Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 24
Blómkál Blómkál inniheldur ensím sem geta komið í veg fyrir krabba- mein og er að auki stútfullt af C- og B-vítamíni ásamt kalíum og ögn af K-vítamíni. Blómkál er ljúffengt bæði hrátt og soðið.[ ] S í m i : 5 6 8 6 4 4 0 | b u s a h o l d @ b u s a h o l d . i s Stá lpottasett á góðu verði Brúðhjónal istar og gjafakort Sími 533 1020 NÝJAR VÖRUR Skeifunni 11d Matseldin afslöppun frá daglegu amstri Sigríður Harðardóttir hefur gaman af að elda og finnst það afslappandi eftir erfiðan dag. Sigríður Harðardóttir, ritstjóri og einn eigenda JPV-útgáfu, er annálaður eðalkokkur og lumar á mörgum uppskriftum. Nú eru Sigríður og eiginmaður hennar, Páll V. Bjarnason arki- tekt, aðeins tvö í heimili, en þó börnin séu farin að heiman eru þau tíðir gestir í föðurhúsum og oft fjölmennt við matborðið. Sig- ríður segir að matavenjurnar hafi tekið einhverjum breytingum í ár- anna rás, en hún hafi þó alltaf lagt áherslu á hollt og gott mataræði. „Við Páll byrjuðum okkar bú- skap í Bretlandi og fórum snemma að prófa okkur áfram með grænmeti. Það kom auðvitað fyrir að við keyptum eitthvað sem við kunnum engin skil á eins og þegar ég fór á Portobello Road og keypti girnilega, risastóra ban- ana. Við vorum búin að gera ýms- ar tilraunir áður en við fengum að vita að þeir voru ætlaðir til að sjóða eða steikja og nota sem með- læti.“ Þegar Sigríður og Páll komu heim og stofnuðu fjölskyldu seg- ist Sigríður hafa rekið heimilið eins og fyrirtæki eða stóbýli. „Ég tók alltaf slátur og svo keyptum við svín og naut sem við verkuðum í frystikistuna. Við vöndum okkur líka snemma á að gera stórinnkaup einu sinni í viku, sem þótti reyndar svolítið nýstár- legt þá.“ Sigríður var útivinnandi með þrjú lítil börn og Páll sá oftast um innkaupin. „Við bjuggum í Hafn- arfirði þannig að hann fór í Fjarð- arkaup og tók þá oft stelpurnar með. Hann var oft að dást að því hvað hann fékk góða þjónustu, en einhvern tíma þegar ég fór með varð uppi fótur og fit. Þá kom í ljós að afgreiðslustúlkurnar héldu að hann væri ekkill með þrjú börn og höfðu snúist í kringum hann fullar aðdáunar. En það hefur reyndar alltaf verið frábær þjón- usta í Fjarðarkaupum,“ segir Sigríður og skellihlær. Hún segir að eiginmaðurinn hafi aldrei verið mjög liðtækur í eldhúsinu nema hvað hann sé alltaf með árdegisverð á laugar- dögum og sunnudögum. „Þá er hann með egg, beikon og brauð og hefur vakið aðdáun vinkvenna minna, sem héldu lengi vel að hann væri hinn fullkomni eigin- maður,“ segir Sigríður og hlær enn meir. Sigríður eldar kvöldmat á hverju kvöldi og finnst það bara afslappandi eftir erfiðan dag. „Nei, ég lendi aldrei í neinum al- varlegum krísum með hvað ég á að hafa í matinn,“ segir hún. „Ég reyni að hafa þetta einfalt og gott.“ Hún lumar á fjölda uppskrifta sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin, en eina hefur hún þó aldrei prófað sjálf. „Við dvöldum einu sinni tímabundið hjá vinkonu minni við Gardavatn, sem er af ríku fólki og býr þar í reisulegu húsi með vínkjallara og þjónustu- fólk. Ráðskonan var vön að búa til unaðslega spægipylsu og ég bað hana um uppskrift. „Já, það er ekkert mál,“ sagði hún og gaf mér uppskriftina, sem byrjaði svona: 1 svín. Ég komst aldrei lengra,“ segir Sigríður skellilhlæjandi. Hún gefur lesendum uppskrift að gómsætum laxarétti. edda@frettabladid.is Lax að hætti Sigríðar 1 flak af laxi 1 sítróna 1 límóna nýmalaður pipar salt (maldon er best) hvítvín Flakið lagt í smjörpappír, saltað og piprað, sítrónu- og límónusneiðum raðað á. Hvítvíni hellt yfir og bakað við 200 gráður í tólf til fimmtán mínútur. BOOMERANG BAY: Ástralskur sigurvegari Boomerang Bay Cabernet Shiraz frá Ástralíu, sem kom á markað- inn hér á landi í fyrra, hefur náð þeim einstaka árangri á skömm- um tíma að verða söluhæsta 75 cl vínið í Vínbúð- um og þ.a.l. langsöluhæsta ástralska rauðvínið. Það hefur verið á kynningarverði á áströlskum dögum í Vínbúðunum og mokast út en áströlsku dögunum lýkur nú um helgina. Rauðvínið Boomerang Bay Cabernet Shiraz kemur frá hinum virta víngerðarmanni Grant Burge. Vín- ið er þægileg blanda af þrúgunum cabernet og shiraz og á mjög hagstæðu verði – þau eru nú ekki mörg vínin frá Ástralíu sem fást fyrir minna en þúsund krónur. Nafnið dregur vínið af flóanum sem vínekrurnar standa við, Bjúg- verpilsflóa, eins og hin skemmtilega útlegging á Boomerang Bay er á okkar ástkæra ylhýra! Von er á fleiri tegundum af Boomerang Bay í Vínbúðir á komandi mánuðum að sögn inn- flutningsaðilans Rolfs Johansen & Company. Kynningarverð á áströlskum dögum 940 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.