Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 20. maí, 140. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.57 13.24 22.54 AKUREYRI 3.19 13.09 23.02 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Gæðakaffi, heimabakað og plokk- fiskur í hádeginu. „Við erum í bakhúsi á Laugavegi 55 þannig að kaffihúsið hefur hlotið nafnið Bakhúsið. Þetta er óskaplega kósí kaffihús á tveimur hæðum,“ segir Magnús Magnússon, sem á kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni, Söndru Guðmundsdóttur. „Hér verður aðaláherslan á gott kaffi, brauð og heimabakaðar tertur. Við ætlum þó að bjóða upp á plokkfisk í há- deginu út þennan mánuð að minnsta kosti, það er svona tilraun og ekki síst hugsað fyr- ir ferðamennina sem vilja gjarnan prófa eitthvað íslenskt.“ Guðmundur býður upp á Bononi-kaffi frá Ítalíu sem honum finnst persónulega besta kaffi í heimi. „Ég fæ þetta kaffi beint úr brennslu með flugi svo það verður alltaf ferskt og fínt. Í framtíðinni ætlum við líka að selja kaffið út, bæði nýmalað og baunirn- ar.“ Bakhúsið er eitt þeirra húsa sem stendur til að rífa við Laugaveginn, en Guðmundur er mikill húsfriðunarmaður. „Við erum búin að taka þetta allt í gegn, bæði húsið sjálft og portið, sem er nú hellulagt og með fallegum blómabeðum og ljósaskreytingum. Ég vil með þessu framtaki benda á að það er hægt að gera eitthvað annað en rífa og tæta og byggja stóra steinkastala.“ Til að byrja með verður Bakhúsið opið til sex á daginn, en þegar líður á sumarið er stefnt að lengri opnunartíma. „Aðaláhersl- an er á kaffið, meðlætið og stemminguna, en við erum að sjálfsögðu líka með bjór og léttar vínveitingar.“ ■ Kósí kaffihús í bakhúsi við Laugaveg tilbod@frettabladid.is Klikk klakk-sófar sem er breytt með einu handtaki í svefnsófa eru á 25% kynningar- tilboði í versluninni Setti sem er til húsa í Hlíða- smára 14 í Kópavogi. Þeir eru af gerðunum Max og Matrix og kosta 29.900 og 24.900 kr. Mongoose alvöru fjallahjól fyrir börn á aldrinum þriggja til níu ára eru á sumartilboði hjá Fjallahjólabúðinni í Faxafeni 7. Afslátturinn nemur 15-25% og 1.000 krónu afsláttur er þar líka af öllum reiðhjólahjálmum. Háþrýstidælur til að auðvelda vorverkin eru á 20% afslætti í Rekstrarvörum á Réttarhálsi 2. „Svona dælur eru nauðsynlegar til að þrífa sólpallana, grind- verkin, húsið, stéttina, hesthús- ið og önnur gripahús. Sumir eru svo með eina netta í bílskúrnum til að þvo bíl- inn með,“ segir Ásdís af- greiðslustúlka hjá Rekstr- arvörum. Vandaður sumarfatnaður á börnin er á tilboði í Fífunni á Bíldshöfða 20. „Þetta eru föt með merkinu Mini Kids og kemur frá Danmörku en eru saumuð í Portúgal þar sem engin barnaþrælkun er,“ segir Magnús Ólafsson verslunar- stjóri. Tilboðið stendur til 23. maí. Magnús og fjölskylda í portinu við nýja kaffihúsið á Laugaveginum. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Pabbi! Hver kemur með börnin handa storkinum?! Girnileg límónubaka BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.