi og hætta öllu styrkjabetli. U M V Í Ð A V E R Ö L D Það er nefnilega mikið til í því sem haft var eftir Níkíta Krútsjoff að stjórn- málamenn vilji ólmir byggja brýr, jafnvel þar sem engin sé áin. Þetta má heim- færa upp á stóriðju- hneigð margra stjórnmálamanna í dag. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is Þór Sigfússon Framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Íslands O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Arðrán í þróunarríkjum Fjölmiðlaumfjöllunin um útrásina er ekki mjög ólík þeirri sem var í kringum rússnesku útrásina en svo virðist sem fyrirtækin hagi sér allt öðruvísi og hafi lært af reynslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.