Fréttablaðið - 20.05.2005, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2005 19
Verkfræ›ideild Háskóla Íslands hyggst bjó›a meistaranám í verkefnastjórnun,
MPM (Master of Project Management) sem er tveggja ára nám me› starfi.
Fyrsti hópurinn mun hefja nám hausti› 2005.
Teki› er vi› skráningu á skrifstofu verkfræ›ideildar Háskóla Íslands til 1. júlí 2005. Nánari uppl‡singar um námi›
veitir Gu›rún Helga Agnarsdóttir í síma 525 4646. Me› fyrirvara um endanlegt samflykki háskólará›s.
Meistaranám í verkefnastjórnun er n‡r og spennandi kostur fyrir flá sem hafa áhuga á mjög hagn‡tu
stjórnunarnámi samhli›a starfi. Í náminu undirgangast nemendur alfljó›lega vottun í verkefnastjórnun sem
gefin er út af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands í umbo›i alfljó›asamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).
MPM
M A S T E R O F P R O J E C T M A N A G E M E N T
M A S T E R O F P R O J E C T M A N A G E M E N T
N†TT MEISTARANÁM VI‹ HÁSKÓLA ÍSLANDS
Umsjónarkennarar námsins eru allir framúrskarandi kennarar vi› verkfræ›ideild Háskóla Íslands,
me› yfirbur›aflekkingu á verkefnastjórnun og fleim fjöldamörgu fláttum stjórnunar sem henni tengjast.
Auk fleirra kenna í náminu fræ›imenn og fagmenn á ‡msum svi›um, bæ›i innlendir og erlendir.
Meistaranám í verkefnastjórnun er opi› fleim sem hafa loki›
BA/BS/B.ed. e›a sambærilegu. Mi›a› er vi› a› nemendur hafi
minnst 3 ára reynslu úr atvinnulífinu og æskilegt er a› fleir hafi
umtalsver›a reynslu af flví a› starfa í verkefnum. Hausti› 2005 munu
um 30 nemendur hefja meistaranám í verkefnastjórnun. Almennur
kynningarfundur um námi› ver›ur haldinn kl. 16 fimmtudaginn
26. maí næstkomandi. Fundurinn ver›ur í húsnæ›i Endur-
menntunar Háskóla Íslands a› Dunhaga 7.
• Stefnumótun
• Áætlanager› í verkefnum
• Lei›toginn og sjálfi›
• Lei›toginn og umhverfi›
Í meistaranámi í verkefnastjórnun er lög› áhersla á:
• fijálfun í a› takast á vi› margvísleg vi›fangsefni me› a›fer›um verkefnastjórnunar
• A› beita tæknilegum a›fer›um vi› undirbúning, framkvæmd og frágang verkefna
• Samskipti, myndun og mótun hópa, hvatningu og eflingu li›sheildar
• Undirbúning vi› a› undirgangast alfljó›lega vottun (IPMA) á flekkingu sinni, reynslu og færni
• A›gengi a› fjölbreytilegum starfsvettvangi um allan heim
Me›al námsefnis á fyrra námsári er:
• Ferli og ferlisvæ›ing í verkefnum
• Fjármál verkefna
• Fjölfljó›leg verkefni
• Stjórnandinn og menning
Stjórnun
Fjölfljó›leg verkefni
Lei›togafljálfun
Vísindalegar a›fer›ir
Stefnumótun
Áætlanager›
Mótun hópa
Hvatning
Alfljó›leg vottun
Fjölbreyttir
starfsmöguleikar
Nánari uppl‡singar og umsóknarey›ublö› má fá á www.mpm.is
VERKEFNASTJÓRNUN
Me›al námsefnis á seinna námsári er:
Það er hættuleg en algeng
tugga að telja bloggara einskon-
ar sníkjudýr á hefðbundnum
fréttamiðlum og þar af leiðandi
séu þeir engin ógnun við hefð-
bundna fjölmiðla. Rétt er að
margir þeirra fást við að af-
sanna, andmæla eða greina það
sem áður hefur verið birt í hefð-
bundnum fjölmiðlum. Að þessu
leyti eru bloggheimar einskonar
framlenging á hefðbundnum
fjölmiðlum. Ekkert kemur hins
vegar í veg fyrir að bloggarar
taki upp venjulega fréttaöflun.
Glenn Reynolds helgar sig
stjórnmálabloggi á vefnum in-
stapuntit.com. Á góðum degi eru
notendur síðunnar um 250 þús-
und og margir þeirra eru eins og
hverjir aðrir fréttaritarar og
segja frá viðburðum sem þeir
hafa sjálfir orðið vitni að í
Afganistan eða Kína. „Grund-
vallarhugmyndin er sú, að fólk
skapar eigið innihald hafi það
tækin til þess,“ segir Dan Gill-
mor, en hann er upphafsmaður
að grasrótarfjölmiðlun í San
Franscisco og höfundur bókar-
innar We the Media. Tvær millj-
ónir manna nota Ohmy News í
Suður Kóreu. Ohmy hefur í sinni
þjónustu um 33 þúsund borgara
en þeir vinna sem venjulegir
fréttaritarar. Í miðstöð Ohmy
starfa nú um 50 manns, einkum
við að kanna heimildir og sann-
leiksgildi þess efnis sem inn á
vefinn berst.
Gerjun og nýjar viðskiptahug-
myndir
Þegar svo margar nýjar leiðir
opnast við hlið eldri tegunda
blaðamennsku verður að teljast
líklegt að upp spretti nýjar við-
skiptahugmyndir sem ögra gömlu
fjölmiðlunum. Samskipti bloggara
og leitarfyrirtækjana Yahoo eða
Google geta leitt til nýrrar skipt-
ingar auglýsingatekna. Sumir
bloggarar leyfa Google að hlekkja
auglýsingar við þeirra stað á
vefnum og fá þannig greiðslu fyr-
ir hverja heimsókn. Aðrir krefjast
áskriftargjalds. Enn aðrir eru
með einskonar söfnunarbauka á
netinu. Þar getur lesandinn sett
lítilræði í bauk þess höfundar sem
hann kýs að lesa.
Á endanum verður spurt hvort
gömlu dagblöðin bregðist nægi-
lega hratt við og elti auglýsinga-
tekjurnar inn í rafrænu miðlana.
Rupert Murdoch heldur því fram
að mörg dagblöð geti vafalítið
stýrt framhjá stærstu skerjunum
ef þau færa sér tækninýjungar í
nyt. Þau ættu að geta nýtt nýju
tæknina til þess að ná með betri
hætti til ákveðinna markhópa eða
staða. Enn um sinn er þó margt á
huldu um það hvernig tekjulindir
fjölmiðlanna munu skiptast milli
nýrra og eldri gerða fjölmiðla.
Svo mikið er þó ljóst, segir
Rupert Murdoch, að valdið yfir
fréttamiðluninni og öllu sem
henni tilheyrir, valdið yfir frétta-
matinu og því sem fréttamiðlarn-
ir flokka sem staðreyndir, er
með hárfínum og lymskulegum
hætti að flytjast frá framleiðend-
um fréttanna til áheyrendanna
og notendanna sjálfra. Rupert
Murdoch segir fullum fetum að
dagblöðin verði eftirleiðis að
skoða hlutverk sitt sem tæki til
fréttaöflunar og fréttavinnslu
óháð gömlu leiðunum til að
dreifa þeim á pappír. ■
Fjölmiðlarýni:
Vond vinnu-
brög›
Aðeins fáeinum mánuðum eftir að
Dan Rather og fjölmiðlarisinn CBS
urðu bandarísku blaðamannastétt-
inni til skammar með birtingu fals-
frétta um Bandaríkjaforseta hefur
hið víðlesna tímarit Newsweek bitið
höfuðið af skömminni með óstað-
festri frétt um saurgun Kóransins í
Guantanamo-fangelsinu. Þannig
skrifar Brent Bozell á vef Media
Research Center í gær. Hann stað-
hæfir að miðlarnir hafi báðir reitt
sig á eina ónafngreinda heimild.
Bozell telur augljóst að Newsweek
og CBS hafi fyrirfram verið blind-
aðir af kviksögum um athæfi
bandarískra stjórnvalda. ■