Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.05.2005, Qupperneq 46
34 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR George Lucas réttir heldur betur úr kútnum með Episode III og lýkur Stjörnustríðsbálki sínum með glæsibrag eftir tvær slappar mynd- ir sem ollu aðdáendum þessarar vinsælustu geimóperu allra tíma miklum vonbrigðum. Það er enn margt ósagt í upphafi þessarar myndar og sem betur fer eyðir Lucas, að þessu sinni, ekki dýrmæt- um tíma í óþarfa barnaskap og kjaftæði. Revenge of the Sith er því áhrifamesta Star Wars-myndin síð- an The Empire Strikes Back gerði allt vitlaust árið 1980. Dramatíkin og slagkrafturinn í þessum magn- aða lokakafla er með ólíkindum. Máttur Lucasar er mikill og hér eyðir hann engum tíma í óþarfa kjaftæði. Þetta er einfaldlega 100% Star Wars. Það ánægjulegasta við þessa mynd er svo tvímælalaust að höf- undinum tekst að halda uppi spennu út alla myndina en það verður að teljast býsna vel af sér vikið þar sem hvert einasta mannsbarn í heiminum veit að myndin mun enda með falli Anakins og sigri hins illa. Fallið er sett fram á mjög sannfær- andi hátt og við finnum til með ungu hetjunni sem berst við ofmetnað, hroka og valdagræðgi sem mengar sál hans svo illa að henn umbreytist í erkifjandann Svarthöfða. Christiansen stendur sig feikivel í hlutverki Anakins og leikurinn styrkist með hverju skrefi sem drengurinn tekur til glötunar. Þessi mynd er þó að mínu mati fyrst og fremst mynd Ewans McGregor í hlutverki Obi-Wans sem er aðalgóði gæinn og í raun og veru mesti töffari myndabálksins í heild. Þá er Samuel L. Jackson ábúðarmikill og töff og Ian McDiramid er að gera glóða hluti sem Keisarinn vondi. Þessi mynd er ekki gallalaus frekar en hinar myndirnar fimm en hún rís undir göllunum og er svo miklu, miklu betri en Episode I og II að maður getur ekki annað en tekið henni fagnandi og horft fram hjá því sem betur hefði mátt fara. Spennan er þétt og hamagangurinn mikill og maður tekur andköf yfir geggjuðu geislasverða-einvígi Obi- Wans og Anakins í lokin en þessi mögnuðustu vinslit menningarsög- unnar eru bæði kúl og dramatísk. George Lucas biðst með þessari mynd afsökunar á Episode I og II og gerir það svo vel og fallega að við getum ekki annað en tekið beiðnina til greina enda stendur nú Stjörnu- stríðsbálkurinn uppi sem ein firna- sterk heild þó að hún missi aðeins dampinn fyrir þetta magnaða enda- tafl. Þórarinn Þórarinsson Loksins almennilegt Stjörnustrí› EPISODE III – REVENGE OF THE SITH Leikstjóri: George Lucas Aðalhlutverk: Hayden Christiansen, Natalie Portman, Ewan McGregor, Ian McDiramid NIÐURSTAÐA: George Lucas biðst með þessari mynd afsökunar á Episode I og II og gerir það svo vel og fallega að við getum ekki annað en tekið beiðnina til greina. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) Aðeins í Skífunni. Nýtt kortatímabil. SUMAR TILBOÐ! VINSÆLASTA LEIKJATÖLVA HEIMS 9.999 kr. ÖRÞUNN OG HELMINGI MINNI EN ÁÐUR ! Enginn líkur Whitney Söngkonan Whitney Houston hef- ur ekki átt sjö dagana sæla undan- farin ár en er nú komin úr með- ferð og farin að vinna að sinni fyrstu plötu í þrjú ár. Þetta var staðfest af yfirmanni Houston, Clive Davis, sem uppgötvaði hana forðum daga og hjálpaði henni að þróa ferilinn. „Whitney er komin úr meðferð og við munum hitta hana eftir tíu daga,“ sagði Davis. „Það er enginn líkur Whitney. Þegar ég tala við lagahöfunda og framleiðendur þá finn ég að þeir geta ekki beðið eftir því að fá hana aftur.“ David segist hafa trú á Houston þrátt fyrir þá stað- reynd að hún hafi þurft að fara í meðferð tvisvar á einu ári. „Hún hefur barist í gegnum þessa erf- iðu tíma en hún er frábær söng- kona svo ég get ekki beðið eftir að fara í hljóðverið með henni.“ Whitney skráði sig í meðferð í febrúar á þessu ári. ■ FUTURE FUTURE Hljómsveitin er sprottin upp úr leifum harðkjarnasveitarinnar Snafu. Future Future me› tónleika Hljómsveitin Future Future held- ur tónleika á Bar 11 í kvöld kl. 22.00. Liðsmenn Future Future eru að ljúka upptökum á sinni fyrstu plötu þar sem tíu ný lög verður að finna. Hljómsveitin er sprottin upp úr leifum harðkjarnasveitarinnar Snafu sem starfaði í töluverðan tíma. Á meðal áhrifavalda Future Future eru Shiner, Mars Volta, Blood Brothers, King Crimson og Interpol. Ókeypis er á tónleikana annað kvöld. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.