Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 44
32 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Maður þarf ekki að vera gæddur spá-dómsgáfu græna geimvitringsins ogjedi-meistarans Yoda til þess að vita að Stjörnustríðsmyndin Episode III: The Revenge of the Sith verði ein vinsælasta og tekjuhæsta bíómynd ársins 2005. Annað er einfaldlega ómögulegt. Hér lýkur George Lucas þessum gríðarvin- sæla stórmyndabálki sínum með miklum lát- um og ljóst að hinir fjölmörgu aðdáendur hans um heim allan eiga eftir að gráta sáran yfir því að sjá þetta mikla ævintýri ekki aftur á hvíta tjaldinu. Þetta verður til að mynda í síðasta sinn sem þeir geta upplifað þá stemmningu að klæða sig upp fyrir biðröð eftir miðum í ein- hverju Stjörnustríðsgervinu auk þess sem eft- irvæntingin eftir nýjum sýnishornum eða fyrstu ljósmyndunum úr næstu mynd mun einnig heyra sögunni til og blákaldur raun- veruleikinn taka við. Star Wars var frumsýnd í Cannes á dögun- um og á blaðamannafundi til að kynna mynd- ina voru allar helstu stjörnur myndarinnar mættar. Natalie Portman, sem fer með hlut- verk Padmé Amidala, sagði að það hefði verið frábært að eiga þess kost að leika Amidölu þrisvar sinnum í jafn mörgum myndum en þannig gafst henni tækifæri til að þróa per- sónuna og breyta henni og bæta. George Lucas var spurður að því hvaðan innblásturinn að Star Wars hefði komið. Hann sagði að grunnhugmyndin hjá sér hefði verið að segja sögu Anakins og tveggja barna hans en hann gerði sér ljóst að efnið væri of viða- mikið til að það kæmist fyrir í einni mynd. Fyrstu þrjár myndirnar eru því ein stór mynd sem var klippt í þrennt. Hvað varðar slæma gagnrýni sem Episode I og II hafa fengið sagðist George ekki kippa sér upp við hana þar sem hann liti á allar myndirnar sex sem eina heild og hugsaði ekki mikið um hvern hluta fyrir sig. Hann skiptir Star Wars-aðdáendum í tvo hópa, annars veg- ar þá sem eru yngri en 25 ára og hins vegar þá sem eru eldri. Þeir síðarnefndu séu hrifnari af gömlu myndunum og hafi gagnrýnt þær nýju ómaklega. Hann bendir einnig á að þessi hóp- ur sé stór í fjölmiðlaheiminum og því fari meira fyrir skoðunum hans. Hann segist því bíða spenntur eftir því að ungu aðdáendurnir vaxi úr grasi og öðlist áhrif í umræðunni en hann gerir fastlega ráð fyrir því að nýju myndirnar fái allt öðruvísi og jákvæðari um- fjöllun eftir um það bil tíu ár. Samuel L. Jackson var spurður um muninn á George Lucas og Quentin Tarantino sem leikstjórum en hann lék einnig veigamikið hlutverk í Pulp Fiction, sem keppti í Cannes fyrir um áratug. „George er rólegri en Tarantino og það heyrist minna í honum en báðir hafa þeir gef- ið mér svigrúm til að móta persónur mínar. Þeir vita báðir vel hvað þeir vilja og leggja skýrar línur en gefa svo leikurunum lausan tauminn,“ sagði Jackson. Hann sagðist vera hæstánægður með að vera hluti af vinsælum myndum eins og Star Wars, ekki síst þar sem þær höfðuðu til barna sem svo yrðu stærri og sæju Pulp Fiction. „Ég er því alltaf að græða aðdáendur og í hvert skipti sem ég kem til Cannes með mynd virð- ist ferill minn færast yfir á nýjar brautir þannig að ég bíð spenntur eftir því sem koma skal.“ Episode III: The Revenge of the Sith verð- ur frumsýnd í dag í sex kvikmyndahúsum hér á landi en forsala aðgöngumiða hefur gengið vonum framar. MÁTTURINN ER MEÐ SVARTHÖFÐA Myrkrahöfðinginn Hinn „útvaldi“ Sonur Anakin og Padmé. Tvíburabróir Leiu Viðgerðarvélmenni Samskiptavélmenni Fósturforeldrar Luke Skywalker Viðskiptamógúll og uppreisnarsinni Wookie, aðstoðarm. uppreisnarsinna Jedi-riddari og lærifaðir Anakin Skywalker Jedi-meistari og læri- faðir Obi-Wan Kenobi Háttsettur meðlimur í Jedi-ráðinu Jedi-meistariEiginkona Anakin Skywalker og fyrrum drottning og þingmaður í Naboo Landsstjóri Alderaan. Fósturfaðir Leiu Dóttir Anakin og Padmé. Tvíburasystir Luke (Loga) Smyglari og uppreisnarsinni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.