Fréttablaðið - 20.05.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,68 64,98
118,98 119,56
81,78 82,24
10,981 11,045
10,073 10,133
8,896 8,948
0,6031 0,6067
96,49 97,07
GENGI GJALDMIÐLA 19.05.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
113,3864
4 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN Frambjóð-
endur og stuðningsmenn Frjáls-
lynda flokksins í Suðvesturkjör-
dæmi harma að Gunnar Örlygsson
hafi snúið baki við félögum sínum
og gengið til liðs við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Í ályktun fundar sem haldinn
var í gær er Gunnar hvattur til
þess að sýna drengskap og segja
sig frá þingmennsku þannig að
Frjálslyndi flokkurinn hafi áfram
sína fjóra þingmenn. Krafan er
sögð vera sanngjörn og lýðræðis-
leg miðað við atkvæðin sem
flokknum voru greidd í síðustu
kosningum.
„Þessi fundur í gær er greini-
lega ekki fjöldahreyfing. Þetta er
eins og hver annar klofningur og
þegar hafa nokkrir sem fylgja mér
að málum sagt sig úr flokknum,“
segir Gunnar Örlygsson.
Margrét Sverrisdóttir fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokks-
ins segir tvo hafa sagt sig úr
flokknum nýverið og hreyfingin sé
ekki marktæk.
Fjölmiðlar hafa að undanförnu
vitnað talsvert í fyrri skrif Gunnars
gegn Sjálfstæðisflokknum. Hann
hefur nú óskað eftir því að ræður og
greinar eftir hann á vef Frjálslynda
flokksins verði fjarlægðar. „Niður-
staða í þessu máli liggur ekki fyrir,“
segir Gunnar Örlygsson. - jh
Stórhrekkur á Ísafirði:
Bílar settir
í plast
HREKKJALÓMAR Fjórtán bifreiðaeig-
endum á Ísafirði brá heldur betur í
brún þegar þeir ætluðu til vinnu í
gærmorgun en þeir komu að bílum
sínum innplöstuðum. Flestum gekk
þó vel að ná bílunum úr plastinu.
Að verki voru hrekkjalómar
sem fengið höfðu hugmyndina á
heimsfrumsýningu á Star Wars-
myndinni á Patreksfirði. Átti fórn-
arlömbin að gruna geimverur en
ekki hrekkjalómana. Einhverjir til-
kynntu lögregluni um verknaðinn
en þegar í ljós kom að um þræl-
skipulagt spaug var að ræða hafði
engin hug á eftirmálum. Menn
hlógu þó mishátt af spauginu, sagði
lögreglan á Ísafirði. -jse
Dómur í Hæstarétti:
Tilraun til
líkamsárásar
DÓMSTÓLAR Hæstiréttur dæmdi í
gær mann í 10 mánaða fangelsi,
en skilorðsbatt átta mánuði af
refsivistinni í þrjú ár. Maðurinn
var dæmdur fyrir „tilraun til lík-
amsárásar með hnífi“ á veitinga-
stað í Hafnarstræti í Reykjavík.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi manninn í desember í árs-
fangelsi fyrir árásina, en frestaði
níu mánuðum refsingarinnar gegn
því að maðurinn héldi skilorð í tvö
ár. Maðurinn þarf að greiða allan
áfrýjunarkostnað vegna málsins,
auk tveggja þriðju hluta sakar-
kostnaðar í héraði. - óká
Faðir Kim Larsen:
Lá látinn í
fimm vikur
DANMÖRK Faðir hins ástsæla danska
rokkara Kim Larsen fannst látinn á
heimili sínu í gær og er talið að
hann hafi látist fyrir fimm vikum.
Alfred M. Larsen bjó einn í bæn-
um Marstal á eyjunni Ærø skammt
undan Fjóni og það voru nágrannar
hans sem fundu líkið eftir að dóttir
Larsens hafði beðið þá um að
grennslast fyrir um föður sinn.
Kim Larsen og faðir hans hafa
ekki talast við í mörg ár en rokkar-
inn fyrirgaf föður sínum ekki fyrir
að hafa yfirgefið sig þegar Kim var
fimm ára. ■
Tilefnislaus fólskuárás:
Situr inni í
flrjá mánu›i
DÓMSTÓLAR Dráttur rannsóknar lög-
reglu á líkamsárás og breytingar til
hins betra hjá árásarmanni urðu til
þess að 15 mánuðir af 18 mánaða
fangelsisdómi voru skilorðsbundnir
í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði
var maðurinn dæmdur í 15 mánaða
fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna.
Dóminn hlaut maðurinn fyrir
tvær líkamsárásir á árinu 2001, báð-
ar fólskulegar og tilefnislausar, en
vegna annarrar þeirra þarf hann
líka að reiða fram 200.000 krónur í
miskabætur. Maðurinn hefur áður
verið dæmdur fyrir ofbeldisverk,
fyrsta dóminn hlaut hann árið 1996
fyrir brot sem hann framdi fyrir
átján ára aldur. - óká
VEÐRIÐ Í DAG
Þekkir þú fuglinn?
Meðalstór fugl, sést
oft á beit á landi.
Hljóð karlfuglsins er
blístur en lágt
malandi urr hjá
kvenfuglinum.
edda.is
Svarið fæst í Fuglavísinum,
frábær handbók, ómissandi í
bílinn.
Jarðskjálftinn mikli:
Jör›in skókst
eins og klukka
WASHINGTON, AP Jarðskjálftinn mikli
á annan dag jóla er sá stærsti sem
mælst hefur í rúm fjörutíu ár, allt
að 9,3 stig. Jarðvísindamenn segja
nýjar mælingar sýna að jarðskorp-
an hafi hrist eins og hún lagði sig og
vikum síðar hafi hún enn nötrað,
ekki ósvipað og kirkjuklukka.
Þá er sprungan sem opnaðist á
misgenginu sú lengsta sem sögur
fara af, ríflega þúsund kílómetrar.
Auk þess varaði jarðskjálftinn í
tíu mínútur en dæmigerðir
skjálftar eru yfirstaðnir á rúmri
hálfri mínútu.
176.000 manns fórust í flóðbylgj-
unni sem fylgdi skjálftanum. ■
GUNNAR ÖRLYGSSON ÞINGMAÐUR SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS Frjálslyndir í Suðvestur-
kjördæmi vilja að Gunnar segi sig frá þing-
mennsku.
Gunnar Örlygsson vill skrif sín fjarlægð af vef Frjálslyndra:
Vilja flingsæti Gunnars aftur
CHILE
PINOCHET FÉKK HEILABLÓÐFALL
Augusto Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra í Chile, fékk vægt
heilablóðfall í gær. Hann var
strax lagður á sjúkrahús í Santía-
gó og heilsast eftir atvikum vel.
Pinochet er orðinn 89 ára gamall
og heilsu hans hefur hrakað tals-
vert á undanförnum misserum.
RÚSSLAND
KVEÐST SÝKN SAKA Nur-Pashi
Kulayev, meintur tsjetsjenskur
hryðjuverkamaður, kvaðst saklaus
af aðild að gíslatökunni og morð-
unum í barnaskólanum í Beslan
síðasta haust. Ættingjum hinna
látnu gramdist hægagangur við
réttarhaldið í gær.
VIÐSKIPTI Fjárfestar sem skilað
hafa inn tilboðum í Símann sem
ekki eru bindandi voru í gær
áminntir um að virða trúnaðar-
samning sem þeir undirrituðu til
að fá útboðsgögn afhend. Í bréfi
frá einkavæðingarnefnd til fjár-
festanna kemur fram að tilteknar
upplýsingar um söluferlið hafi
verið gerðar opinberar í fjölmiðl-
um undanfarna daga án heimildar.
Þá segir að upplýsingagjöfin
geti falið í sér brot á trúnaðar-
samningi og nefndin kunni að
telja hana verulega vanefnd. Vís-
að er í ákvæði um að ekki megi
láta neinum aðila í té upplýsingar
varðandi hugsanlega sölu Símans
án skriflegs samþykkis einkavæð-
ingarnefndar. „Ástæða er til að
árétta það að hvers konar brot á
trúnaðarsamningum mun verða
litið mjög alvarlegum augum og
getur leitt til þess að hugsanlegir
fjárfestar verði útilokaðir frá
þátttöku í söluferlinu án frekari
fyrirvara,“ segir í bréfinu.
Er þetta í samræmi við frétt
Fréttablaðsins í gær um að lög-
menn einkavæðingarnefndar telji
að fréttatilkynning hóps fjárfesta,
sem samanstendur af Burðarási,
KEA, Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Tal-
símafélaginu og Tryggingamið-
stöðinni með aðild Almennings,
hafi ekki verið í samræmi við áð-
urnefnd trúnaðarákvæði. Það var
staðfest af forystumanni í hópn-
um.
Agnes Bragadóttir, forsvars-
maður Almennings, sagði í hádeg-
isfréttum Útvarps í gær að félag-
ið hefði engar athugasemdir feng-
ið. Allt sem Almenningur hefði
gert stæðist fullkomlega alla skil-
mála Morgan Stanley og einka-
væðingarnefndar.
Á fréttavef Viðskiptablaðsins
er haft eftir Jóni Sveinssyni, for-
manni einkavæðingarnefndar, að
yfirlýsing Almennings og fjár-
festahópsins í fjölmiðlum feli í
sér brot á trúnaðarsamningi við
nefndina. Í viðtali við Viðskipta-
blaðið í dag segir hann það mjög
alvarlegt mál þegar menn virði
ekki slíkan samning, sem sé í
rauninni grundvöllurinn að öllu
ferlinu.
bjorgvin@frettabladid.is
Fjárfestar áminntir
vegna trúna›arbrots
Fjárfestar sem bjó›a í Símann voru í gær áminntir bréflega um a› vir›a trún-
a›arsamning. Brot á honum geti „leitt til fless a› hugsanlegir fjárfestar ver›i
útiloka›ir frá flátttöku í söluferlinu“.
EINKAVÆÐINGARNEFND Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Einkavæðingarnefnd kynnti sölu Símans á fundi í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu í lok apríl. Jón Sveinsson formaður nefndarinnar, Illugi Gunnarsson og Baldur Guðlaugsson kynna söluferli Símans. Nefndin
hefur nú áminnt fjárfesta bréfleiðis um að virða trúnaðarsamning vegna tilboða sem send hafa verið inn.