Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 6
6 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Demókratar halda uppi málþófi á Bandaríkjaþingi:
Skipan Boltons enn í lausu lofti
BANDARÍKIN Repúblikönum í
bandarísku öldungadeildinni
mistókst á mánudagskvöld að
knýja í gegn samþykki tilnefning-
ar Johns Bolton sem fastafulltrúa
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum. Demókratar hafa beitt
málþófi til að hindra tilnefning-
una.
Atkvæðagreiðsla um að ljúka
umræðunni fór 54-38, en tvo
þriðju atkvæða þarf til að stöðva
málþófið. Niðurstaðan þykir
vandræðaleg fyrir George W.
Bush forseta, en þetta er í annað
skiptið á mánuði sem ekki tekst að
stöðva málþófið.
Áður hafði mistekist að fá
stuðning við tilnefninguna í
nefnd.
Demókratar vilja fá frekari
upplýsingar um störf Boltons hjá
utanríkisráðuneytinu áður en þeir
hleypa málinu í gegn. Þar var
hann sakaður um að beita starfs-
menn óeðlilegum þrýstingi.
Nú er talið að Bush muni íhuga
að tilnefna Bolton án stuðnings
frá öldungadeildinni eftir að hún
fer í sumarleyfi. Bush vill sjá
úrbætur á Sameinuðu þjóðunum
og telur Bolton vera rétta mann-
inn til að koma þeim áleiðis.
Bolton hefur hins vegar verið
þekktur fyrir að hafa horn í síðu
samtakanna. ■
Saddam Hussein segist enn vera forseti:
Saknar Reagans og flvær sér oft
ÍRAK Saddam Hussein segist enn
vera forseti Íraks og bauð banda-
rísku hermönnunum sem gæta
hans að heimsækja sig í Írak
þegar hann hefði náð völdum þar á
ný. Hann saknar gömlu góðu dag-
anna þegar Ronald Reagan seldi
honum vopn á tímum Íransstríðs-
ins, þvær sér oft um hendurnar og
kann vel að meta Doritos-flögur,
sem hann bleytir með vatni áður
en hann neytir þeirra.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í grein í júlíhefti tímaritsins
GQ, sem unnin er upp úr viðtölum
við fimm hermenn sem gættu
hans í tíu mánuði. Samkvæmt frá-
sögn þeirra er hann einnig mál-
gefinn, segir skrýtlur, skrifar
ljóð, hugar að garðinum sínum og
keðjureykir.
Verðirnir segja jafnframt að
Saddam hafi ráðlagt þeim að finna
sér eiginkonur sem væru ekki of
gamlar og ekki of ungar, ekki of
greindar og ekki of heimskar.
Ekki skemmdi fyrir ef þær kynnu
að elda og þrífa.
Þá segir Saddam að Bill Clinton
hafi verið „ok“ en kveðst vera lítt
hrifinn af þeim Bush-feðgum.
- grs
Stirt andrúmsloft á
fundi lei›toganna
Ísraelar ætla a› standa vi› sinn hluta vopnahléssamkomulagsins vi› Palestínu-
menn, taki fleir sí›arnefndu uppreisnarmenn fastari tökum. fietta kom fram á
lei›togafundi Ariels Sharon og Mahmouds Abbas í gær.
MIÐ-AUSTURLÖND Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, og Mahmoud
Abbas, forseti palestínsku heima-
stjórnarinnar, hittust í Jerúsalem í
gær. Á sama tíma herti ísraelski
herinn aðgerðir sínar gegn herská-
um Palestínumönnum og handtók
yfir fimmtíu grunaða uppreisnar-
menn.
Fundur þeirra Sharon og Abbas
er sá fyrsti síðan vopnahléi var lýst
yfir í febrúarbyrjun og var efni
fundarins samræming aðgerða fyr-
ir brottflutning landnema frá Gaza-
ströndinni síðar í sumar. Fundurinn
stóð yfir í rúmar tvær klukkustund-
ir og að sögn ísraelskrar sjónvarps-
stöðvar var andrúmsloftið þvingað.
Engar yfirlýsingar voru gefnar út
eftir fundinn.
Ísraelskir embættismenn sögðu í
samtölum við fjölmiðla að Sharon
hefði sagt Abbas að Palestínumönn-
um yrðu senn fengin yfirráð yfir
bæjunum Qalqiliya og Betlehem
innan tveggja vikna svo fremi sem
þeir tækju uppreisnarmenn fastari
tökum. Auk þess væru þeir til við-
ræðu um að láta fleiri palestínska
fanga lausa og leyfa útlögum að
snúa aftur til síns heima.
Síðan leiðtogarnir hittust í
Sharm el-Sheik í febrúar hafa Ísra-
elar verið gagnrýndir fyrir að skirr-
ast við að láta lausa fanga, taka
niður vegatálma og færa Palestínu-
mönnum yfirráð yfir fleiri bæjum
eins og vopnahléssamkomulagið
kveður á um. Þeir segja á móti að
Palestínumenn leyfi uppreisnar-
mönnum að leika lausum hala.
Síðustu daga hefur ólga vaxið í
landinu. Eftir aðgerðir samtakanna
Heilagt stríð síðustu daga, sem hafa
kostað nokkur mannslíf, handtóku
ísraelskar hersveitir 52 meðlimi
þeirra í gærmorgun. Þetta er
stefnubreyting hjá Ísraelum því
fram að þessu hafa þeir einbeitt sér
að því að handtaka þá sem beina
aðild eiga að árásum.
Þrátt fyrir handtökurnar hélt
ofbeldið áfram þegar vopnaðir
menn á Vesturbakkanum réðust á
bifreið og skutu einn farþegann.
Um svipað leyti myrtu ísraelskir
hermenn Palestínumann, sem gert
hafði gat á girðinguna á landa-
mærum Ísraels og Gaza.
sveinng@frettabladid.is
Hittust í Hvíta húsinu:
Bush hrósar
Víetnömum
BANDARÍKIN, AP Phan Van Khai, for-
sætisráðherra Víetnams, hitti
George Bush í Hvíta húsinu í gær.
Leiðtogarnir ræddu um áhuga
Víetnams á aðild að Alþjóðavið-
skiptastofnuninni WTO, viðskipti og
mannréttindamál.
Bush hrósaði Víetnömum fyrir
góðan árangur í efnahagsmálum,
aukið trúfrelsi og áframhaldandi
leit að líkum bandarískra hermanna
sem féllu í Víetnamstríðinu.
Nokkur hundruð manns mót-
mæltu mannréttindabrotum komm-
únistastjórnarinnar í Víetnam fyrir
utan Hvíta húsið meðan fundur
þeirra fór fram. ■
Talsmaður neytenda:
Tólf sóttu um
NEYTENDUR Tólf sækja um stöðu
talsmanns neytenda, sem viðskipta-
ráðherra skipar í.
Umsækjendur eru Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, Drífa Sigfúsdóttir,
Elfur Logadóttir, Gísli Tryggvason,
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir,
Helga Þorbergsdóttir, Ingibjörg
Björgvinsdóttir, Jóna R. Guðmunds-
dóttir, Kristín Færseth, Leo J.W.
Ingason, Ólöf Snæhólm Baldurs-
dóttir og Sigurður Sigurðarson.
Ráðið er í stöðuna frá fyrsta júlí. ■
Nanoq Compact
Tilboð
4.990 kr.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Svefnpokar
- mikið úrval
BRETLAND
Eiga íslendingar að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Skiptir veiting fálkaorðu máli?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
36,36%
63,64%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
VILJA ÞRÝSTA Á BUSH Samkvæmt
skoðanakönnun sem birtist dag-
blaðinu The Guardian í gær vill
yfirgnæfandi meirihluti Breta að
Tony Blair beiti George W. Bush
Bandaríkjaforseta þrýstingi í um-
hverfismálum á fundi stærstu
iðnríkja heims í næsta mánuði.
Blair hefur lýst því yfir að hlýn-
un jarðar verði forgangsmál á
þessum fundi, en í ríkisstjórn
Bush eru uppi efasemdir um að
mengun af mannavöldum sé or-
sök hennar.
FÓRNARLÖMB IRA Ríkisstjórnir
Bretlands og Írlands lýstu því
yfir í gær að erlendur sérfræð-
ingur yrði ráðinn til að finna
grafir fórnarlamba Írska lýðveld-
ishersins, IRA, frá því á áttunda
áratugnum. Leit að gröfunum
hefur staðið yfir frá árinu 1999
en aðeins þrjár af átta hafa fund-
ist þrátt fyrir að IRA hafi gefið
upplýsingar um staðina.
SADDAM HUSSEIN Fékk ekki borðtennisborðið sem hann bað um.
SETIÐ Á RÖKSTÓLUM Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hittust á tveggja
tíma löngum fundi í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
JOHN BOLTON Demókrötum þykir hann
fulllangt til hægri.
MANNSKÆTT LESTARSLYS Farþega-
lest var ekið á vöruflutningabíl í
Ísraels í gær. Í það minnsta fjórir
fórust í slysinu og hundrað slösuð-
ust. Tveir vagnar fóru út af sporinu
en flestir sem meiddust voru í þeim
vögnum. Ekkert bendir til að um
hryðjuverk hafi verið að ræða.
ÍSRAEL