Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Skemmtileg Íslandssaga Það getur stundum verið snúið aðvera íslenskur kvenmannsbelg- ur í Ameríku. En ekki vegna þess að eitthvað sé að heimamönnum. Hér er örugglega kurteisasta og elskulegasta fólk á byggðu bóli. Ástæðan er öllu heldur sú aðferð sem brúkuð er til þess að koma litla stórmennskubrjálaða Íslandi á kortið. Nýjasta afrekið er kynning á landi og þjóð í þætti Opruh. EKKI sá ég téða kynningu og hafði svo sem ekki hitt neinn sem sá hana, fyrr en ég fór í boð eitt síð- astliðið laugardagskvöld, þar sem konur tvær höfðu séð þáttinn. Þær spurðu umsvifalaust hvernig ís- lenskt þjóðfélag stæðist ef fólk gerði ekkert annað en að drekka brennivín og gera dodo. ÞAÐ vakti furðu þeirra að ég, íslensk kona, skyldi vera mætt, ódrukkin og uppistandandi, í boð. Þær höfðu einhvern veginn gert sér þá hugmynd um íslenskar kon- ur að þær kæmust aldrei af bakinu. Lægju bara útaf, með gallonsflösku af spíra og rör í lúðrinum til þess að þurfa ekki að lyfta sér of mikið upp á meðan þær tækju á móti gestum og gangandi af hinu kyninu. Skemmtileg Íslandssaga það. EFTIR því sem lengra leið á kvöld- ið, fréttu fleiri af þættinum, því konurnar tvær voru lúsiðnar í fréttaburðinum. Ég gat vel spæjað hversu margir fengu að vita allt um okkur íslensku subburnar, því þær bentu á mig í hvert sinn sem þær hófu nýja sögustund. Menn hristu höfuðið og horfðu sorgmæddir á þetta rarítet frá Íslandi og þegar boðinu lauk og mín var að kveðja, vatt sér að henni maður sem sagði ósköp vinalega: „Þú ættir að koma því til skila til fólks á Íslandi að þetta sé ekki heppileg markaðs- setning. Það er eins og það búi bara húsvagnahyski þar,“ og svo rifjaði hann það upp að fyrir nokkrum misserum hefði „eitthvert“ flugfé- lag boðið helgarferðir upp á ís- lenskar konur. ÉG var ekkert að segja honum að það sama flugfélag væri nú að hefja beint flug til San Fransiskó. Lét bara eins og það væri ekki lengur flogið til Íslands, dreif mig heim og velti fyrir mér að sækja um ríkisborgararétt í Færeyjum. Þaðan fréttist fátt. SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR Hjá ESSO fæst úrval gasgrilla á sjó›heitu ver›i. fiú getur fengi› grilli› sent heim samdægurs, án endurgjalds, samansett og tilbúi› til notkunar.* Au›veldara getur fla› ekki veri›. Grilla›u me› ESSO í sumar! Grilla›u í kvöld! *Bo›i› er upp á heimsendingu á höfu›borgarsvæ›inu. F í t o n / S Í A G R IL L I‹ S E N T HEIM SAMANS ET T O G T IL B Ú I‹

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.