Fréttablaðið - 20.05.2005, Page 39
■ ■ LEIKIR
18.00 Ísland og England mætast í
vináttulandsleik kvenna í körfubolta í
DHL-Höllinni.
20.00 Neisti og Boltafélag
Norðfjarðar mætast á
Djúpavogsvelli í VISA-bikar karla í
fótbolta.
20.00 Augnablik og Afríka mætast í
Fífunni í VISA-bikar karla í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
00.15 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
07.00 Olíssport á Sýn.
07.30 Olíssport á Sýn.
08.00 Olíssport á Sýn.
08.30 Olíssport á Sýn.
16.45 Þú ert í beinni á Sýn.
17.45 Olíssport á Sýn.
19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
19.30 Motorworld Allt um
akstursíþróttir á Sýn.
20.00 Meistaradeildin fréttaþáttur á
Sýn.
20.30 FA-bikarinn á Sýn. Ítarleg
umfjöllun um úrslitaleikinn sem fer
fram á milli Man. Utd og Arsenal í
Cardiff á laugardaginn.
21.00 HM í Póker á Sýn.
23.15 Enska 1. deildin á Sýn. Sýnt
frá leik Ipswich og West Ham.
1.00 NBA Úrslitakeppnin í NBA á
Sýn. Bein útsending frá sjötta leik
Dallas og Phoenix.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
17 18 19 20 21 22 23
Föstudagur
MARS
FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 27
Jörundur Áki Sveinsson hefur valið kvennalandsliðshóp gegn Skotum:
Ásthildur aftur inn í kvennalandsli›i›
FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson,
þjálfari A-andsliðs kvenna, hefur
valið leikmannahóp Íslands fyrir
vináttulandsleikinn gegn Skotum,
sem fram fer á McDiarmid Park í
Perth 25. maí næstkomandi.
Stærsta fréttin er örugglega sú
að Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði
liðsins, er komin í hópinn á ný eft-
ir erfið meiðsli sem hún hlaut í
mars á síðasta ári, í vináttuleik
gegn Skotum í Egilshöll. Ásthildur
sleit þá krossbönd og er nýkomin
af stað á ný en það er þó ekki að sjá
á leik hennar.
Ásthildur hefur nefnilega
blómstrað í nýrri stöðu framherja
með toppliði Malmö í sænsku úr-
valsdeildinni, hefur þegar skorað 6
mörk í fyrstu fimm leikjunum og
er sem stendur markahæsti leik-
maður deildarinnar. Íslenska
kvennalandsliðið hefur náð góðum
árangri gegn Skotum í gegnum tíð-
ina. Liðin hafa mæst alls fimm
sinnum og hefur íslenska liðið unn-
ið þrisvar, skoska liðið einu sinni
og í eitt skipti skildu liðin jöfn.
Fyrsti leikur A-landsliðs
kvenna var einmitt gegn Skotum
árið 1981. Síðasta viðureign lið-
anna var í Egilshöll í mars 2004 og
vann þá íslenska liðið öruggan 5-1
sigur og Margrét Lára Viðarsdótt-
ir skoraði meðal annars þrennu í
þeim leik. Skotar leika vináttu-
landsleik gegn Finnum í Turku í
Finnlandi á föstudag og verða því
væntanlega vel undirbúnir fyrir
leikinn gegn Íslandi.
Íslenska kvennalandsliðið spil-
ar síðan sinn fyrsta leik í und-
ankeppni HM í ágúst þegar Hvít-
Rússar koma í heimsókn á Laugar-
dalsvöllinn. ooj@frettabladid.is
HÓPURINN GEGN SKOTUM:
Þóra Björg Helgadóttir Breiðabliki
Guðbjörg Gunnarsdóttir Val
Ásthildur Helgadóttir Malmö FF
Erla Hendriksdóttir Skovlunde IF
Katrín Jónsdóttir Amazon Grimstad
Guðlaug Jónsdóttir Breiðabliki
Edda Garðarsdóttir Breiðabliki
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR
Laufey Ólafsdóttir Val
Margrét Lára Viðarsdóttir Val
Hólmfríður Magnúsdóttir ÍBV
Dóra Stefánsdóttir Val
Dóra María Lárusdóttir Val
Erla Steina Arnardóttir Mallbackens
Ásta Árnadóttir Val
Pála Marie Einarsdóttir Val
AFTUR MEÐ LANDSLIÐINU Íslenska
kvennalandsliðið hefur endurheimt Ást-
hildi Helgadóttur, fyrirliða liðsins, eftir erfið
meiðsli sem hún hlaut í mars á síðasta ári.
Landsbankadeildin:
Tvær frá Ev-
erton til ÍBV
FÓTBOLTI Kvennalið ÍBV í Lands-
bankadeildinni sem vann 12-2 sig-
ur á ÍA í fyrstu umferð hefur
fengið til sín tvær 17 ára stelpur
frá enska liðinu Everton. Þetta
eru markvörðurinn Danielle Hill
og miðjuleikmaðurinn Chantell
Parry en kvennalið Everton er
mjög sterkt og með því leika m.a.
Sammy Britton og Rachel Brown,
landsliðsmarkvörður Englands,
sem báðar hafa leikið með ÍBV.
Daniela og Chantell hafa báðar
leikið landsleiki með yngri lands-
liðum Englands og spiluðu t.d.
báðar með U-19 ára liðinu sem
vann sér sæti í UEFA Champions-
hip-úrslitakeppninni en hún fer
fram dagana 20.-31. júlí í sumar.
Landsleikir í körfubolta:
Enskar konur
í heimsókn
KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í körfubolta leikur í kvöld
fyrsta vináttulandsleikinn af
þremur gegn Englandi en
leikurinn hefst klukkan 18.00 í
DHL-Höll þeirra KR-inga vestur í
bæ. Þetta verður sjötti lands-
leikur þjóðanna á einu ári en
íslensku stelpurnar eru að leggja
lokahönd á undirbúning sinn fyrir
Smáþjóðaleikana í Andorra í lok
mánaðarins. Liðin mætast síðan
aftur í Kópavogi á morgun og í
Njarðvík á sunnudaginn.
STÓRT SKARÐ Meiðsli Olgu Færseth voru
mikið áfall fyrir kvennalið ÍBV.